Fréttablaðið - 28.02.2004, Síða 27

Fréttablaðið - 28.02.2004, Síða 27
LAUGARDAGUR 28. febrúar 2004 - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 8.000 kr. Bókaðu fyrir 15. mars ogtryggðu þér 8.000 kr. afsláttí valdar brottfarir. afsláttur ef þú bókar strax. Gullna ströndin – fegursta strönd Ítalíu er 8 km löng sandströnd við norðanvert Adríahafið, miðja vegu á milli Feneyja og Trieste á Ítalíu. Nafnið Lignano klingir örugglega bjöllum hjá mörgum og kallar fram ljúfar minningar hjá þeim sem dvöldu á þessum frábæra stað á árum áður. Frá kr. 58.990 Miðað við 2 í stúdíó á Olimpo 1. júlí - 5 daga ferð með 8.000 kr. afslætti Frá kr. 45.045 Miðað við hjón með 2 börn, 2-11 ára á Olimpo 1. júlí - 5 daga ferð, með 8.000 kr. afslætti Beint leig uflug í sumar Ítalía Lignano Sabbiadoro SKÁLDSAGA UM HENRY JAMES The Master eftir Colm Tóibín,skáldsaga um Henry James, fær sérlega góða dóma í The Guardian. Gagnrýnandinn, Adam Mars-Jones, viðurkennir að hafa ekki verið ýkja hrifinn af fyrri bókum Tóibíns, segist meira að segja að hafa haft vægt ofnæmi fyrir einhverjum þeirra, en er afar hrifinn af þessari nýju bók, sem hann segir hafa dýpt og áferð meistaralegrar höggmynd- ar. Skáldsagan hefst árið 1895 þegar leikrit Henry James, Guy Domville, kolfellur á sviði í London. Þetta verður James mikið áfall og hann sökkvir sér ofan í ritstörf og skrifar eitt þekktasta verk sitt, The Turn of the Screw, meðan minningar úr fortíð hans leita á hann. Í skáld- sögunni er James fylgt í fimm ár en á þeim árum verður hann meistari skáldsögunnar. Gagn- rýnandinn segir að Tóibín takist einna síst upp þegar hann lýsi því hvernig James fái hugmynd- ir að skáldverkum sínum en skáldsagan sé engu að síður sig- ur fyrir höfundinn. Bókin er væntanleg í bókaverslanir hér á landi í kringum 19. mars. Colm Tóibín er írskur, fædd- ur árið 1955. Skáldsaga hans The Blackwater Lightship var til- nefnd til Booker-verðlaunanna árið 1999. ■ Andri Snær Magnason ermjög víða á ferð um þessar mundir. Leikritið Blái hnöttur- inn er að fara á svið í Toronto og verður leiklesið í London, rétt- urinn að bókinni Blái hnötturinn hefur verið seldur til Kóreu og LoveStar kemur út í kilju á Ís- landi. Í tilkynningu kanadíska leik- hússins Lorraine Kimsa Theatre for Young People í Toronto fyrir leikárið 2004-05 er ekkert verið að skafa af því. Þar segir að leikritið „Blue Planet“ eftir Andra Snæ Magnason sé eitt „ótrúlegasta, ævintýralegasta og inntaksríkasta leikrit sem hafi fyrr og síðar verið skrifað fyrir börn“. Listrænn stjórnandi leikhússins, Allen McInnis, seg- ir að með sýningu þess og stóru verkefni um umhverfismál í samstarfi við skóla og sveitar- félög sem tengist leikritinu sé verið að opna algerlega nýja vídd í starfsemi þessa stærsta leikhúss sinnar tegundar í Kanada. Frumsýnt verður í jan- úar 2005 og Andri fer utan nú í vor til að vinna að undirbúningi sýningarinnar. Leiklestur í London Á sama tíma og Andri Snær fer til Kanada verður Blái hnötturinn einnig leiklesinn af Company of Angels í Arcola-leikhúsinu í London. Tíu evrópsk leikverk voru valin til að vera leiklesin af þessum hópi, þar af eru tvö ís- lensk og er Blái hnötturinn annað þeirra. Lesturinn fer fram dagana 27. apríl til 8. maí. Bókin um bláa hnöttinn, sagan um krakkana sem gefa eilítið brot af æskunni til að fá eilífa sól en komast svo að því að hinum meg- in á hnettinum eru aðrir krakkar í eilífu regni, hefur nú ferðast út um allan heim og hefur útgáfu- rétturinn verið seldur til tíu landa: Frakklands, Spánar, Ítalíu, Danmerkur, Svíþjóðar, Færeyja, Grænlands, Eistlands, Júgóslavíu og Taílands. Nú bætist ellefta landið í þennan hóp því gengið hefur verið frá samningum við forlagið Seoul Cultural Publishers í Suður-Kóreu um útgáfu á bók- inni. Sagan af bláa hnettinum kom út hjá