Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 2
2 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR
„Svona í meðallagi.“
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði
norskum blaðamönnum um daginn að fjölda
kvikmynda af brottkasti á íslenskum fiskiskipum
mætti fyrst og fremst rekja til mikils áhuga Íslend-
inga á kvikmyndagerð.
Spurningdagsins
Árni, ertu mikill kvikmyndaáhuga-
maður?
■ Lögreglufréttir
Engin lausn í
sjónmáli
Neyðarástand skapast í heimahjúkrun ef ekki tekst að semja um nýjan
aksturssamning fyrir mánudag. Núgildandi samningur barn síns tíma seg-
ir Heilsugæslan. Efnt verður til borgarafundar um málið í Glæsibæ í dag.
HEIMAHJÚKRUN Starfsmenn heima-
hjúkrunar óttast að neyðarástand
blasi við þegar nýr aksturssamn-
ingur tekur gildi 1. mars, en hann
hefur valdið
deilu og hætta
40 af um 70
starfsmönnum
um helgina ef
ekki semst. Nýr
sáttafundur hef-
ur ekki verið
boðaður. Félag
eldri borgara og
Öryrkjabanda-
lagið hafa boðað
til borgarafund-
ar um deiluna í
Ásgarði í Glæsi-
bæ klukkan tvö
í dag og er von á skjólstæðingum
heimahjúkrunar, þingmönnum,
og fulltrúum sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu.
„Það er gríðarleg stífni af
hálfu stjórnenda Heilsugæslunn-
ar að vilja ekki hafa áfram í gildi
aksturskerfi sem hefur verið
lengi við lýði. Þjónustan mun
skerðast en neyðaráætlun gerir
ráð fyrir að sinna þeim sem þurfa
mestu hjálpina,“ segir Elsa B.
Friðfinnsdóttir, formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Heilsugæslan hefur þegar
auglýst eftir hjúkrunarfræðing-
um, sjúkraliðum og hverfisstjóra
í Kópavogi og eftir hjúkrunar-
fræðingum og sjúkraliðum í mið-
stöð heimahjúkrunar og óskað er
eftir því að viðkomandi geti strax
hafið störf.
Samkvæmt núgildandi samn-
ingi eru greiddar 452 krónur fyr-
ir hverja vitjun. Starfsmaður í
fullu starfi á eigin bíl sinnir um
10 vitjunum á dag og fær fyrir
það 4.520 krónur og tæplega 95
þúsund krónur fyrir 21 vakt. Af
þeirri upphæð þarf að greiða all-
an kostnað við bílinn, svo sem
bensín, skatt og tryggingar.
Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrun-
arforstjóri Heilsugæslunnar, vís-
ar öllu tali um neyðarástand á
bug. Hún segir að nýr samningur
taki mið af raunakstri og greitt
sé fyrir ekna kílómetra. Gert sé
ráð fyrir að starfsmaður í fullu
starfi keyri 12-13 þúsund kíló-
metra á ári, sem þýði að viðkom-
andi fái 67 þúsund krónur í bíla-
styrk á mánuði. Munurinn á
samningunum er því um 28 þús-
und krónur.
„Aksturskerfið eins og það er
núna er barn síns tíma. Með nýju
kerfi viljum við efla og bæta alla
þjónustuna,“ segir Þórunn.
bryndis@frettabladid.is
Snörp hækkun Pharmaco í gær:
Kauphöllin stöðvaði viðskiptin
MARKAÐUR Kauphöll Íslands greip
inn í markaðinn í gær og stöðvaði
viðskipti með hlutabréf í
Pharmaco. Gengi bréfa félagsins
tók kipp á markaði, án þess að
fyrir lægju neinar nýjar verð-
myndandi upplýsingar um félag-
ið. Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, segir að
Kauphöllin hafi haft samband við
fyrirtækið og í framhaldi af því
ákveðið að stöðva viðskipti með
bréf félagsins.
Meðal markaðsaðila er talin
full ástæða til þess að skoða nán-
ar þau viðskipti sem urðu með
bréf Pharmaco í gær.
