Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 2
2 2. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Við settum okkar það grund- vallarviðmið þegar fyrirtækið var stofnað að koma ekki að vinnu þar sem kjaradeilur eru uppi.“ Ásta Möller, alþingismaður og fyrrum formaður Félags hjúkrunarfræðinga, er einn eigenda Lið- sinnis. Fyrirtækið ákvað að ganga ekki til samninga um að taka við hlutverki þeirra hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun sem sagt hafa upp störfum. Spurningdagsins Ásta, er stéttarvitundin svona sterk hjá þér? VIÐSKIPTI Pharmaco var sett á at- hugunarlista Kauphallar Íslands í gær. Þetta var samhljóma niður- staða stjórnenda Kauphallarinnar og stjórnenda Pharmaco á fundi fyrir opnun markaðar í gær. Gengi hlutabréfa Pharmaco tók kipp á föstudag, án þess að nokkr- ar nýjar upplýsingar lægju fyrir sem stutt gætu slíka hækkun. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir erfitt að skýra þessa skyndilegu hækkun með öðrum hætti en að ójafnvægi væri í upplýsingum úti á markaði, með öðrum orðum að einhverjir byggju yfir upplýsingum sem aðrir á markaðnum hefðu ekki vitund um. „Við tókum því ákvörðun um að setja félagið á at- hugunarlista með þeirri ábend- ingu að ójafnvægi gæti ríkt í upp- lýsingum um félagið.“ Pharmaco sendi á föstudag frá sér tilkynningu um það að við- ræður væru á frumstigi um kaup á fyrirtæki. Halldór Kristmanns- son, forstöðumaður upplýsinga- mála hjá Pharmaco, segir að und- ir venjulegum kringumstæðum hefði slíkt ekki verið tilkynnnt. Það væri yfirlýst stefna Pharmaco að stækka með kaup- um á félögum. „Við töldum rétt í ljósi viðskiptanna á föstudag að hafa samráð við Kauphöllina og vorum samstíga þeim í þeirri ákvörðun að stöðva viðskiptin.“ Hann segir fyrirtækið sátt við niðurstöðuna í gær. Viðskipta- hagsmunir leyfi ekki á þessu stigi að nánari upplýsingar séu gefnar um stöðu mála. Þórður segir að skilningur sé á því að viðskiptahagsmunir leyfi ekki frekari upplýsingagjöf á þessu stigi. „Það liggur fyrir að viðræður eru í gangi og þær eru á frumstigi. Það liggur hins veg- ar ekki fyrir um hvaða fyrirtæki er að ræða né hversu stórt það er.“ Hann segir að því hafi verið ákveðið að setja Pharmco á at- hugunarlista þar til línur skýrast. Ekkert liggi fyrir um hvort eða hvernig upplýsingar bárust inn á markaðinn og ekki þurfi að vera við fyrirtækið að sakast. Skoðun á viðskiptum föstudagsins er á hendi Fjármálaeftirlitsins. Pharmaco undirbýr nú skrán- ingu á erlendan markað. Halldór segir það mat forsvarsmanna fyrirtækisins að viðskiptin á föstudag og niðurstaða Kauphall- arinnar hafi ekki áhrif á það ferli. haflidi@frettabladid.is HAÍTÍ, AP Uppreisnarmenn á Haítí mættu engri mótspyrnu þegar þeir óku inn í höfuðborgina Port-au- Prince í gær. Þúsundir borgarbúa flykktust út á götur og torg til að fagna þeim. Jean-Bertrand Aristide forseti sagði af sér á sunnudag og flýði land með aðstoð Bandaríkja- manna. Aristide, sem dvelur nú í Mið-Afríkulýðveldinu, segir að uppreisnarmennirnir hafi höggvið tré friðarins en það eigi eftir að vaxa aftur. Uppreisnarmenn óku um á Port-au-Prince á pallbílum og steyttu hnefa í loftið á meðan borg- arbúar lofuðu uppreisnarleiðtog- ann Guy Philippe og