Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 19
19ÞRIÐJUDAGUR 2. mars 2004 Meirihluti Íslendinga vill amer-ískt bíó þegar þeir bregða und- ir sig betri fætinum og skella sér í kvikmyndahús. Að velja ameríska bíómynd þýðir að styrkja banda- ríska kvikmyndaiðnaðinn um fleiri dollara. Á síðustu tveimur og hálfu ári hefur Bandaríkjadollar lækkað um tæp fjörtíu prósent, eða úr há- markinu 110, 80 krónum þann 23. október 2001, niður í tæpar 70 krón- ur í dag og ekkert bendir til þess að dollarinn muni hækka gagnvart krónunni á næstu misserum. Þrátt fyrir það tekur bíómiðaverð á Ís- landi engum breytingum; en hæsta miðaverð er 800 krónur í venjuleg- an bíósal. Jón Eiríkur Jónsson, rekstrar- stjóri kvikmyndadeildar Skífunnar, sem rekur Smárabíó og Regnbog- ann, segir bíómiðaverð á Íslandi miklum mun lægri en í nágranna- löndunum og nefnir til sögunnar dæmi um nýlega bíóferð sína í Lundúnum þar sem miðinn kostaði 1300 krónur íslenskar. „En í miða- verðinu er ekki einungis verið að borga bíómyndakaupin frá Banda- ríkjunum, heldur þarf með innkom- unni að borga rekstur bíóhúsanna; húsakostnað, hita, rafmagn, launa- kostnað og fleira. Svo má bæta við að kaup á bíómyndum fara annað hvort fram á föstum eða lausum samningum. Þegar keypt er á laus- um samningum, eins og á kvik- myndahátíðum, er um gríðarlega dýrar myndir að ræða og þá þýðir lítið að horfa í lækkun dollarans,“ segir Jón Eiríkur máli sínu til stuðn- ings og bætir við að kvikmyndahús- in hafi þá meðvituðu stefnu að halda miðaverði óbreyttu í stað þess að lækka verðið, til að vera nær mark- aðsverði kvikmyndahúsanna ytra. ■ Dollarinn stefnir niður á við: Hvers vegna lækkar bíómiðinn aldrei? The International Business Academy Skamlingvejen 32 . DK-6000 Kolding . Tlf. +45 72 24 18 00 . Fax +45 72 24 18 08 iba@ibc.dk . www.iba.dk IBA – en del af Erhvervsakademi Syd Alþjóða Markaðs- og Viðskiptanám. Kynningarfundur miðvikudaginn 3. mars 2004 kl. 17 - 19 á Nordica Hotel, Reykjavik. IBA býður upp á 2 ára markaðs-og viðskiptanám með áherslu á markaðsfræði, viðskipti og hagfræði. Boðið er upp á fjórar brautir: Alþjóðabraut. –áhersla er lögð á markaðsfræði, samskipti og alþjóðaviðskipti. Hægt er að velja um verklega þjálfun í 3 - 6 mánuði hjá erlendu eða dönsku fyrirtæki. Stjórnunarbraut. –áhersla er lögð á stjórnun, (HRM), og stjórnunarfræði. Samskiptabraut. –áhersla er lögð á markaðssamskipti og alþjóða markaðssetningu. Auglýsingabraut. – áhersla er lögð á hönnun/auglýsingar. Verkleg þjálfun. Á öllum brautum getur námið tengst verklegri þjálfun hjá þekktum fyrirtækjum í Danmörku og erlendis eins og t.d.: Microsoft, Maersk, IBM, Alfa Laval,Danfoss, LEGO, B-Young o.fl.. Framhaldsnám. Bachelor, MBA, HA, HD - í Danmörku eða erlendis. Skráning á kynningarfundinn fer fram hjá Guðrúnu í síma 897-0684 eða á netfangið 1612ge@ibc.dk Hringið eða sendið okkur e-mail og finndu út hvernig þú getur orðið hluti af þessu spen- nandi og virka mámsumhverfi með ca. 300 öðru námsfólki á IBA. Þið getið einnig pantað hina umfangsmiklu mámsmöppu sem inniheldur allar upplýsingar Séreignir hjóna: Getur verið gott að gera kaupmála Í74. grein hjúskaparlaga frá ár-inu 1993 segir: „Hjón eða hjónaefni geta ákveðið í kaup- mála að tiltekin verðmæti skuli vera séreign annars þeirra. Sér- eign kemur eigi til skipta við skilnað milli hjóna eða milli ann- ars þeirra og erfingja hins nema sérstakar heimildir leiði til ann- ars.