„Við munum skoða þetta mál
eins og venja er
þegar slíkt ger-
ist,“ segir Páll
Gunnar Pálsson,
forstjóri Fjár-
málaeftirlitisins.
Hann segir slík
mál oft koma til
skoðunar hjá Fjár-
málaeftirlitinu og
í þeim tilvikum
sem rökstuddur
grunur sé um inn-
herjasvik sé mál-
um vísað til lög-
reglu. Hann legg-
ur ríka áherslu á
að eðlilegar skýr-
ingar geti verið á málum sem
eftirlitið tekur til skoðunar.
Þórður Friðjónsson segir að
það sé Fjármálaeftirlitsins að
rannsaka slík mál.
„Við leitum skýringa og stöðv-
um viðskipti ef við teljum þörf
á,“ sagði Þórður.
Pharmaco sendi frá sér yfir-
lýsingu eftir lok markaðar í
gær. Þar segir að Pharmaco eigi
í viðræðum um kaup á félagi.
Viðræðurnar séu á frumstigi og
óljóst um niðurstöðu. Slíkt hefði
ekki gefið tilefni til tilkynningar
nema vegna þeirra hreyfinga
sem urðu á gengi bréfa félags-
ins. ■
Bankaráð Íslandsbanka:
Kristján
hættir
VIÐSKIPTI Kristján Ragnarsson,
formaður bankaráðs Íslands-
banka, hefur ákveðið að gefa
ekki kost á sér til áframhaldandi
setu í ráðinu, en Kristján hefur
átt þar sæti frá stofnun bankans.
Hann sat áður í bankaráði Út-
vegsbankans, sem rann inn í Ís-
landsbanka. „Þetta er orðinn
langur tími, tólf ár, þannig að ég
tel ágætt að hægja á sér núna.“
Kristján hætti sem formaður LÍÚ
í fyrra. Hann segir að í ljósi
breytinga á eignarhaldi bankans
hafi sér fundist tímabært að
standa upp úr stóli formanns
bankaráðsins. ■
Auglýsingaverðlaun:
Gott fólk
fékk sjö
MARKAÐSMÁL Auglýsingastofan
Gott fólk - McCann hlaut verðlaun
í sjö flokkum við úthlutun Ís-
lensku auglýsingaverðlaunanna í
gær en verðlaun voru veitt í tíu
flokkum. Fyrirtækið var verð-
launað fyrir auglýsingar fyrir
Sýn, Durex, Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur og Vífilfell.
Gunnlaugur Þráinsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, er mjög
ánægður með árangurinn og segir
hann hafa komið sér á óvart.
Aðrir sem unnu verðlaun voru
Fastland fyrir eigin auglýsingu og
Hvíta húsið sem vann verðlaun fyr-
ir auglýsingu gegn nauðgunum og
markpóst fyrir Pharmaco.■
Árni Johnsen:
Hefur störf
fyrir vestan
SVEITASTJÓRNIR Gagnkvæmur vilji
er fyrir því hjá forsvarsmönnum
Vesturbyggðar og Árna Johnsen
að hann taki að sér tímabundin
verkefni fyrir hönd bæjarfélags-
ins. Þetta kemur fram á vef Bæj-
arins besta á Ísafirði.
Þar er haft eftir Brynjólfi
Gíslasyni bæjarstjóra að leitað
hafi verið til Árna um að taka að
sér verkefni á sviði atvinnu- og
ferðamála. Eftir Árna er það haft
að það hafi glatt sig að til hans
væri leitað og hann muni ganga
„vaskur til verka ef af verður“. ■
Bandarísk hjón:
Eignuðust
sexbura
BANDARÍKIN Það hefur aldrei verið
jafn mikið að gera á fæðingardeild í
borginni Akron í Bandaríkjunum og
þegar Jennifer Hanselman fæddi
börn sín, sex að tölu. 34 manna
sjúkralið þurfti til að taka á móti
börnunum, þremur drengjum og
þremur stúlkum, sem voru tekin
með keisaraskurði þegar móðirin
var komin 29 vikur á leið.
