Fréttablaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 39
■ Molar
39LAUGARDAGUR 28. febrúar 2004
www.urvalutsyn.is
Traust fer›askrifsto
fa
- framúrskarandi flj
ónusta!
Lágmúla 4 • sími 585 4005
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
38
64
02
/2
00
4
Úrslitaleikur SS-bikarkeppni karla:
Tiltölulega jöfn handboltalið
HANDBOLTI „Miðað við veturinn í
heild held ég að þetta séu tiltölu-
lega jöfn handboltalið að getu en
þau eru frekar ólík handboltalega
séð,“ sagði Jóhannes Bjarnason,
þjálfari KA. „Þau leggja kannski
megináherslu á ólíka þætti. Þegar
allt er tekið saman þá held ég að
getan sé frekar jöfn.“
„Auðvitað er þessi leikur frá-
brugðinn öllum hinum,“ sagði Jó-
hannes. „Það verður allt lagt und-
ir og allt aðrir þættir sem maður
reynir að hafa áhrif á eins og hug-
arfar, spenna og fleira. Við ætlum
bara að koma inn í leikinn eins og
inn í alla okkar leiki. Við spilum
svolítið óheflaðan handbolta á
köflum. Kylfan er látin ráða svo-
lítið. Við spilum af miklum krafti
og við ætlum ekki að lækka
tempóið á okkar leik. Ef við spil-
um eins líkt og við gerum vana-
lega og ef við gerum það þá eigum
við góða sigurmöguleika.“
„Við höfum átt tiltölulega auð-
velt með að skora í vetur. Það er
mikill sóknarslagkraftur í liðinu
þegar við spilum vel. Okkur hefur
hins vegar gengið heldur lakar að
verjast og fengið töluvert mikið
af mörkum á okkur,“ sagði Jó-
hannes. „Ég var alls ekki að meina
að Framararnir væru slakt sókn-
arlið þó þeir væru sterkt varnar-
lið. Það eru þeir alls ekki. En ég
geri mér ekki alveg grein fyrir
því hvernig þessi lögmál blandast
í súpu á laugardaginn. Lykilatrið-
ið er bara þetta að ef við spilum
okkar hefðbundna leik þá eigum
við að geta unnið þá.“
„Burtséð frá bikarnum sjálfum
og úrslitunum þá er þetta ákveðin
rós í hnappagatið hjá þessum
ungu strákum. Þeir hafa staðið sig
frábærlega í vetur og það er lögð
á þá mikil ábyrgð. Það gleymist
oft að þeir eru kornungir sem
bera lykilhlutverk í liðinu og hafa
staðið afskaplega vel undir því.
Þeir hafa verið gagnrýndir mjög
harkalega ef þeir misstíga sig
eitthvað en þetta eru strákar sem
eru að byrja sinn feril og ég er
bara glaður fyrir þeirra hönd að
þeir fái að taka þátt í þessum
leik.“ ■
FYRIRLIÐARNIR
Guðlaugur Arnarsson, fyrirliði Fram, og Jónatan Magnússon, fyrirliði KA.
Dagsformið skipt-
ir verulegu máli
Mikil bikarhelgi hjá Fram. Meistaraflokkur
karla og þrír yngri flokkar leika bikar-
úrslitaleiki um helgina.
HANDBOLTI „Við höfum komist
þrisvar í bikarúrslit á síðustu sex
árum og unnum árið 2000,“ sagði
Guðlaugur Arnarsson, fyrirliði
Fram, sem leikur í dag til úrslita
við KA í SS-bikar karla í hand-
bolta. „Við vitum það að dags-
formið þennan dag skiptir veru-
legu máli.“
Framarar urðu bikarmeistar-
ar fyrir fjórum árum eftir 27-23
sigur á Stjörnunni í úrslitaleik.
Þeir léku einnig við Val árið
1998 og Hauka árið 2002 en töp-
uðu í bæði skiptin.
