Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 32
■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir kvikmyndina Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Þráin Bertelsson í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Sænski orgelleikarinn Matthias Wager leíkur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju. Hádegishressing verður í suðursal kirkjunnar að tónleikunum loknum.  22.30 Jazzkvartettinn Kompa leikur á Kaffi List. Kvartettinn skipa gítarleikar- inn Sigurður Þór Rögnvaldsson, saxófón- leikarinn Steinar Sigurðarson, bassaleik- arinn Pétur Sigurðsson og trommuleik- arinn Kristmundur Guðmundsson.  23.00 Hljómsveitin Singapore Sling spilar á Grand Rokk. Á undan spilar hljómsveitin Úlpa. Báðar hljóm- sveitirnar eru að vinna að nýjum plöt- um.  Á móti sól á Gauknum.  Í gær voru liðin 90 ár frá fæðingu Ása í Bæ. Af því tilefni verður efnt til veglegs skemmtikvölds í Höllinni í Eyj- um, þar sem Bæjarabandið, sem skip- að er góðvinum Ása, mun leiða söng og flytja ljóð hans við lög Oddgeirs og fleiri. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Leikbrúðuland sýnir í Iðnó brúðuleikritin „Pápi veit hvað hann syngur” og „Flibbann”, bæði byggð á sögum H.C. Andersen.  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  19.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í Iðnó.  20.00 Nemendafélag Verslunar- skóla Íslands sýnir Sólsting í Loftkastal- anum.  20.00 100% „hitt” með Helgu Brögu í tónlistarhúsinu Ými, Skógarhlíð 20.  20.00 Meistarinn og Margaríta í leikgerð Hilmars Jónssonar í Hafnar- fjarðarleikhúsinu.  20.00 Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason í leikgerð Baltasars Kormáks verður sýnt á stóra sviði Þjóð- leikhússins.  20.00 Chicago eftir Kander, Ebb og Fosse á stóra sviði Borgarleikhússins.  21.00 5stelpur.com með uppi- standi, teiknimyndum og sjónvarps- þáttastemmningu í Austurbæ. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Kjartan Guðjónsson mynd- listarmaður opnar sýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5.  14.00 Myndlistarkonurnar Inga Elín og Ragnheiður Ingunn opna sýningu í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti undir heitinu Ljósabiða.  15.00 Kjartan Guðjónsson mynd- listarmaður opnar sýningu í Gallerí Fold við Rauðarárstíg.  17.00 Höskuldur Harri Gylfason opnar málverkasýningu í Gallerí íslensk grafík í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Gengið er inn Hafnarbakkamegin.  20.00 Tvær ljósmyndasýningar verða opnaðar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Önnur er hin árlega ljós- myndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands, þar sem mynd ársins verður valin. Á neðri hæð verður síðan sýning á ljósmyndum Magnúsar Ólafssonar úr eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Sýn- ingarnar standa til 21. mars. ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Skemmtikvöld Karlakórs Eyjafjarðar verður í Vélsmiðjunni. Auk kórsöngs, einsöngs og tvísöngs koma fram hagyrðingar og gítartríó ásamt hin- um víðfræðu Boris Harloff og Gunde Gonzales.  23.00 Rúnar Júlíuson verður með stórdansleik á Kringlukránni ásamt rokksveit sinni.  Biggi og Palli í Maus verða á af- mælisveislu 22.  Soulsveitin Straumar og Stefán skemmtir á NASA við Austurvöll.  Blátt áfram spilar stuðmúsík á Rauða ljóninu. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 32 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 25 26 27 28 29 1 2 FEBRÚAR Laugardagur Við svífumst einskis,“ segir Þor-geir Tryggvason, einn fjögurra höfunda leiksýningarinnar Sirkus, sem áhugaleikfélagið Hugleikur frumsýnir í kvöld. Sirkus gerist árið 1949, þegar kalda stríðið og haftastefna í utan- ríkisviðskiptum eru í algleymingi. Ákveðið var að hafa leikmynd, búninga og alla umgjörð sýningar- innar í svarthvítu, enda þótti það hæfa andrúmslofti þessara tíma. „Við komum samt með svolítið aðra sýn á þessi mál, veltum upp annarri mögulegri atburðarás í kringum varnarsamninginn og skoðum hvernig það gæti hugsan- lega allt saman hafa gerst ef heim- urinn hefði verið pínulítið öðruvísi. Hingað til lands kemur síberískur sirkus sem setur nýstofnaða ís- lenska leyniþjónustu algerlega í uppnám.“ Ungur maður, Björn að nafni, kemur nýútskrifaður úr leyniþjón- ustunámi í Bandaríkjunum til að stýra leyniþjónustunni, sem fær það verkefni að fylgjast með sirku- snum. „Hann fær til liðs við sig tvo ís- lenska lögreglumenn, þykkhöfðaða mjög, og þeir telja að þarna sé stórhættulegt lið á ferðinni.