Aðeins leið mínúta frá því að
fyrsta barnið var tekið úr legi móð-
ur sinnar þar til það síðasta var tek-
ið. „Það var ótrúlegt hve hratt þau
komu út,“ sagði Keith, faðir þeirra.
„Þetta var eins og poppvél.“ ■
ÞJÓFNAÐUR Á HAÍTÍ
Lögleysa ríkir á Haítí. Stuðningssveitir for-
setans hafa ráðist á og myrt andstæðinga
hans í höfuðborginni.
Borgarastríðið á Haiti:
Aristide segi
af sér
HAITI, AP Frönsk og bandarísk stjórn-
völd hafa mælst til þess að Jean-
Bertrand Aristide láti af embætti
forseta Haítí til að binda megi enda
á borgarastríðið sem þar geisar.
Uppreisnarmenn hertóku í gær
bæ nærri höfuðborginni Port-au-
Prince og voru í aðeins fimmtán
kílómetra fjarlægð frá borginni.
Leiðtogi þeirra sagði að þeir réðust
fljótlega á hana segði Aristide ekki
af sér.
Nýr hópur uppreisnarmanna,
sem ekki tengist þeim hópum sem
hafa náð rúmlega helmingi lands-
ins á sitt vald, náði þriðju stærstu
borg landsins á sitt vald í gær. ■
www.landsbanki.is
sími 560 6000
Varðan - alhliða fjármálaþjónusta
Nokkrir punktar um
beinharða peninga!
Nánast öll viðskipti gefa punkta
Varðan býður upp á mjög víðtæka söfnun ferðafríðinda
í formi punkta. Punktarnir hlaðast upp við nánast öll
viðskipti sem Vörðufélagar eiga við Landsbankann.
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
23
72
2
02
/2
00
4
Innbrot og íkveikja í Hraunbergi:
Lögreglan handtók tvo
LÖGREGLA Tveir menn á þrítugs-
aldri eru í haldi lögreglu í tengsl-
um við innbrot sem framin voru í
Hraunbergi í Reykjavík. Einnig
hefur lögregla hluta þýfisins í
sinni vörslu.
Bruni varð í íbúðinni fyrir um
tveimur vikum og hafði verið
brotist inn bæði fyrir og eftir
brunann. Þau Hermóður Sigurðs-
son og Anna María Sigtryggs-
dóttir, sem bjuggu í íbúðinni,
sögðu í viðtali við Fréttablaðið í
gær greinilegt að brotist hefði
verið inn fyrir brunann og segja
þau að grunur sé um íkveikju þar
sem kveikt hefði verið á tveimur
eldavélahellum. Eftir brunann
var íbúðin innsigluð og þau
fengu inni hjá vinafólki. Daginn
eftir þegar þau komu að íbúðinni
var búið að rjúfa innsiglið og
brjótast aftur inn.
Hermóður og Anna hafa fengið
hluta af eigum sínum til baka, þar
á meðal keilukúlur, eitthvað af
fatnaði og geisladiska. ■
ALLSLAUS EFTIR BRUNA OG INNBROT
Tveir menn eru í haldi grunaðir um innbrotin.
GRIPIÐ INN Í
Þórður Friðjóns-
son, forstjóri
Kauphallar Ís-
lands sá ástæðu
til þess að grípa
inn í þegar hluta-
bréf Pharmaco
tóku skyndilega
að hækka.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
HEIMAHJÚKRUN
Heimahjúkrunarfólk á fundi með stéttafélögum fyrr í vikunni vegna ástandsins sem blasir við.
„Aksturs-
kerfið eins og
það er núna
er barn síns
tíma. Með
nýju kerfi vilj-
um við efla
og bæta alla
þjónustuna.
ELDUR Á ÞORRAGÖTU Eldur kom
upp í eldhúsi við Þorragötu í
Reykjavík um sexleyið í gær. Allt
tiltækt slökkvilið var kallað á
staðinn og gekk starf þess greið-
lega. Síðustu bílar fóru af vett-
vagni fyrir klukkan 19. Tvennt
var flutt á slysadeild vegna reyk-
eitrunar og lítilsháttar brunasára.