Fréttablaðið - 28.02.2004, Síða 48

Fréttablaðið - 28.02.2004, Síða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 23 30 9 01 .2 00 4 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 Nammi naggar! Sex kjúklinganaggar, franskar og safi 290,- Veitingastaður IKEA býður upp á gómsæta rétti fyrir alla fjölskylduna! Úrval sænskra rétta og fjöldi annarra kræsinga á lágu verði. Fullkomnaðu innkaupaferðina með heimsókn á veitingastað IKEA. Bakþankar REYNIS TRAUSTASONAR Húsvanur Ég hef tamið mér að láta lítið fyrirmér fara á heimili. Ástæðan er af tvennum toga; annars vegar vil ég ekki efna til illinda með því að seil- ast til valda innan fjölskyldunnar en hins vegar losna ég undan óþægind- um sem eru samfara því að skipta litum á veggjum heimilisins eða standa í stappi um kartöflur eða önn- ur matvæli. Ég reyni því að vera í senn kyrrlátur og lítt áberandi heim- ilisfaðir. SJÓMANNSKONUR eru flestu öðru fólki í samfélaginu merkilegri. Þær eru drottningar á sínum heimil- um og bera næstum því einar ábyrgð á börnum og búi á meðan karlar þeirra stíga ölduna, fjarri heimahögum, ábyrgðarlausir á öllu því sem snertir fastalandið. Sjó- mannskonan ber byrðar sem land- fólk axlar oft tvennt í senn. Hún þarf jöfnum höndum að skipuleggja fjármál heimilisins, skipta á bleium og taka ákvarðanir frá degi til dags sem snúa að velferð fjölskyldunnar. Um áratugaskeið var ég ábyrgðar- laus á hafi úti og þáði að launum sjómannaafslátt auk sjálfsagðra launa. Ég var hetja hafsins og var gjarnan hampað hálffullum á sjó- mannadaginn og stundum í kringum kosningar. Konan naut ekki opin- berrar viðurkenningar að öðru leyti en að saumaklúbburinn hennar öf- undaði hana af því að sitja ekki uppi með karl á hverri nóttu. SJÓMENN sem snúa baki við Ægi konungi og fá sér vinnu í landi gera stundum þau mistök að gera tilkall til valda í samræmi við stöðu sína sem húsbændur á heimili. Þetta eru mistök sem gjarnan leiða til þess að hjónabönd bresta. Þegar ég hætti að vera hetja og settist upp á konu mína og börn með daglegri viðkomu áttaði ég mig fljótt á því að valda- barátta skilaði engu og gat auð- veldalega orðið að stríði sem enginn gæti unnið. Um tíma hugleiddi ég að sækja á um völd en tilfinninga- greind mín sagði mér að halda kyrru fyrir. Ég gerðist húsvanur og gætti þess eins að skór mínir, jakki og hattur væru á réttum stað. Þá passa ég mig á því að kreista ekki tannkremstúpuna um miðjuna og veit hvert á að setja óhreina tauið. Stundum elda ég jafnvel mat en þá með fullu samþykki viðkomandi. MÁLNING er eitthvað sem ég þoli ekki því hún festist við mann. Í gamla daga sá konan alltaf um slíkt en ég kom í land og dáðist að nýmál- uðum veggjum og fjölskyldan dáðist að hetju sinni sem kom eins og þjóf- ur að nóttu og hvarf jafnskjótt og hann birtist. Í seinni tíð hefur sami háttur verið hafður á. Konan málar og ég dáist að litavalinu. Eina sem hefur breyst er að ég kem ekki leng- ur heim sem hetja að afloknu hverju dagsverki. Ég er hljóðlátur sigurveg- ari og bý með sjómannskonu án þess að fara lengur á sjó. Kannski ég ætti að lyfta pensli og athuga hvað gerist. En það gæti kostað stríð. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.