Fréttablaðið - 28.02.2004, Page 8
8 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR
Vá!
„Pabbi minn er Elvis Presley
Íslands.“
Krummi í Mínus um föður sinn Björgvin „Bo“
Halldórsson, Morgunblaðið 27. febrúar
Og líka við gæsalappirnar?
„Ég er sáttur við útgefendur
mína. Nú vanda ég mig eins og
ég get og verð tilbúinn með
handritið þegar það verður til-
búið. Ég er ekkert að flýta
mér.“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, DV 27. febrúar
Siv líka
„Það er í höndum þingmanna
að ákveða hverjir verða ráð-
herrar í haust. Þeir verða nú
bara að spjara sig og afla
stuðnings meðal þingmanna.“
Kristinn H. Gunnarsson, Fréttablaðið
27. febrúar
Orðrétt
Iceland Express fagnaði eins árs afmæli í gær:
Hefur flutt 160 þúsund farþega
SAMGÖNGUR Iceland Express
hélt í gær upp á eins árs af-
mæli félagsins. Á þessu eina
ári hefur félagið flutt 160
þúsund farþega til London og
Kaupmannahafnar.
Sigurður Halldórsson,
stjórnarformaður Iceland
Express, segir horfur félags-
ins mjög góðar og að það
stefni í 72 prósenta sæta-
nýtingu. Á síðasta ári nýttust
tæp 75 prósent sæta. Í byrj-
un apríl mun farþegafjöldi
tvöfaldast með tilkomu nýrr-
ar flugvélar sem bætist í
flota félagsins.
Í tilefni afmælisins seldi
Iceland Express 2.702 sæti
til London og Kaupmanna-
hafnar á eina krónu og
stóðst tölvukerfi félagsins
álagið að mestu leyti. Félag-
ið styrkti þrenn góðgerða-
samtök, Klúbbinn Geysi,
Stígamót og Vímulausa
æsku, til utanferða og gaf
þeim samtals 52 farmiða.
Iceland Express hafnaði í
fyrsta sæti í könnun, sem
Gallup gerði fyrir Ímark,
meðal markaðsstjóra 350
íslenskra fyrirtækja um
hvaða fyrirtæki þeir teldu
hafa staðið sig vel í mark-
aðsmálum á síðasta ári. ■
Hraðamæling lögreglu
á Blönduósi vefengd
Rútubílstjóri harðneitar að hafa ekið á 108 kílómetra hraða þegar annáluð
umferðarlögga gómaði hann við Víðihlíð. Varðstjóri Blönduóslögreglu er
harður á mælingunni og bendir rútubílstjóranum á dómstólaleiðina
LÖGREGLA Fyrirtækið Hópbílar ve-
fengir að Blönduóslögregla hafi
staðið rétt að hraðamælingum þeg-
ar rúta í eigu fyrirtækisins var
stöðvuð á hraða sem lögreglan
heldur fram að hafi verið 108 kíló-
metrar á klukkustund. Bílstjóri VL-
636 var stöðvaður við Víðihlíð í
Húnavatnssýslu á sunnudaginn og
bílstjóranum tilkynnt að hann hafi
verið á ólöglegum hraða. Hann mót-
mælti strax niðurstöðu lögreglunn-
ar og skrifaði ekki undir skýrsluna.
Hraðatakmarkari er í bílnum sem
er miðaður við 97 kílómetra
hámarkshraða á
klukkustund.
Hraðamæling
lögreglu fer ekki
saman við þau
gögn sem eru til
staðar í lang-
ferðabílnum, svo
sem ökurita og
skífu sem skráir
jafnóðum þann
hraða sem rútan er á hverju sinni.
Forsvarsmenn Hópbíla hafa lát-
ið fara fram ítarlega rannsókn á
þessum búnaði sem er jafnan inn-
siglaður og því óbreytanlegur.
Skoðun þeirra er sú að lögreglan
hafi rangt fyrir sér í þessum efn-
um.
Gunnar Sigurðsson, varðstjóri
lögreglunnar á Blönduósi, segir að
hraðamælingin sé í þessu tilviki ör-
ugg og hann sjái enga ástæðu til að
fallast á mótmæli rútubílstjórans.
„Hann hefur rétt á því að fara
með mál sitt fyrir dómstóla,“ segir
Gunnar og kveðst hvergi hvika frá
mælingunni.
Hann staðfestir að skilyrði til
hraðamælinga geti verið misjöfn
og útkoma ekki áreiðanleg þegar
um er að ræða úrkomu. Það þurfi
þó að vera töluverð úrkoma til að
trufla. Í tilfelli rútubílstjórans seg-
ir Gunnar að skilyrði til hraðamæl-
inga hafi verið góð.
„Það voru fínar aðstæður,“ segir
Gunnar.
Hann segist ekki þekkja dæmi
þess að lögreglumenn hans hafi
þurft að hvika frá niðurstöðu um
hraðakstur. Enda séu þeir með góð
tæki og aðeins þurfi að ýta á einn
takka til að staðfesta hraða viðkom-
andi. Gunnar segir að flestir öku-
menn sem brjóti reglur um
hraðakstur séu teknir yfir sumar-
tímann.