hrópuðu „frelsi“ og „Aristide er farinn“. Nokkur hundruð bandarískir og franskir friðargæsluliðar eru komnir til borgarinnar til að verja flugvöllinn, sendiráð og aðra mikilvæga staði, sem og gæta ör- yggis borgarbúa. David Berger, yfirmaður bandaríska friðar- gæsluliðsins, segir að hermönnun- um hafi verið tekið opnum örmum við komuna til Port-au-Prince. „Við erum ánægðir með að vera komnir hingað,“ sagði Berger. Uppreisnarleiðtoginn Guy Phil- ippe hefur lýst því yfir að hann fagni komu friðargæsluliðs til Haítí en óvíst er hvernig viðmót erlendu hermannanna verður. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur látið þau orð falla að hann geti ekki hugsað sér að einhver úr röðum uppreisnarmanna taki sæti í nýrri ríkisstjórn. ■ Bankaráð Íslandsbanka: Tveimur skipt út VIÐSKIPTI Framboðsfrestur til setu í bankaráði Íslandsbanka rennur út í dag. Ekki er talið að til kosninga komi um bankaráðið á aðalfundi eft- ir viku. Kristján Ragn- arsson, núverandi for- maður ráðsins, mun ekki gefa kost á sér. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins er ekki búið að ganga endanlega frá því hvernig bankaráðið verður skipað. Einar Sveinsson, forstjóri S j ó v á r- A l m e n n r a , verður formaður bankaráðsins. Talið er líklegast að Guðrún Helga Lárusdóttir hætti í bankaráðinu. Í stað hennar og Kristjáns koma líklegast Orri Vigfússon og Karl Wernersson. Báðir hafa nýlega keypt stóran hlut í bankanum. Helgi Magnússon situr áfram í bankaráðinu. Hann var fulltrúi líf- eyrissjóðsins Framsýnar, en hann ræður 8,8% atkvæða í bankanum eftir framvirkan samning við Landsbankann um kaup á hlutnum. Guðmundur B. Ólafsson og Jón Snorrason sitja í bankaráði Íslands- banka. Búist er við því að þeir muni sitja áfram. ■ Kjaraviðræður verslunarmanna: Vísað til sáttasemjara KJARAVIÐRÆÐUR Samninganefndir Verslunarmannafélags Reykjavík- ur og Landssambands íslenskra verslunarmanna hafa vísað kjara- deilu við Samtök atvinnulífsins til sáttasemjara. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst þeim ekki að fá samningafund með fulltrúum Sam- taka atvinnulífsins og því var gripið til þessa ráðs. Hefði viðræðuáætlun staðist ætti samningsgerð að vera lokið. Ríkissáttasemjari boðar fund í samráði við deiluaðila á næstu dög- um. ■ FJÖLMIÐLAR Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur keypt 15 prósenta hlut í Norð- urljósum. Hann er nú næststærsti hluthafinn í fé- laginu. N o r ð u r l j ó s eiga Frétt ehf., ú t g á f u f é l a g Fréttablaðsins og DV, Íslenska út- varpsfélagið og Skífuna. Baugur Group er enn stærsti hluthafinn í fé- laginu og á nú 29,9 prósent. Fons, félag tengt Pálma Haralds- syni, er þriðji stærsti hluthaf- inn. Kaldbakur eykur hlut sinn úr 5,6 prósentum í átta, en hlutur Grjóta ehf., sem er meðal annars í eigu Baugs og Fengs, minnkar úr 16,4 prósentum í 11,4. Hömlur er eignarhaldsfélag í eigu Landsbank- ans. Hlutur þess minnkar lítillega. