Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 25
■ Fótbolti 25ÞRIÐJUDAGUR 2. mars 2004 Frá 39.895 kr. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 www.heimsferdir.is Rimini Glæsileg ströndin á Rimini, sem teygir sig kílómetrum saman eftir fallegri strandlengjunni, á gífurlegum vinsældum a› fagna. fiar er a› finna ótrúlega stemningu yfir sumartímann enda i›ar bærinn af mannlífi, jafnt daga sem nætur. Til Rimini hópast innlendir sem erlendir fer›amenn til a› njóta hins besta sem sumardvöl á Ítalíu hefur a› bjó›a. Frá 39.895 kr. M.v. hjón me› 2 börn, 21.maí, Residence Divina, vikufer›, 24. júní. Sjá ver›skrá Frá 49.990 kr. M.v. 2 í studio, 24. júní, Residence Divina, vikuferð, 24. júní. Sjá verðskrá Topp gististaðir Heimsferðir bjóða góða gististaði í hjarta Rimini, frábærlega staðsetta í göngufæri við ströndina, veitingastaði og verslanir. Vinsælasti áfangastaður Ítalíu N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 1 8 1 / si a. is Fáðu 8.000 kr. afslátt Þeir sem bóka strax, geta tryggt sér 8.000 kr. afslátt í valdar brottfarir. Beint flug alla fimmtudaga í sumar Astoria er að halda úti svo sterku körfu- boltaliði í Stykkishólmi. „Það er búinn að vera mikill stígandi í lið- inu.Við fengum svakalega skell í byrjun desember þegar við töpuð- um með 37 stigum í Njarðvík. Síð- an þá höfum við ekki tapað leik í deildinni. Við eigum nú heimavöll- inn út alla keppnina og við ætlum okkur að nýta hann, því við ætlum að fara alla leið og vinna titilinn. Ég vona að fólk utan af Nesi fari að láta sjá sig. Nú sér fólk betur hvað við erum að bjóða upp á. Þetta er ekki bara frábær körfu- bolti því það er líka mikið að skemmtiatriðum fyrir áhorfend- ur,“ sagði Andrés Heiðarsson, maðurinn á bak við glæsilega um- gjörð á heimaleikjum Snæfells. Andrés hefur í samstarfi við fyrr- um félaga sinn í liðinu búið til mikla sýningu í kringum heima- leikina í vetur. Grettu sig allir fyrir bæjar- búa „Þetta fylgir allt saman vel- gengi liðsins. Þegar byrjar að ganga vel þá vilja allir taka þátt og koma og styðja við bakið á strákunum,“ sagði Daði Sigur- þórsson, fyrrum leikmaður Snæ- fells sem nú sér um að kynna leik- ina í Hólminum og kynda undir stemminguna í húsinu. „Við viljum bara njóta þessa góða gengis meðan það er og leggjum mikið kapp á að gera sem mest úr þessu. Fá sem flest fólk til að mæta og fá líka meiri pen- inga í kassann,“ segir Daði sem bauð upp á grettumyndir af öllum leikmönnum liðsins þegar þeir voru kynntir til leiks í upphafi. „Þetta kemur alveg frá liðinu sjálfu. Þetta er svona samheldinn hópur sem eru með mikinn húmor og gleði sín á milli og taka þátt í öllu svona. Það er alltaf eitthvað nýtt sem við komum með fyrir hvern leik. Þetta þýðir bara allt fyrir þetta litla bæjarfélag. Það mætir helmingur bæjarins á völl- inn og síðan mæta allir í góðu skapi í vinnuna og þetta hefur ótrúlega jákvæð áhrif á allt dag- lega lífið hér í Hólminum,“ segir Daði. En er hann byrjaður að und- irbúa kynninguna fyrir fyrsta heimaleikinn í úrslitakeppninni? „Engin spurning. Það er allt kom- ið á fullt og stefnan er tekin á að toppa það sem á undan hefur far- ið.“ ooj@frettabladid.is VIÐ ERUM NÚMER EITT Dondrell Whitmore og Hafþór Ingi Gunnarsson sýna Hólmurum sæti Snæfells í deildinni í ár. ALLIR Á LEIKINA Það mætir næstum helmingur bæjarbúa á heimaleiki Snæfells í úrvalsdeildinni í körfubolta. Hér sjást glaðir Hólmarar fagna frábærum sigri Snæfells á Haukum á sunnudagskvöldið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ROSICKÝ MEIDDUR Tékkinn Tomas Rosický handleggsbrotn- aði í leik Borussia Dortmund og Werder Bremen á laugardag. Rosický verður frá í sex vikur sem þýðir að hann nær að leika síðustu fjóra leiki Dortmund í Búndeslígunni og leikur með Tékkum í lokakeppni EM í sum- ar. 1. deild kvenna: Keflavík sigraði ÍS KÖRFUBOLTI Keflavík sigraði ÍS 77- 61 í uppgjöri tveggja efstu félaga 1. deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Leikurinn var jafn fram í þriðja leikhluta en þá stungu Keflvíkingar af og lögðu grunninn að sextán stiga sigri. Staðan var jöfn, 14-14, eftir fyrsta leikhluta og ÍS leiddi 25-19 í þeim næsta. Keflvíkingar áttu góðan endasprett og voru sjö stig- um yfir, 36-29, í hléi. ÍS tókst að minnka muninn í 40-37 í þriðja leikhlutanum en Keflvíkingar skoruðu síðustu ellefu stig leik- hlutans. Anna María Sveinsdóttir átti mjög góðan leik í gærkvöldi og var það ekki síst frammistaða hennar í þriðja leikhluta sem færði Keflavíkingum örugga for- ystu. Hún skoraði 21 stig í leikn- um, þar af ellefu af fimmtán stig- um liðsins í þriðja leikhluta. Anna María tók einnig tólf fráköst og átti sjö stoðsendingar. Birna Valgarðsdóttir skoraði átján stig og Erla Þorsteinsdóttir þrettán. Erla tók einnig tólf fráköst. Casie Lowman var stigahæst í liði ÍS með 26 stig. Hún lék mjög vel í fyrri hálfleik en minna fór fyrir henni í seinni hálfleik. Hafdís Helgadóttir skoraði ellefu stig fyrir ÍS og Alda Leif Jónsdóttir tíu. ■ Intersportdeildin: Þór féll KÖRFUBOLTI Keflavík sigraði Þór frá Þorlákshöfn, 117-102, á heima- velli í lokaleik 21. og næst síðustu umferðar Intersportdeildarinnar. Ósigurinn þýðir að Þór er fallið í 1. deild eftir eina leiktíð í Inter- sportdeildinni. Gunnar Einarsson skoraði 24 stig fyrir Keflvíkinga en Robert Hodgson var stigahæst- ur Þórsara með 26 stig. Lokaumferð Intersportdeildar- innar verður háð á fimmtudag. Þá leikur Grindavík við Breiðablik í Grindavík, Haukar fá Keflavík í heimsókn, KFÍ og deildarmeistar- ar Snæfells leika á Ísafirði, KR og ÍR keppa í vesturbænum, Tinda- stóll og Njarðvík á Sauðárkróki og nágrannarnir Þór og Hamar leika í Þorlákshöfn. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.