„Yfir háannatímann getur þetta
farið í 50 til 60 bíla. Orðstírinn
hjálpar okkur til að forða slysum.
Stundum er þó fólk ekki vakandi
fyrir hraðablindunni,“ segir Gunn-
ar.
Hann segir að frægð Blöndu-
óslögreglunnar fyrir óvægnar
hraðamælingar hafi orðið til þess
að hraðakstur hafi minnkað.
„Á seinasta ári fækkaði tilvikum
og við verðum þess varir að ofsa-
akstur á sér sjaldnar stað í um-
dæminu,“ segir Gunnar.
rt@frettabladid.is
Síminn og
ADSL-þjónusta:
Stofngjald
afnumið
SÍMINN Síminn hefur afnumið
stofngjald í ADSL-þjónustu til
einstaklinga um allt land, en fram
að þessu hafa viðskiptavinir í
þjónustunni greitt sex þúsund
krónur fyrir gjaldið. „Niðurfell-
ing gjaldsins er liður í bættri
þjónustu við viðskiptavini fyrir-
tækisins,“ segir í tilkynningu frá
Símanum. Viðskiptavinir Símans
með sítengingu eru nú fleiri en
viðskiptavinir með innhringiþjón-
ustu, en fjöldi þeirra sem tengjast
netþjónustu einstaklinga með
ADSL-tengingum tvöfaldaðist á
síðasta ári. ■
HJÚKRUNARDEILD Samstarfsnefnd
um opinberar framkvæmdir hef-
ur veitt leyfi fyrir stækkun hús-
næðis Heilbrigðisstofnunarinnar
á Selfossi. Heilbrigðisráðuneytið
hefur leitað leiða til að flýta fram-
kvæmdinni, að minnsta kosti
þeim hluta húsnæðisins þar sem
verður hjúkrunardeild fyrir aldr-
aða. Hjúkrunardeildinni er ætlað
að taka við þeirri þjónustu sem nú
er í Ljósheimum, langlegudeild
fyrir aldraða sjúklinga. Húsnæði
og aðbúnaður sjúklinga og starfs-
fólks á Ljósheimum er algerlega
ófullnægjandi og er reksturinn á
undanþágu.
Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra segir að bygging nýrrar
hjúkrunardeildar sé forgangsmál
í heilbrigðisráðuneytinu og stefnt
sé að því að taka hjúkrunardeild-
ina í notkun í síðasta lagi á árinu
2006. Samkvæmt ákvörðun sam-
starfsnefndar um opinberar
framkvæmdir verða lagðar tæpar
800 milljónir króna í verkið og á
því að ljúka í árslok 2006. ■
www.plusferdir.is
Krít - 50 sæti í júní og júlí
39.232 kr.
N E T
á mann, m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman.
49.980 kr. ef 2 ferðast saman.
Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala, ferðir til og frá flugvelli
erlendis og flugvallarskattar.
NETplus er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is
LONDON, AP Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, hefur til-
kynnt að hann hyggist setja upp
nefnd með fulltrúa víðs vegar að
úr heiminum til að fjalla um
vanda Afríkuríkja og gera tillögur
um hvernig megi koma heimsálf-
unni til aðstoðar.
Nefndin á að líta á stöðu efna-
hags- og menntamála í álfunni, sjá
hvernig binda megi enda á átök og
hlúa að heilbrigðis- og umhverfis-
málum.
Meðal þeirra sem sitja í nefnd-
inni eru Meles Zenawi, forsætis-
ráðherra Eþíópíu, Trevor Manuel,
fjármálaráðherra Suður-Afríku,
og rokkarinn Bob Geldof. ■
Ný hjúkrunardeild fyrir aldraða á Selfossi:
Verður opnuð árið 2006
JÓN KRISTJÁNSSON
Heilbrigðisráðherra segir byggingu nýrrar
hjúkrunardeildar fyrir aldraða á Selfossi
forgangsverkefni og lofar opnun
deildarinnar árið 2006.
ICELAND EXPRESS GAF ÞREMUR
GÓÐGERÐAFÉLÖGUM FARMIÐA
Frá vinstri: Helen Breiðfjörð frá Vímulausri æsku, Guðrún
Jónsdóttir frá Stígamótum, Sigurður Halldórsson, stjórnarfor-
maður Iceland Express, og Jóhanna María Eyjólfsdóttir frá
Klúbbnum Geysi.
FB
-M
YN
D
H
AR
I
„Hann hef-
ur rétt á því
að fara með
mál sitt fyrir
dómstóla.
HRAÐAMÆLING
Lögreglan á Blönduósi er annáluð fyrir að sitja fyrir ökuföntum sem leið eiga um
umdæmi þeirra. Hér má sjá nokkra ógnvalda ökufantanna.
Vandi Afríku:
Tony Blair skipar nefnd