Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 46
Ég ætla á æfingu með hrukku-dýraþungarokkshljómsveit- inni Bulldosers. Meðlimir hljóm- sveitarinnar eru allir komnir um og yfir fertugt og hljóta þess vegna þessa heiðursnafnbót,“ seg- ir Gunnþór Sigurðsson bassaleik- ari, tæknimaður og líkamsræktar- kennari. Þrír eru í hljómsveitinni og þeirra á meðal Danni Pollock. „Við tökum okkur ekkert alltof al- varlega en erum þó að nálgast það stig að kíkja út úr bílskúrnum. Allt efni sem við leikum er frum- samið. Þetta er ekki þriggja gripa pöbbarokk heldur kraftmikið rokk.“ Gunnþór segir eina ástæðuna fyrir tilurð hljómsveitarinnar vera að forða þeim frá því að enda sem algjörir sófar. „Tónlistin heldur manni við efnið. Ég segi ekki að ég detti alla leið aftur í pönkið þegar ég leit á alla yfir þrí- tugt sem risaeðlur. Á þeim tíma klæddist ég bol sem á stóð „Trust no one over thirty“. Afstaðan hef- ur heldur breyst og aldursmarkið lengst.“ Gunnþór var sem kunnugt er meðlimur í pönkhljómsveitinni Q4U og segir laugardagskvöldin í dag heldur frábrugðnari en á með- an hljómsveitin var starfandi. „Þau voru ansi villt í gamla daga. Á þeim tíma hafði pönk-kynslóðin alltaf á tilfinningunni að kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi. Svo var henni frestað. Sú kynslóð er í dag sokkinn ofan í hægindastóla, handfjatlar fjarstýringar og spáir í matar- æðið.“ Sjálfur datt Gunnþór í heilsu- ræktina svo um munaði og kennir í dag spinning í Gym 80. „Ég hætti að reykja á sínum tíma og varð svo feitur að andlitið féll saman þegar ég reimaði skóna. Rebellinn var orðin eins og pera í laginu og það var ekki alveg að gera sig. Í spinn- ing-tímunum nota ég eingöngu tón- list sem ég fíla. Ekkert Abba- kjaftæði heldur slétt 100 desibel af rokki.“ Gunnþór segir efst á baugi hjá sér það sama og flestum öðrum. „Ég fæ mitt svitakast um mánaða- mót þegar ég hugsa um ógreidda reikninga. Þá liggur við að ég hringi á lögregluna á morgnana þegar ég horfi í spegilinn og held að ókunnugur maður sé í íbúðinni. En ég hef þetta skóhorn sem er að komast til að spila og gleyma stað og stund.“ Hann segist horfa til baka með bros á vör. „Þetta var dá- samlega klikkaður tími en allt tek- ur enda. Í dag er ég að komast á markamínútuna. Ég er að verða 44 ára gamall og ef ég skora ekki núna er þetta búið,“ segir hann og hlær. kolbrun@frettabladid.is 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Vikan hjá mér hófst á því að égfékk í fyrsta skipti konu heim til mín að þrífa á mánudag. Það var alveg stórkostlegt og hún er komin til að vera. Törnin dagana á undan var svo svakaleg að ekki gafst tími til eins eða neins og allt var á rúi og stúi,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona. Ólafía leikur í nýju leikriti, Þetta er allt að koma, sem byggt er á sögu eftir Hallgrím Helgason og var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtudag. Hún segist hafa dvalið í leikhúsinu meira og minna alla daga síðustu viku við æfingar. Þrátt fyrir það tókst henni að finna tíma til að keyra viljandi á sviðsmann Þjóð- leikhússins. „Þetta gerðist eftir rennsli á þriðjudagskvöld. Ég var að keyra upp Hverfisgötuna og þurfti að stöðva á rauðu ljósi. Fyrir framan mig var Jón Örn sviðsmaður á reið- hjólinu sínu og ákvað ég að stríða honum aðeins. Ég keyrði léttilega á hjólið hans á litla bílnum mínum og ýtti honum áfram. Jóni brá svo svakalega að hann stökk af hjólinu og sparkaði í bílinn minn. Ég varð skelfingu lostinn og Jón Örn líka þegar hann sá að þetta var ég. Þarna störðum við á hvort annað skömmustulega og afsökuðum okk- ur í bak og fyrir. Þessi stríðni mín mistókst gjörsamlega en endaði sem betur fer í góðu og hann hjólaði hlæjandi í burtu.“ ■ Vikan sem var ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR ■ eyddi drjúgum tíma í Þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Samt sem áður fann hún sér tíma til að keyra viljandi á sviðs- manninn. Laugardagskvöld GUNNÞÓR SIGURÐSSON ■ ætlar á æfingu í kvöld með hrukku- dýraþungarokkshljómsveitinni Bulldosers. Keyrði viljandi á sviðsmanninn ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Valgeir Elíasson. Hrafn Jökulsson. Veigar Páll Gunnarsson. Drottningarnarkræktu í prinsana Útlendingar á ÍslandiGo home you American bitch Bls. 22–23 Steingrímur HermannssonBúið að hafa af honumblessaða þjóðarsáttina Bls. 24–25 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 50. TBL. – 94. ÁRG. – [ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 ] VERÐ KR. 250 Tvær kynþokkafyllstukonur landsins eru sam-herjar og keppinautar ísenn. Harðar í horn að takaog báðar á milli tannannaá fólki vegna nýju kærast-anna. Ítarleg nærmynd afSvanhildi og Jóhönnu. LJÓSVAKALÆÐAN OG VILLIKÖTTURINN Leikur rokk og sneiðir hjá því að enda sem sófi 1 7 8 9 10 11 13 16 17 18 14 15 12 2 3 4 5 6 Lárétt: 1 æðstur klerka, 6 fugl, 7 tveir eins, 8 sólguð, 9 fótabúnað, 10 samfarir, 12 kaldi, 14 nafar, 15 kyrrð, 16 sund, 17 fæða, 18 duglaust. Lóðrétt: 1 hluti, 2 fjanda, 3 tónn, 4 sumt, 5 í röð, 9 misgerð, 11 naut, 13 ullar- hnoðrar, 14 eldur, 17 borðandi. Lausn. Lárétt: 1páfinn,6ara,7oo,8ra,9skó, 10mök,12kul,14bor, 15 ró, 16ál,17 æti,18lint. Lóðrétt: 1part, 2ára,3fa,4nokkurt, 5 noó,9sök,11boli,13lóin,14bál,17 æt. GUNNÞÓR SIGURÐSSON Gunnar starfar sem tæknimaður hjá Sjónvarpinu og líkamsræktarstöðinni Gym 80. Þá er hann mikill aðdáandi KR-fótboltaliðsins. „Ég sé heiminn röndóttan. Ég fylgist lítið með enska fótboltanum enda nenni ég ekki að horfa allan sólarhringinn. Ég fer á leiki með KR og læt það duga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR Ólafía á fjögurra og hálfs árs gamla dóttur. Öskudagur var á þriðjudag og vildi sú stutta klæða sig upp sem drottningu. „Það var á hreinu að hún vildi ekki vera prinsessa.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.