“ Ásamt Þorgeiri eru höfundar sýningarinnar þau Ármann Guð- mundsson, Hjördís Heiðrún Hjart- ardóttir og Sævar Sigurgeirsson. Tvær af vinsælustu leiksýningum Hugleiks fyrr og síðar, Stútunga- saga og Fáfnismenn, eru einmitt eftir þessa sömu fjórmenninga. Stútungasaga, sem var frum- sýnd árið 1993, fjallaði um enda- lok þjóðveldisins og var eins kon- ar tilbrigði við Sturlungasögu. Fáfnismenn, sem var frum- sýnd árið 1996, fjallaði síðan um „hina skáldaklíkuna“ í Kaup- mannahöfn, sem var samtíða Fjölnismönnum. „Við endur- heimtum sjálfstæðið algerlega fyrir slysni í lokin á því leikriti,“ segir Þorgeir. „Þegar við fórum að huga að nýju verki fannst okk- ur því ekki hægt annað en að taka líka fyrir þennan tíma, þegar við töpuðum sjálfstæðinu öðru sinni eins og róttæka vinstrið myndi orða það.“ ■ ■ LEIKSÝNING ■ TÓNLEIKAR föstudagur 27. mars - örfá sæti laus laugardagur 28. mars -nokkur sæti laus fimmtudagur 4. mars - nokkur sæti laus ath. Leikhúsumræður eftir sýningu föstudagur 5. mars - föstudagur 12. mars laugardagur 13. mars föstudagur 19. mars HARMONIKUBALL Fjörið verður í Ásgarði, Glæsibæ við Álfheima í kvöld frá kl. 22:00. Aðgangseyrir kr. 1.200. Harmonikufélag Reykjavíkur. TÓNLEIKAR Kór Glerárkirkju Akureyri, ásamt einsöngvurum og hljómsveit, heldur tónleika í Langholtskirkju í dag kl. 15:00. Á efnisskrá eru íslensk þjóðlög og sönglög, afrísk-amerísk trúartónlist, madrigalar og suður-ameríska messan, Misa Criolla e. Ariel Ramírez Flytjendur auk Kórs Glerárkirkju: Óskar Pétursson tenór, Haukur Steinbergsson bariton, Daníel Þorsteinsson píanó, Halldór G. Hauksson slagverk, Karl Petersen slagverk, Kristján Edelstein gítar, Pétur Ingólfsson kontrabassi, Valgarður Óli Ómarsson slagverk. Stjórnandi: Hjörtur Steinbergsson. Miðasala við innganginn. Miðaverð kr. 1500. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Nánari uppl. á www.glerarkirkja.is Hefði heimurinn verið pínulítið öðruvísi SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR OG JÚLÍA HANNAM Í HLUTVERKUM SÍNUM Hugleikur frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld sýninguna Sirkus, kostulega sögu úr kalda stríð- inu sem sýnd verður í svarthvítu eins og hæfa þótti tíðarandanum. Leikstjóri er Viðar Egg- ertsson. Tónleikaröðin 15.15 á nýja svið-inu í Borgarleikhúsinu hefur haft töluverða sérstöðu í tón- leikaflórunni undanfarið. Í dag koma þar fram fjórir tónlistar- menn sem nefna sig Tímahrak. „Við ætlum að flytja eitt eða tvö löng verk eftir okkur sjálfa, þar sem við erum að gera tilraun- ir út frá spuna. Þetta verður ábyggilega svolítil uppákoma,“ segir Sigurður Halldórsson selló- leikari. Ásamt honum eru í Tíma- hraki rafgítarleikarinn Hilmar Jensson og slagverksleikararnir Matthías Hemstock og Pétur Grétarsson. Sigurður segir þessa samsetn- ingu, selló, rafgítar og tvo slag- verksleikara, gefa mikla mögu- leika á því að búa til hljóðheim. „Við erum til dæmis ekki með bassaleikara. Það hefur skapað svolítið skemmtilega möguleika fyrir elektróníkina, án þess að ég vilji tala neitt illa um bassaleik- ara. En elektróníkin getur notað djúpu sviðin sem bassinn yfirtek- ur oft.“ Tímahrak varð til í kringum minningarhátíð um Vilberg Júlíusson skólastjóra í Garðabæ árið 2001. „Hann var merkilegur maður sem þýddi þessar skemmtilegu litlu barnabækur um Bláu könn- una og Græna hattinn, og líka Palli var einn í heiminum. Hann hafði mikinn áhuga á músík og sviðslistum og beitti sér meðal annars fyrir stofnun Tónlistar- skólans í Garðabæ. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað hann var afkastamikill, enda var hann mik- ill sérvitringur og fór sínar eigin leiðir í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Í barnaskólanum sem hann stýrði hafa alist upp fjöl- margir listamenn. Hann skipu- lagði til dæmis tónlistarferðir til Bandaríkjanna og tók okkur oft með.“ Síðan hafa þeir komið nokkrum sinnum fram, meðal annars á opn- unarhátíð menningarmiðstöðvar- innar á Íslandsbryggju í Kaup- mannahöfn í haust. Þeir hafa með- al annars flutt tónverk eftir Lárus H. Grímsson og danska tónskáldið Lars Graugaard, sem hyggur reyndar á frekara samstarf með þeim á næstunni. ■ TÍMAHRAK Tónlistarmennirnir Matthías Hemstock, Sigurður Halldórsson, Pétur Grétarsson og Hilmar Jensson spila á nýja sviði Borgarleikhússins klukkan kortér yfir þrjú í dag. Tímahrak á nýja sviðinu FR ÉT TA B LA Ð IÐ / R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.