“ Nokkuð algengt er að fólk geri með sér kaupmála þegar það gengur í hjónaband þótt hitt sé mun algengara að kaupmáli sé ekki gerður. Hjón geta einnig gert með sér kaupmála síðar í hjúskapnum en það er kostnaðar- samara en að gera hann við stofnun hjúskapar. Hins vegar getur sambúðarfólk ekki gert með sér kaupmála. „Kaupmálar eru yfirleitt um fasteignir,“ segir Margrét Gunn- laugsdóttir fulltrúi hjá DP lög- mönnum. „Kaupmálar eru yfir- leitt gerðir ef annar aðilinn á til dæmis fasteign við stofnun hjú- skapar eða kemur með meiri eignir en hinn í hjúskapinn. Þetta er til dæmis eðlilegt og skynsam- legt ef sá sem á eignirnar á börn fyrir.“ Aðspurð um hvort kaupmáli sé nánast nauðsynlegur í ein- hverjum tilvikum segir Margrét það ekki vera nema viðkomandi vilji útiloka að tiltekin eign skiptist á milli viðkomandi við skilnað. Margrét bendir einnig á að foreldrar geti sett í erfðaskrá ákvæði um að arfur eftir þá verði séreign barns. „Hjúskapar- eign getur sem sagt bæði orðið séreign með kaupmála og með sérákvæði í erfðaskrá. Hjónin þurfa þá ekki að gera sérstakan kaupmála um arfinn.“ Loks bendir Margrét á að sambúðarfólk erfi ekki hvort annað. „Ennfremur hefur sam- búðarfólk ekki rétt á því að sitja í óskiptu búi eins og hjónafólk. Helmingaskiptaregla við skilnað gildir einungis um fólk í hjúskap. Í óvígðri sambúð gildir í raun séreignafyrirkomulag um allar eignir í sambandinu. Sambúðar- fólk getur ekki gert kaupmála um eignir sínar. Við slit á óvígðri sambúð skiptir máli hver er skráður fyrir eignum og hver framlög aðila hafa verið í sam- bandinu.“ Margrét telur að ástæðan fyrir því að ekki sé algengara en raun ber vitni að fólk geri með sér kaupmála, er sú að fólk er feimið við að ræða þessa hluti, finnist það jafnvel draga í efa að hjúskapurinn geti enst. „Það er allt í lagi að tala opinskátt um þetta. Það er að minnsta kosti betra að gera það meðan allt er í sátt og samlyndi og getur komið í veg fyrir átök síðar meir.“ ■ Mikil verðmæti í snyrtivörum: Dýrt að týna snyrtibuddunni Ein lítil snyrtibudda læturkannski ekki mikið yfir sér. Hún, ásamt innihaldi, kostar þó sitt. Þetta er kannski ekki svo áberandi frá degi til dags því sjaldnast eru keyptar margar snyrtivörur í einu. Ef snyrtibudd- an týnist stendur maður þó fram- mi fyrir því að þurfa að kaupa allt innihaldið á einu bretti. Elma Dögg Gonzales, förðunarfræðing- ur hjá Lyfjum og heilsu í Austur- stræti, segir það koma alloft fyrir að konur komi og kaupi allt í snyrtibudduna vegna þess að þær hafi týnt sinni með öllu innihald- inu. Elma Dögg tók saman kostnað- inn við að endurnýja meðalsnyrti- buddu. Haft var til hliðsjónar að fara meðalveginn í því hversu dýrar vörur urðu fyrir valinu og hafa breidd í merkjum. Rétt er að taka fram að augnskugginn er með áfyllingarmögu- leika þannig að hann er dýrastur og því um að gera að passa sig að týna honum ekki. Að sjálfsögðu er líka hægt að fara ódýrari leið við endurnýjun snyrtibuddunnar ef haft er til hliðsjónar að velja alltaf ódýrustu vörurnar. Púður (Clinique Double Face Powder) 2.613 Maskari (Lancóme Amplicils) 1.994 Augnskuggi (Kanebo tveir litir í boxi) 2.490 Augnblýantur Lancóme) 992 Augnabrúnablýantur (Clinique) 1.373 Varalitur (No Name) 1.374 Gloss (Lóréal) 1.435 2 Varablýantar (Lóréal) 954X2=1.908 Ilmvatn (Puma Flowing 30 ml) 1.798 Snyrtibuddan sjálf (glær No Name) 1.280 Samtals 17.257 DANÍEL DANÍELSSON Ég legg fyrir mánaðarlega, enget ekki sagt að ég eigi digra sjóði. Ég er líka með lífeyris- sparnað og reyni að hugsa til framtíðar. Hvað gerir þútil að spara? AÐDRÁTTARAFL STJARNANNA ER ÓMÓTSTÆÐILEGT En það kostar sitt að njóta návistanna. SNYRTIBUDDA Þótt ekki sé keypt nema það helsta í snyrtibudduna er kostnaðurinn fljótur að hlaupa upp. MARGRÉT GUNNLAUGSDÓTTIR Kaupmáli milli hjóna getur komið í veg fyr- ir deilur síðar meir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.