Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 30
30 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR TÓNLIST Miðasala á tónleika Korn í Laugardalshöll 30. maí næskom- andi hefst á sunnudaginn. Sjaldan hefur verið jafn mikill áhugi fyrir komu rokksveitar hingað til lands og því nokkuð víst að barist verð- ur um miðana. Fyrstu miðarnir verða seldir klukkan 21 á sunnudag í verslun- um Skífunnar á Laugavegi, í Kringlunni og í Smáralind. Miða- sala utan höfuðborgarsvæðisins hefst á sama tíma í Pennanum á Akranesi og Hljóðhúsinu Selfossi. Fyrstu miðarnir verða þó seldir í Pennanum - Eymundssyni á Gler- ártorgi Akureyri en þar hefst miðasalan klukkan 13. Áhugasamir af landsbyggðinni geta hringt í síma 525 5040 til að tryggja sér miða gegn kredit- kortagreiðslu og opnar það númer klukkan 21 sama dag. Samtök verslunareiganda í Kringlunni og Smáralind fara þess vinsamlega á leit við aðdá- endur að þeir stilli sér ekki upp í röð fyrr en klukkan 17 í Kringl- unni og 18 í Smáralind, þannig að raðirnar hafi sem minnst áhrif á verslun og þjónustu í verslunar- miðstöðvunum. Skífan á Laugavegi fer þess á leit við væntanlega tónleikagesti að þeir stilli sér ekki upp fyrr en klukkan 18. Miðaverð á tónleikana er 4.500 krónur í stæði en 5.500 í stúku. Aldurstakmark er 13 ára, nema í fylgd með forráðamanni. Hver einstaklingur getur ekki keypt fleiri en 6 miða. ■ Popptextinn I used to love her, but I had to kill her I used to love her, but I had to kill her I had to put her Six feet under And I can still hear her complain. - Axl Rose losnaði víst ekki við nöldur fyrrverandi kærustunnar þrátt fyrir að hafa kálað henni og jarð- að í bakgarðinum heima hjá sér í laginu Used to Love Her. Tekið af G N'R Lies, annarri breiðskífu Guns ‘n' Roses, frá árinu 1989. GUNS ‘N’ ROSES Smáralind Kópavogi FRÁBÆRIR LITIR. Verð frá kr. 1.590 Benetton „logo” bolirnir komnir á bæði börn og fullorðna. Þá er rapparinn Snoop Dogghættur að reykja maríjúana. Hann segir að honum hafi verið byrjað að líða eins og eiturlyfjafíkli og því hafi hann ákveðið að hætta. Hann varð líka var við það að efnið væri að eyðileggja ímynd sína þar sem hann var sjaldnast tengdur við neitt annað en reykingar. Hann segir líðan sína mun betri eftir að hann hætti og segir að hann hafi mun meiri stjórn á lífi sínu. André 3000 úr Outkast hefursamþykkt að leika gítarhetj- una Jimi Hendrix í væntanlegri kvikmynd um ævi rokkarans. Við megum búast við því að sjá André í fleiri myndum því hann er ansi duglegur þessa dagana að taka að sér kvikmyndahlutverk. Stjarna Outkast rís því hærra með hverjum degi. Fréttiraf fólki PARTÍ HJÁ DONATELLU VERSACE Hér sjást þær Donatella Versace og leikkonan Liz Hurley á skallanum í partíi hjá fata- hönnuðinum fræga. Þær skemmtu sér saman eftir að sýningu Donatellu lauk í Mílanó á fimmtudagskvöldið. TÓNLIST Samkvæmt rannsókn bandarísks heilsusérfræðings hefði gítarleikarinn Keith Rich- ards átt að deyja fyrir átta árum síðan. Heilsufræðingurinn David Demko heldur því fram að ei- lífðarrokkarinn hafi náð að „smeygja sér framhjá dauðanum“ eftir áralangt sukklíferni. Demko var ráðinn af tímaritinu Blender til þess að rannsaka nokkra af frægustu poppurum heims og líf- erni þeirra. Upp frá þeim upplýs- ingum átti Demko svo að segja til um líklegan dánardag stjarnanna. „Hann hefði átt að drepast þeg- ar hann var 52 ára,“ sagði Demko í blaðaviðtali um Richards, sem er 60 ára í dag. „Ég er ekki viss um hvernig hann fer að þessu en hann býður allri rökhugsun birginn. Áttatíu prósent af því hversu gam- all þú getur orðið ræðst af lífsstíl en ekki genum.“ Richards gerir sér svo sem al- veg grein fyrir þessu og viður- kenndi á sextugsafmæli sínu í fyrra að margir félaga hans hefðu lýst yfir áhyggjum af sér. „Það eru margir sem héldu að ég myndi aldrei ná þessum áfanga,“ sagði hann í afmælisveislu sinni. Til þess að halda sér gangandi hefur Richards þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir. Þar á meðal hefur hann látið skipta um blóð í sér minnst tvisvar. Demko spáði því svo að Ozzy Osbourne myndi deyja árið 2013, þá 65 ára gamall. Whitney Hou- ston mun aðeins lifa í 19 ár til viðbótar og verða 59 ára og Michael Jackson nær 76 ára aldri. Sting er aftur á móti í góðum málum því samkvæmt útreikn- ingum Demkos ætti hann að ná 93 ára aldri. ■ KEITH RICHARDS Alltaf í stuði, steiiiiindauður! Bræðurnir Einar Vilberg ogStefán Vilberg Einarssynir skipa rokksveitina Noise ásamt Ragnari Sólberg, sem hefur getið sér gott orð sem forsprakki Sign. Hér er hann reyndar með trommukjuðana í hendi í stað gít- arsins og míkrófónsins. Þessi plata kom út í fyrra og hafa nokkur lög af henni fengið útvarpsspilun, aðallega þó Freeloader sem vissulega á sín augnablik á plötunni ásamt Para- noid Parasite. Noise spilar hrátt rokk í Nirvana-stílnum sem tröll- reið öllu fyrir um það bil tíu árum síðan. Kannski ekki heitasta tón- listin í dag, en hvað um það. Vandamálið er bara að sveitin bætir engu þar við og er allt of þunglamaleg. Fyrir utan það að ekkert kemur á óvart á plötunni er það truflandi hversu mikið vantar upp á sönginn og hljómar hann á köflum eins og léleg eftir- líking frábærrar raddar Kurt Cobain. Sterkasti hlekkur Pretty Ugly eru vel útfærð gítarsólóin, meðal annars í fyrstu þremur lögunum og Freeloader. Annars er fátt sem gleður eyrun, því miður. Freyr Bjarnason Umfjölluntónlist NOISE: Pretty Ugly Fátt sem gleður Hefði átt að deyja fyrir 8 árum Miðasala á Korn byrjar á morgun KORN Kornið sem fyllir mælinn? Mikil eftirvænt- ing er eftir tónleikum bandarísku sveitar- innar Korn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.