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir líklegt að breytingar verði gerðar á stjórn félagsins í kjölfar breyttrar samsetningar hluthafa- hópsins. „Með þessu er lokið endurfjármögnun félagsins og unnið verður að því að fjölga hlut- höfum enn frekar með það að markmiði að skrá félagið á Kaup- höll Íslands á næsta ári,“ segir Skarphéðinn. ■ Alþjóðlegt friðargæslulið er komið til Haítí: Uppreisnarmönnum fagnað í höfuðborginni UPPREISNARMÖNNUM FAGNAÐ Guy Philippe, leiðtogi uppreisnarmanna, veifar til mannfjöldans fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í Port-au-Prince. EIGENDUR NORÐURLJÓSA Var:* Er nú: Baugur Group 30,0% 29,9% Kári Stefánsson - 15,0% Fons 11,6% 11,6% Grjóti 16,4% 11,4% Kaldbakur 5,6% 8,0% Hömlur 7,5% 6,9% Aðrir 17,7% 17,0%** * Eigendur við sameiningu 31. janúar. Þá var 10,8% hlutafjár óselt. ** 17 hluthafar Kári Stefánsson keypti 15% í Norðurljósum: Á nú næststærsta hlutinn KÁRI STEFÁNSSON Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hef- ur keypt 15% hlut í Norðurljósum. LÍKFUNDUR Þrír kafarar frá Land- helgisgæslunni komu til Neskaup- staðar með varð- skipinu Ægi í gær til þess að leita í Norðfjarðarhöfn að eggvopni sem talið er að hafi verið notað til að stinga göt á lík Vaidas Jucevicius áður en honum var komið fyrir í höfn- inni. Svo virðist sem gengið sé út frá því að eggvopninu hafi verið hent út í sjó við netagerðarbryggj- una í Norðfirði. Kafararnir störfuðu á mjög af- mörkuðu svæði í gær og skiptust á að kafa niður á rúmlega tuttugu metra dýpi. Bendir þetta til þess að lögregla telji sig hafa býsna góða hugmynd um hvar eggvopninu var hent og gefur það sterklega til kynna að einn sakborninganna gefi lögreglu upplýsingar sem hún telur gagn- ast. Skilyrði til leitar voru sögð góð í gær en ekki er vitað til þess að leitin hafi enn borið árangur. Fréttablaðið hefur traustar heimildir fyrir því að hvorki Jónas Ingi Ragnarsson né Tomas Mala- kauskas hafi játað aðild að málinu en það hafi Grétar Sigurðarson gert. ■ Grunur um innherjasvik Pharmaco verður á athugunarlista Kauphallarinnar þar til meiri upplýsingar liggja fyrir um möguleg kaup á öðru fyrirtæki. Erfitt að skýra viðskipti föstudagsins nema með upplýsingaleka. Kauphöllin og Pharmaco eru samstíga í málinu. UPPLÝSINGAR METNAR Fjárfestar og stjórnarmenn í Pharmaco skoðuðu vel gögn um félagið á kynningarfundi í Listasafni Íslands þegar afkoma Pharmaco var kynnt. Nú styttist í uppgjör Pharmaco og Kauphöllin hefur áhyggjur af því að sumir viti meira um gang mála hjá fyrirtækinu en aðrir. Könnun Gallups: Framsókn og VG sækja á SKOÐANAKÖNNUN Í nýrri skoðana- könnun Gallup kemur fram að fylgi við VG hefur stóraukist frá því í kosningunum og mælist nú 17%. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Framsókn- arflokkurinn sækir einnig í sig veðrið frá síðustu könnun og bæt- ir þremur prósentustigum við. Í fréttum RÚV kom einnig fram að fylgi Samfylkingar hefur dalað og mælist nú 26%. Sjálf- stæðisflokkurinn mælist einnig með minna fylgi en í síðustu könn- un. Fylgi hans var 38%. Frjálslyndi flokkurinn mælist með 7% fylgi sem er örlítið meira en í síðustu könnun. ■ KAFAÐ EFTIR VOPNI Kafarar frá Landhelgisgæslunni leituðu í gær að eggvopni á mjög afmörkuðu svæði í höfninni í Neskaupstað. Líkfundurinn í Norðfjarðarhöfn: Kafað eftir eggvopni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A SÍÐASTA RÆÐAN Kristján Ragn- arsson víkur úr bankaráði á aðalfundi í næstu viku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.