Fréttablaðið - 28.02.2004, Page 28

Fréttablaðið - 28.02.2004, Page 28
bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Á bílasölunni: Að hverju ertu að leita? Ég er að leita að bíl sem kostarsvona 400 – 500 þúsund. Hann ætti helst ekki að vera ekinn meira en 100 þúsund km, með samlæsingu og svona. Ég átti Polo en lenti í árekstri og þarf að kaupa mér nýjan bíl.“ ■ Netsalan ehf. Knarravogur 4, - 104 Reykjavík - Sími 517 0220 Netfang: netsalan@itn.is 1 Dodge Ram 04 Diesel 4x4 m/leðri 1 Overland 04 nýr á lager á Íslandi 1 Doge Ram 2500 Quad Cab 03 notaður 2 nýir Overland 03 Einn Cherokee Limited 03 nýr Eigum til á lager í Canada Einstakt tækifæri OPIÐ Í DAG LAUGARDAG FRÁ KL. 11.00 - 16.00 Verð 4.600.000 Verð 4.990.000 Sláttuvélamarkaðurinn SÍMI 517-2010 OG 897-3613 Notaðir Golf bílar á góðu verði Vinnuvélanámskeið Kvöldnámskeið. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður KIA-umboðið kynnir Carnival EX Diesel: Einstaklega hljóðlát vél KIA-umboðið kynnir nú nýjan ogbreyttan KIA Carnival EX Crdi sjálfskiptan sjö manna dísilbíl og einnig Carnival EX V-6 sjálfskiptan sjö manna bensínbíl. Helstu breyt- ingar eru að nú er hægt að fá bílinn með nýrri og stærri dísilvél með raf- eindastýrðri innsprautun „common rail direct injection“ og skilar hún 145 hestöflum með 330 nm togkrafti. Vélin er einstaklega hljóðlát og skil- ar bílnum vel áfram með snerpu og skemmtilegheitum í akstri. Breyttar innréttingar eru einnig í bílnum en helstu breytingar eru nýtt glæsilegt mælaborð með ályfir- bragði í bland við viðarklæðningu og einnig er nú hægt að taka hvert og eitt sæti úr bílnum með lítilli fyr- irhöfn ef stækka þarf farangurs- rými. Af staðalbúnaði má nefna tví- virka sóllúgu, tvöfalt hitakerfi með aukamiðstöð aftur í, útvarp, segul- band og geislaspilara með stýris- stillingu. Hiti er í framstólum, fram- rúðu, útispeglum og afturrúðu. Af öðrum fylgibúnaði má nefna álfelg- ur, þokuljós og toppgrindarboga með þverfestingum. Bíllinn er búinn öflugu rafkerfi og eru í honum rafknúnar hliðarrúð- ur að framan, fliparúður að aftan, bílstjórasæti, útispeglar, loftnet og sóllúgu, sem allt er rafknúið. Bíllinn er með ABS-bremsur, þriggja punkta öryggisbelti fyrir sex og miðjubelti fyrir einn, tvo loft- púða og barnalæsingar í rennihurð- um. Bíllinn er til sýnis í KIA-um- boðinu að Flatahrauni 31 í Hafn- arfirði og er einnig boðið upp á reynsluakstur. Opið er í dag klukkan 12–16. ■ Slitinn og slappur blöndungur Sæll Jón Heiðar Þannig er mál með vexti að ég á Corollu árgerð ‘87 og þegar ég fór með hana síðast í skoðun þá fékk ég athugasemd við koltvísýr- ingsinnihald í útblæstrinum. Ég var að velta því fyrir mér hvort þú lumaðir ekki á einhverjum góðum ráðum til að vinna bug á þessu vandamáli. Með bestu kveðju, Arnar Freyr Björnsson Blessaður Arnar Hátt koltvísýringsinnihald er algengt vandamál í gömlum bílum með blöndung. Ástæðan er oftast sú að blöndungurinn er orðinn tærður og slitinn. Þegar um mjög gamla bíla er að ræða kostar nýr blönd- ungur oftast meira en bíllinn sjálf- ur. Stundum er hægt að fá þolanlega blöndunga á partasölum en oftast eru þeir ekkert betri en sá sem var fyrir. Þannig að ef bílinn er gamall og það er einungis hátt koltvísýr- ingsinnihald í útblæstrinum sem er vandamálið, þá er betra að notast við þann sem maður hefur. Aftan á blöndungnum er skrúfa sem stjórnar loftflæðinu inn á vél- ina. Með því að nota skrúfuna er hægt að auka súrefnismagnið í blöndunni (loft- og bensínblönd- unni) og lækka þannig koltvísýr- ingsinnihaldið í útblæstrinum. Það er líka reynandi að skipta um allar loftslöngur utan á blöndungnum, en gúmmíið í loftslöngunum skorpnar með tíman- um sem veldur leka og ruglingi í blöndungnum. Ég mæli samt með því við þig að koma við á einhverju þjónustuverkstæði Toyota og fá þá til að skoða þetta með þér. Því það þarf að sjálfsögðu koltvísýrings- mæli til að finna út úr þessu og fæstir eiga svoleiðis græjur heima í skúr. Vantar þig góð ráð? Sendu Jóni Heiðari póst á bilar@frettabladid.is David Beckham: Borgaði milljón á strokkinn Knattspyrnustjarnan oghjartaknúsarinn David Beck- ham, leikmaður spænska stjörnu- liðsins Real Madrid, bætti nýlega nýjum eðalvagni í safnið sitt þeg- ar hann keypti sér splunkunýjan gulllitaðan 12 strokka BMW 760. Bíllinn er engin smákerra, nær allt að 260 km á klukkustund og er aðeins 5,3 sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu. Hann kostaði líka sitt og þurfti Beckham að strauja um 12 milljónir króna út af gullkortinu sínu, en auðvitað með leyfi eiginkonunnar Viktoríu. Fyrir á kappinn bæði Porsche 911 Targa og sprengjuheldan Range Rover en sagan segir að hann muni frekar ætla Viktoríu að nota BMW-inn þegar hún og strák- arnir heimsækja hann til Madrid- ar. Eins og Range Roverinn er BMW-inn brynvarinn allan hring- inn, en Beckham hefur fulla ástæðu til að fara að öllu með gát eftir fjölda líflátshótana auk þess sem upp komst um ráðabrugg glæpagengis á síðasta ári um að ræna Viktoríu. ■ Góð ráð JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON ■ segir algengt að gamlir bílar mengi. KIA CARNIVAL Vélin er einstaklega hljóðlát og skilar bílnum vel áfram með snerpu og skemmtilegheitum í akstri. GLÆSILEGT MÆLABORÐ Ályfirbragð í bland við viðarklæðningu. BECKHAMHJÓNIN Beckham hefur fulla ástæðu til að fara að öllu með gát eftir fjölda líflátshótana enda nýi BMW-inn brynvarinn allan hringinn. GUNNAR GÍSLASON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.