Fréttablaðið - 28.02.2004, Síða 20
20 28. febrúar 2004 LAUGARDAGUR
ÚLFAR EYSTEINSSON
Er afkomandi Eysteins vendilkráku sem var
konungur í Svíþjóð.
Afkomandi
Eysteins
vendilkráku
Ég held að nafnið hafi bara ver-ið úti í loftið hjá foreldrum
mínum,“ segir Úlfar Eysteinsson,
kokkur og eigandi veitingahúss-
ins Þrír Frakkar, um nafn sitt.
„Nafnið kemur hvergi fyrir í
ættinni og það voru ekki margir
sem báru þetta nafn í þjóðskrá
þegar ég kem,“ segir Úlfar, sem
hefur meðal annars grafist fyrir
um nafnið í gömlum skagfirskum
ættartölum. Þar komst hann hins
vegar að því að hann er afkom-
andi Eysteins vendilkráku sem
var konungur í Svíþjóð.
Þegar Úlfar var yngri átti hann
einn eldri nafna í Hafnarfirði og
svo vissi hann af tveimur sem
bjuggu í Reykjavík. Eitthvað hef-
ur nöfnum hans þó fjölgað því nú
eru 177 sem bera það sem fyrsta
eiginnafn og 33 sem annað. Nafn-
ið Úlfar er myndað af forliðnum
„Úlfur“ og viðskeytinu „ar“ sem
merkir hermaður.
Úlfar er stundum kallaður Úlli
og er sáttur við bæði nöfnin. „Ég
skil alveg að fólk kalli mig stund-
um Úlla. Það er alltaf verið að
stytta nöfn,“ segir meistarakokk-
urinn sem var þó ekki strítt á
nafninu. „Mér var aldrei strítt á
þessu nafni enda afar erfitt. Það
er varla hægt að búa til neinar
ambögur á því. En það voru líka
menn með mér í skóla sem báru
hressandi nöfn. Einn hét til að
mynda Ljótur og ég get ímyndað
mér að það hafi verið erfitt fyrir
hann að bera það framan af. En
það vissu allir í Hafnarfirði hver
ég var enda nafnið fátítt,“ segir
Úlfar Eysteinsson. ■
Istanbul er næsta stopp
Istanbul verður næsta stopp hjámér, en þangað fer ég í maí. Og
það vill svo skemmtilega til að þang-
að hefur mig alltaf langað til að
koma,“ segir vinsælasti sjónvarps-
þáttamaður þjóðarinnar, Gísli Mart-
einn Baldursson. „Ég held að allir
sem hafa snefil af sagnfræðiáhuga
hljóti að vilja koma að þessu hliði
Asíu, og hafa fyrir augunum sögu
heimsins síðustu 2000 ára. Ég fer
reyndar þangað í vinnuferð, því eins
og kunnugt er verður Eurovision-
keppnin haldin í Istanbúl í maí og
hana mun ég kynna fyrir Íslendinga,
en vonandi gefst tími til að skoða
borgina vel. Ég er ákveðinn í að
njóta alls þess besta sem borgin hef-
ur upp á að bjóða. Fara í tyrkneskt
bað, borða mikið af allskonar
kebabi (ekki bara Döners, sem all-
ir þekkja á Vesturlöndum en er
bara ein af fjölda tegunda kebabs),
ganga um miðbæjarmarkaðinn sem
ilmar víst af þúsund kryddtegund-
um, drekka aníslíkjörinn
þeirra sem heitir raki og
njóta tyrkjadrykksins
kaffis, sem mér skilst
að sé borið fram
sterkara þarna en
nokkurs staðar ann-
ars staðar í heimin-
um.
Ég ætla líka að
fara í siglingu og
sigla á milli Asíu og
Evrópu, en borgin er
sú eina sem stendur í
tveimur heimsálfum. Og
það er dálítið fyndið að
vestræni hluti borgarinnar, sá sem
er hvað líkastur því sem við þekkum
í Evrópu, er einmitt Asíumegin í
borginni. Evrópumegin er hinsvegar
gamla Istanbul með öllum moskum
sínum og menjum. Eða það
skilst mér að minnsta kosti.
Ég hef líka heyrt að íbú-
ar Istanbúl séu mjög vin-
gjarnlegir og gestrisnir, og
fleiri þjóðir mættu taka upp
kveðju þeirra sem er á tyrk-
nesku „güle güle“, sem þýðir
farðu brosandi! Ég hef
fulla trú á því að
ég komi brosandi
frá þessu næsta
stoppi mínu.“ ■
Jennifer Aniston þarf ekki að örvænta þó að vinirnir í Friends farir brátt hver í sína áttina.
Hún virðist hafa komið ár sinni nokkuð þokkalega fyrir borð.