Máli og menningu árið 1999 og fyrir hana hlaut Andri Snær Ís- lensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta, auk fjölda annarra verðlauna. LoveStar í kilju LoveStar, nýjasta skáldaga Andra Snæs, sem var ein best selda skáldsagan jólin 2002, er nú komin í kilju. Athygli vakti á dög- unum þegar fréttir bárust af því að fyrirtæki í Taívan tæki að sér að flytja ösku látins fólks út í geim með eldflaugum. Hugmynd- in er grunsamlega áþekk þeirri meginhugmynd í LoveStar að senda lík út í geim og gera úr því bissness. Reyndar eru hugmyndir Andra Snæs um þennan iðnað miklu stórbrotnari en þeirra Taí- vaninga því samkvæmt LoveStar byggir fyrirtækið LoveDeath á því að skjóta dánu fólki út í geim og láta það síðan brenna upp í loft- hjúpnum. Þá geta syrgjendur huggað sig við að hinir látnu enda sem stjörnuhrap. ■ Andri Snær í öllum heimshornum Öxin og jörðin er með þeimbetri sem ég hef lesið undan- farið. Frábær bók sem vekur áhuga á efninu. Ég er ekki nægi- lega vel að mér í sögunni til að vita hvað var skáldað og hvað ekki, þannig að nú er á dag- skránni að kynna sér sögu Jóns Arasonar og sona hans í sögubók- um,“ segir Róbert Marshall, fréttamaður og formaður Blaða- mannafélagsins. „Life of Pi eftir Yann Martel fannst mér frábær. Vel skrifuð saga með einstaklega eftirminnilegum aðalpersónum. Meðal bóka sem hafa gripið mig undanfarið er Áform eftir Michel Houellebecq, Nánd eftir Hanif Kureishi og Enduring Love eftir Ian McEwan. Sú síðast- nefnda skartar einni æsilegustu og eftirminnilegustu upphafssenu sem ég man eftir en afgangurinn af bókinni stóð kannski ekki alveg undir þessum fyrstu fyrirheitum. Family Matters eftir Rohinton Mistry var lengi vel á nátt- borðinu hjá mér en ég flosnaði einhvern veginn upp úr henni. Hún verður kláruð seinna. Ég á það nefnilega til að vera með nokkrar í gangi í einu. Stupid White Men var skemmtileg þangað til mér fór að leiðast röflið í Michael Moore. Vilborg Davíðs kenndi mér ágæta reglu, þegar við unnum saman, sem ég hef notað síðan; ef bók er ekki búin að ná tökum á þér á fyrstu fimmtíu síð- unum þá gerir hún það ekki og jafn- gott að hætta að eyða tíma í hana. Þessa dag- ana er ég að lesa um H a r r y Potter og Fönixregl- una og hún rígheld- ur.“ ■ Harry Potter rígheldur ANDRI SNÆR MAGNASON Leikritið Blái hnötturinn er að fara á svið í Toronto og verður leiklesið í London, rétturinn að bókinni Blái hnötturinn hefur verið seldur til Kóreu og LoveStar kemur út í kilju á Íslandi. Í tilkynningu kanadíska leikhússins segir að leikritið „Blue Planet“ eftir Andra Snæ Magnason sé eitt „ótrúleg- asta, ævintýralegasta og inntaksríkasta leikrit sem hafi fyrr og síðar verið skrif- að fyrir börn. ,, ■ Sagt og skrifað RÓBERT MARSHALL „Öxin og jörðin er með þeim betri sem ég hef lesið undanfarið. Frábær bók sem vekur áhuga á efninu. Ég er ekki nægilega vel að mér sögunni til að vita hvað var skáldað og hvað ekki, þannig að nú er á dagskránni að kynna sér sögu Jóns Arasonar og sona hans í sögubókum.“ Vilborg Davíðs kenndi mér ágæta reglu, þegar við unnum saman, sem ég hef notað síðan; ef bók er ekki búin að ná tökum á þér á fyrstu fimmtíu síðunum þá gerir hún það ekki og jafngott að hætta að eyða tíma í hana. ,, Finni fær Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs Finnski rithöfundurinn KariHotakainen hlýtur Bók- menntaverðlaun Norðulandaráðs í ár fyrir skáldsöguna Skotgraf- arveg en bókin fékk finnsku bók- menntaverðlaunin á síðasta ári. Verðlaunin nema um fjórum milljónum íslenskra króna. Ljóðabókin Hvar sem ég verð, eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, og skáldsagan, Ýmislegt um risafurur og tímann, eftir Jón Kalmann Stefánsson, voru til- nefndar til verðlaunanna af Ís- lands hálfu. ■ 27

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.