Þjálfari KA sagði að einn
helsti styrkleiki Framara væri
sterk vörn og góð markvarsla.
„Til að vinna þennan leik þurf-
um við að spila mjög sterka
vörn. Við höfum náð að halda
þeim dampi í vetur og að sjálf-
sögðu leggjum við upp með að
spila sterka vörn og skynsaman
sóknarleik í framhaldi af því.“
KA vann Fram 31-28 á Akur-
eyri fyrir þremur vikum. „Það
var leikur lærdómanna,“ sagði
Guðlaugur. „Þetta lá mjög vel
fyrir KA-mönnum en við töp-
uðum aðallega á okkar eigin
mistökum. Ég vil ekki meina að
KA-menn hafi verið að spila það
vel. Það vorum við sem vorum
að spila illa. Leikir milli þessara
liða hafa í gegnum árin verið
mjög spennandi og jafnir.“
„Við höfum verið mjög vax-
andi sóknarlið. Við höfum dottið
niður á köflum en við erum með
mjög frambærilega sóknar-
menn,“ sagði Guðlaugur. Héðinn
Gilsson hefur að undanförnu átt
við meiðsli að stríða en skiptir
Framara miklu máli að hann
verði leikfær á morgun. „Héð-
inn verður heill,“ segir Guðlaug-
ur. „Hann er sjálfur þannig
þenkjandi og hann mun klárlega
koma sterkur inn í þennan leik.
Hann er sterkur karakter og það
er nauðsynlegt fyrir strákana að
hafa svona reynslubolta.“
Heimir Ríkarðsson, þjálfari
Fram, lýsti eftir stuðnings-
mönnum félagsins eftir bikar-
leikinn við HK.
„Þeir létu sig vanta á leikinn
við HK en við fengum þá til
baka í leiknum við Val. Þeir
komu í Hlíðarenda og studdu
okkur vel og ég veit að Framar-
ar munu fjölmenna í Höllina og
styðja vel við bakið á okkur.
Stuðningurinn skiptir öllu máli,“
sagði Guðlaugur.
Bikarúrslitaleikur karlanna
verður ekki eini stórleikur
Framara. „Þetta verður mikil
bikarhelgi hjá Fram. Fyrir utan
meistaraflokkinn þá eru þrír
aðrir flokkar í bikarúrslitum
þessa helgi og tvö lið í grunn-
skólamótinu morguninn eftir,“
sagði Guðlaugur Arnarsson, fyr-
irliði Fram. ■
15 ÍSLENDINGAR Á DANSKA
MEISTARAMÓTINU Fimmtán ís-
lenskir keppendur taka þátt í
opna danska meistaramótinu í
frjálsum íþróttum sem fer fram í
Malmö í Svíþjóð um helgina. Þar
af eru sjö landliðsmenn frá síð-
asta ári. Á meðal keppenda verða
Vala Flosadóttir stangastökkvari,
Fríða Rún Þórðardóttir hlaupari,
og Sunna Gestsdóttir sem keppir
í hlaupi og langstökki.
LEYFISKERFI SEINKAÐ Vegna úr-
bæta sem þarf að gera á leyfis-
kerfi KSÍ hefur verið ákveðið að
seinka ferlinu varðandi þátttöku-
leyfi félaga í Landsbankadeild
karla um eina viku, eða til 16.
mars næstkomandi.
ÍSLAND MÆTIR NORÐUR-ÍRUM
U-19 ára karlalið Norður-Íra og
Íslendinga í knattspyrnu mæt-
ast í tveimur vináttulandsleikj-
um ytra dagana 26. og 28. apríl
næstkomandi. Íslenska liðið
tekur þátt í undankeppni EM í
október, en Norður-Írar halda
úrslitakeppni Evrópumótsins
fyrir þennan aldursflokk sum-
arið 2005.
JÓHANNES BJARNASON
Ef við spilum okkar hefðbundna leik þá eigum við að geta unnið þá.