Skærasta stjarnan
í Ameríku
Frægðarsól Jennifer Annistonvirðist hafa náð nýjum hæðum
undanfarið. Þessi leikkona í þátta-
röðinni Friends vann sér inn litlar
35 milljón Bandaríkjadali á síð-
asta ári, eða rétt tæpan tvo og
hálfan milljarð króna, og nú ný-
verið var hún valin „skærasta
stjarnan“ í afþreyingariðnaðinum
í Bandaríkjunum af tímaritinu
Forbes, en tímaritið byggði þá
niðurstöðu sína á innkomu hennar
og því hversu sjáanleg hún var í
fjölmiðlum á liðnu ári. Og það er
fleira sem Anniston hefur til
brunns að bera. Framleiðslufyrir-
tæki hennar, Plan B, er með
sautján kvikmyndir í burðarliðn-
um og svo má
reyndar geta
þess að auki, að
eiginmaðurinn
er Brad Pitt.
Það virðist
því óhætt að
fullyrða að Anniston hafi notað
árin í Friends – sem urðu nokkuð
mörg, en þáttaröðin hóf göngu
sína fyrir tíu árum – ákaflega vel
til þess að koma ár sinni fyrir
borð. Mikið er spáð og spekulerað
þessa dagana um það hver verða
örlög leikaranna í þessum vinsæla
gamanþætti, nú þegar síðasta
þáttaröðin er um það bil að renna
sitt skeið á enda. Eitt er víst:
Aniston, öðru nafni Rachel Green,
er í góðum málum.
Snemma á svið
Aniston fæddist í Sherman Oaks
í Kaliforníu árið 1969 og er dóttir
sápuóperuleikarans John Aniston
og Nancy Aniston. Guðfaðir hennar
var enginn annar en Telly heitinn
Savalas, öðru nafni Kojak. Aniston
steig fyrst á svið þegar hún var 11
ára, en síðar fór hún leiklistarnám
í New York og hóf atvinnuferil sinn
í leikhúsum þar í borg. Hún sást
fyrst í sjónvarpsþáttum árum 1989,
þegar hún tók að sér hlutverk í
þáttunum Molloy. Einnig lék hún í
sjónvarpsþáttum sem byggðir voru
á kvikmyndinni Ferris Bueller day
off svo eitthvað sé nefnt, en hlut-
irnir fóru þó ekki að rúlla fyrr en
henni var boðið að taka að sér hlut-
verk í litlum þætti sem hét þá „Fri-
ends Like These.“ Það var vita-
skuld Friends, og þótti Aniston
koma til greina í hlutverk Monicu.
Hún hafnaði því og vildi fremur
leika hina sterkefnuðu úthverfa-
prinsessu Rachel Green, sem hún
hefur síðar gert með þekktum ár-
angri.
Með bein í nefinu
„Mér finnst eins og ég hafi
aldrei átt neitt val,“ sagði Aniston í
viðtali við berska blaðið The
Observer nýverið. „Ég hef aldrei
haft það mikla trú á sjálfri mér að
ég teldi að ég gæti gert nokkuð
annað en að þykjast, leika og
skemmta. Mér finnst gaman að
gleðja fólk. Það hentar mér mjög
vel að vera gleðigjafi, að fá að
vinna við það að skapa fólki tæki-
færi til þess að flýja raunveruleik-
ann í einn til tvo tíma og skemmta
sér.“
Þannig lýsir leikkonan sjálfri
sér, en þó er ekki víst að hún hafi
endilega hitt naglann á höfuðið.
Innkoma hennar og fyrirtækja-
rekstursins, sem hún stundar með
eiginmanni sínum, bendir til þess
að hún hafi eftir allt mun meiri trú
á sér en hún vill vera láta. Blaða-
maður Observer nefnir dæmi í við-
talinu sem sýnir að Aniston hefur
bein í nefinu. Eftir viðtalið fór leik-
konan nefnilega og gekk frá samn-
ingum við framtakssaman einstak-
ling í London sem hafði selt af
henni myndir, þar sem hún var í
sólbaði án brjóstahaldara. Þessi
einstaklingur mátti greiða Aniston
litlar 40 milljónir króna í skaða-
bætur. Þess má geta að áður höfðu
blöðin tvö sem birtu myndirnar
greitt henni skaðabætur líka. Það
borgar sig greinilega ekki að abb-
ast upp á Anniston um þessar
mundir.
gs@frettabladid.is
■ Næsta stopp
■ Nafnið mitt
ISTANBUL
Sú fagra borg verður næsta stopp hjá Gísla
Marteini Baldurssyni en þangað hefur
hann alltaf langað til að koma.
GÍSLI MART-
EINN BALD-
URSSON
Hann kynnir
Eurovision-keppn-
ina sem haldin verð-
ur í Istanbul í maí og seg-
ist vera viss um að koma
brosandi þaðan.
„Mér finnst
gaman að
gleðja fólk.
JENNIFER ANISTON
Stjarna hennar rís hátt um þessar mundir. Hér kemur hún skartklædd til frumsýningar á
Along Came Polly í London á dögunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I