Fréttablaðið - 28.02.2004, Qupperneq 14
14 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR
■ Afmæli
■ Andlát
Guðný Bergsveinsdóttir, Hornbrekku,
Ólafsfirði, lést miðvikudaginn 25. febrú-
ar.
Gestur Sæmundsson, Ægisgötu 31, Ak-
ureyri, lést miðvikudaginn 25. febrúar.
Ellen Marie Steindórs lést miðvikudag-
inn 25. febrúar.
Hjörtur Bjarnason, Breiðuvík 9, Reykja-
vík, lést mánudaginn 16. febrúar. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey.
Svandís Elmundardóttir frá Dverga-
steini, Hellissandi, lést miðvikudaginn
25. febrúar.
13.30 Bjarni M. Sigmundsson, Þrasta-
rima 7, Selfossi, verður jarðsung-
inn frá Selfosskirkju.
13.30 Bergljót Björg Óskarsdóttir,
Skagaströnd, verður jarðsungin
frá Hólaneskirkju.
14.00 Anton Proppé, frá Þingeyri við
Dýrafjörð, verður jarðsunginn frá
Mýrakirkju við Dýrafjörð.
14.00 Bjarni Sæmundsson, dvalarheim-
ilinu Hjallatúni í Vík, verður jarð-
sunginn frá Víkurkirkju.
14.00 Margrét B. Guðmundsson, Vest-
urhópshólum, Álagranda 23,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Vesturhópshólakirkju.
14.00 Kristinn Gestur Kristjánsson frá
Bárðarbúð verður jarðsunginn frá
Hellnakirkju.
14.00 Ragnar Jón Jónsson, Miðtúni 14,
Tálknafirði, verður jarðsunginn frá
Tálknafjarðarkirkju.
14.00 Oddný Gísladóttir, dvalarheimil-
inu Helgafelli, Djúpavogi, verður
jarðsungin frá Djúpavogskirkju.
14.00 Jóhann Óskar Jósefsson, bóndi
og harmonikuleikari, Ormarslóni,
Þistilfirði, verður jarðsunginn frá
Raufarhafnarkirkju.
14.00 Sigurfinnur Einarsson verður
jarðsunginn frá Landakirkju, Vest-
mannaeyjum.
Hilmar Foss, skjalaþýðandi og dómtúlk-
ur, er 84 ára.
Guðrún Halldórsdóttir, Námsflokkum
Reykjavíkur, er 69 ára.
Mats Wibe Lund ljósmyndari er 67
ára.
Edda Jónsdóttir, eigandi gallerísins i8,
er 62 ára.
María Baldursdóttir söngkona er 57
ára.
Ásjónum ég hugsa um þorskinnog þig, en þú hugsar auðvitað
bara um mig.“ Þennan makalausa
kveðskap er að finna í laginu
Anna Marí eftir hinn ástsæla
ljóða- og sönglagahöfund Ása í
Bæ. Níutíu ár voru í gær liðin frá
fæðingu Ása en hann lést 1. maí
árið 1985. Í kvöld ætla Vest-
mannaeyingar að halda upp á
þessi tímamót með skemmtun í
Höllinni í Eyjum.
Gísli Helgason er einn þeirra
sem koma að skemmtuninni.
Hann kynntist Ása og verkum
hans vel eftir að hafa verið í læri
hjá Oddgeiri Kristjánssyni sem
ungur drengur.
„Ási orti skemmtilega um lífið
og tilveruna. Það sem einkenndi
hann var væntumþykja til alls
sem lifir. Það er margar perlur að
finna í ljóðskap Ása eða eins og
hann orti um sólarlagið í Eyjum
og hvernig það bar við hafflötinn:
„Drekka þar saman rennandi
rauðvín, ránardætur og himin-
ský.“
Gísli segir að á skemmtuninni
verði minningin um Ása í háveg-
um höfð, annars vegar með borð-
haldi og síðar um kvöldið með
dagskrá. Þar ætli ýmsir listamenn
að flytja ljóð og lög eftir Ása.
„Þetta verður gert í þeim anda að
halda fjöldasöng ásamt því að
spjalla um Ása. Eins og Ási orðaði
það sjálfur eiga menn að syngja
með en þeir mega vera aðeins
meira edrú en stundum á Þjóðhá-
tíð.“
Gísli stóð ásamt Árna Johnsen
og fleirum fyrir skemmtun í Nor-
ræna húsinu árið 1984 þegar Ási
varð sjötugur. Fimm árum síðar
var gefin út snælda með upptök-
um frá skemmtuninni. Í dag er
búið að endurnýja upptökuna auk
þess sem tínt hefur verið til efni
sem aldrei áður hefur heyrst og
gefið út á geisladiski. Þá fylgir
geisladisknum lítil bók með
myndum, frásögnum og textum
eftir Ása.
„Fagnaðurinn í Norræna hús-
inu kom þannig til að ég hitti Ása
í Þjóðleikhúskjallaranum á föstu-
dagskvöldi. Honum lá eitthvað
mikið niðri fyrir því hann gekk til
mín og kýldi mig góðlátlega í
magann. Þetta gerði hann ef hon-
um lá mikið á hjarta. Það eina sem
Ási sagði við mig þetta kvöld var:
„27. febrúar, afmæli, haltu upp á
það.“ Ég stóð þarna eins og illa
gerður hlutur og velti fyrir mér
hvað hann væri að fara. Svo laust
því niður í hugann, Ási yrði sjö-
tugur.“ Gísli hringdi í Árna John-
sen og saman smöluðu þeir saman
tónlistarfólki. „Við æfðum dálítið
fyrir þetta en ekki of mikið. Troð-
fyllir var á skemmtuninni og
stemningin var slík að húsið
raulaði með.“
kolbrun@frettabladid.is
JOHN TURTURRO
Þessi fjölhæfi leikari er 47 ára í dag.
28. febrúar
Olof Palme, hinn ástsæli forsætis-ráðherra Svíþjóðar, var skotinn
til bana í Stokkhólmi á þessum degi
árið 1986. Hann var fótgangandi á
leiðinni heim úr kvikmyndahúsi
ásamt Lisbet, eiginkonu sinni, þegar
maður vatt sér að þeim og skaut á
ráðherrann.
Morðið var sænsku þjóðinni mik-
ið áfall og það vakti vitaskuld óhug
um öll Norðurlönd þar sem það hafði
ekki tíðkast að ráða þjóðarleiðtogum
bana.
Rannsókn morðmálsins varð síð-
an eitt allsherjarklúður og enn hefur
ekki fengist botn í það hver banaði
Palme í raun og veru þannig að mál-
ið hvílir enn þungt á Svíum.
Öryggi sænskra ráðamanna var
hert til muna eftir morðið á Palme en
martröðin endurtók sig í fyrra þegar
brjálæðingur stakk utanríkisráð-
herra landsins, Önnu Lindh, til bana
í verslunarmiðstöð. ■
■ Þetta gerðist
1854 Andstæðingar þrælahalds í
Bandaríkjunum koma saman
og leggja drög að stofnun
stjórnmálaflokks sem síðar
varð Repúblikanaflokkurinn.
1849 Fyrstu gullgrafararnir koma til
San Francisco með skipinu
California.
1974 Bandaríkjamenn og Egyptar
endurnýja stjórnmálasamband
sem legið hafði niðri frá 1967.
1975 Rúmlega 40 manns farast í
neðanjarðarlestarslysi í
London.
1995 Bandarískir landgönguliðar
koma til Sómalíu til að tryggja
öryggi friðargæsluliða Samein-
uðu þjóðanna sem voru að yf-
irgefa landið.
2001 6,8 Richter-stiga jarðskjálfti
skekur Washington-ríki og
hefur í för með sér milljarða-
tjón en lítil slys á fólki.
Palme myrtur
OLOF PALME
■ Sænski forsætisráðherrann var skotinn
til bana á leið heim úr kvikmyndahúsi.
28. febrúar
1986
Og húsið raulaði með
Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, sonar, föður, bróður og afa
STEINGRÍMS JÓNS ELÍASAR
GUÐMUNDSSONAR.
Guð blessi ykkur öll
Wan Phen Malai, Anna S. Steingrímsdóttir, Íris Anna Steingrímsdóttir,
barnabörn, systkini og fjölskyldur þeirra.
■ Jarðarfarir
OLOF PALME
Sótti Ísland heim og hér er hann á Bessa-
stöðum ásamt Lisbet, eiginkonu sinni, og
Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseta.
Afmæli
ÁSI Í BÆ
■ Níutíu ár eru liðin frá fæðingu Ása í
Bæ. Skemmtun honum til heiðurs verður
haldin í Eyjum í kvöld.
ÁSI Í BÆ
Áður en Ási lést var hann byrjaður að lesa inn á snældur sjálfsævisögu sína Skáldað í skörðin fyrir Blindrabókasafn Íslands. Honum auðn-
aðist ekki að ljúka lestrinum. Gísli Helgason segir glefsur úr upplestrinum notaðar til að tengja saman efni á geisladiski sem gefinn hefur
verið út í tilefni af því að 90 ár eru liðin frá fæðingu ljóða- og söngvaskáldsins.
M
YN
D
Á
R
N
I J
O
H
N
SE
N
Bestu blaða-
ljósmyndirnar
Í kvöld er komið að þeim árlegaviðburði þegar Blaðaljósmynd-
arafélag Íslands veitir verðlaun
fyrir mynd ársins 2003. Að auki
verða veitt verðlaun í níu öðrum
flokkum, þar á meðal fréttamynd
ársins, portrettmynd ársins og
myndröð ársins.
Um leið verður opnuð sýning
á verðlaunamyndunum ásamt
hátt í tvö hundruð öðrum ljós-
myndum íslenskra blaðaljós-
myndara frá síðasta ári, sem sér-
stök dómnefnd valdi úr 915 inn-
sendum myndum.
Þrjátíu ljósmyndarar sendu
inn myndir þetta árið, þar á meðal
eiga allir ljósmyndarar Frétta-
blaðsins myndir á sýningunni.
Jafnframt verður opnuð á
neðri hæð Gerðarsafns sýning á
ljósmyndum eftir Magnús Ólafs-
son, sem var einn af frumherjum
íslenskrar ljósmyndunar. Myndir
Magnúsar eru í eigu Ljósmynda-
safns Reykjavíkur. ■
Ljósmyndir
BLAÐALJÓSMYNDARAFÉLAG
ÍSLANDS
■ opnar árlega ljósmyndasýningu sína í
Gerðarsafni í kvöld. Jafnframt verða veitt
verðlaun fyrir bestu ljósmyndir ársins í tíu
flokkum, þar á meðal Mynd ársins 2003.
UMTÖLUÐ FRÉTTAMYND
Ljósmynd Pjeturs Sigurðssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins, er ein þeirra sem valin var á
hina árlegu sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R