Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 10
10 2. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR TARZAN OG BOMBI Stjórnendur dýragarðs í Búdapest í Ung- verjalandi brugðu á það ráð að venja munaðarlausan ljónsungann Bomba undir flækingshundinn Tarzan. Bombi fæddist fyrir sex vikum en aðrir ungar úr sama goti lifðu ekki. Tarzan tekur hlutverk sitt alvar- lega og dafnar ljónsunginn prýðilega. Baráttan á markaði hestatímarita: Lögbannsblaðið komið út DÓMSMÁL Stóðhestablað tímarits- ins Hestar er nú komið út og í dreifingu eftir að sýslumaðurinn í Reykjavík hafði hafnað lögbanns- kröfu á útgáfu þess. Var sú krafa lögð fram af Eiðfaxa ehf. og Hrossaræktarsambandi Suður- lands á grundvelli þess að útgáfan bryti að óbreyttu gegn höfundar- rétti Eiðfaxa og HRS, sem um ára- bil hafa gefið út stóðhestablaðið Stóðhestar. Þá fælist í henni brot gegn grein samkeppnislaga um óréttmæta viðskiptahætti. Þessari kröfu var hafnað og segir í úrskurði sýslumanns: „Í máli því sem hér um ræðir þykir gerðarbeiðandi ekki hafa sannað eða gert sennilegt að hönnun, upp- setning og framsetning á auglýs- ingu í tímariti því sem hann gefur út árlega til m.a. að auglýsa stóð- hesta feli í sér sjálfstætt hugverk sem njóti verndar höfundarlaga nr. 73/1972. Því er ekki unnt að fallast á það að fyrirhuguð útgáfa gerðarþola á nýju stóðhestablaði og auglýsingar á stóðhestum í því blaði feli í sér brot á lögverðum rétti hans, þó fallast megi á það að auglýsingarnar séu líkar“. Stóðhestablaðið umdeilda nú komið í dreifingu, en það er ókeypis á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. ■ Vandamál vegna offjölgunar: Rætt um að fækka kóalabjörnum ÁSTRALÍA, AP Náttúruverndarmenn krefjast þess að fjöldi kóala- bjarna á Kengúrúeyju verði drep- inn til að sporna við offjölgun en yfirvöld í Ástralíu neita að grípa til slíkra aðgerða af ótta við að skaða ferðaþjónustuna. Hátt í 30.000 kóalabirnir eru á eynni en aðalfæða þeirra, lauf júkaliptustrjánna, er nær upp- urin. Náttúruverndarmenn segja að nauðsynlegt sé að fækka kóala- björnunum til að bjarga trjánum og stuðla að fjölbreyttu lífríki á eynni. Þegar hefur verið reynt að gelda dýr og flytja þau af eynni en þær aðgerðir hafa ekki borið til- skilinn árangur. ■ Ný raforkulög leiða ekki til hækkunar Þorkell Helgason orkumálastjóri segir ekki rétt að raforkuverð hækki verulega við ný raforku- lög. Útreikningar Orkustofnunar benda til mjög lítillar eða engrar hreyfingar í þá átt. RAFORKUMÁL Orkustofnun telur að miðað við þær forsendur sem liggja fyrir sé engin ástæða til þess að ætla að raforkuverð á suð- vesturhorninu hækki um tugi pró- senta við gildis- töku nýrra raf- orkulaga. Þetta mat gengur þvert á yfirlýsingar forsvarsmanna orkuveitna í Reykjavík og á S u ð u r n e s j u m , sem hafa haldið því fram að nýju lögin hafi í för með sér allt að fimmtungs hækk- un á raforkuverði. Í mati Orkustofnunar á kostn- aði við flutning og dreifingu raf- magns segir að þar sem arðsemi af orkudreifingu sé víðast hvar mjög lág, og sums staðar nei- kvæð, þýði það í raun að önnur starfsemi veitnanna niðurgreiði þennan lið. En breyting á raforku- lögum, sem felur í sér ríkara eft- irlit með sérleyfisstarfsemi orku- fyrirtækjanna, ætti ekki að hafa í för með sér aukinn kostnað. Gerð verður sú krafa að samkeppnis- rekstur sé ekki niðurgreiddur með hagnaði af sérleyfisstarf- seminni. „Ég tel óeðlilegt að miða samanburð á núverandi og nýju fyrirkomulagi við taprekstur nú og arðbæran rekstur í framtíð- inni, heldur beri að miða við sömu arðsemiskröfu fyrir og eftir breytinguna til að rugla ekki sam- anburðinn,“ segir Þorkell Helga- son orkumálastjóri, forstjóri Orkustofnunar. Hann bendir á að þótt nýju lög- in eigi að koma í veg fyrir að sam- keppnisrekstur sé niðurgreiddur með einokunarrekstri sé ekkert sem banni tilfærslu í hina áttina. Vilji orkufyrirtækin nú hætta slíkum millifærslum og auka arð- semi dreifingarinnar hljóti það að koma fram í bættri heildar- afkomu þeirra; féð hverfi ekki. Ekki megi kenna nýjum raforku- lögum um þá hækkun sem af þessu kunni að leiða. Niðurstöður Orkustofnunar gefa til kynna að ný lög hafi í för með sér tveggja og hálfs prósents hækkun á rafmagni hjá Hitaveitu Suðurnesja, eins og hálfs prósents hækkun hjá Orkubúi Vestfjarða og álíka hjá Norðurorku, eins pró- sents hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur en eins og hálfs pró- sent lækkun á verði frá Rarik. „Hér er ekki tekið tillit til opin- berrar niðurgreiðslu á dreifingu í dreifbýli sem nítján manna nefnd hefur gert tillögu um,“ segir Þor- kell. Að henni meðreiknaðri lækk- ar meðalverð hjá Orkubúinu um tvö og hálft prósent og um heil fimm prósent hjá Rarik. Í þessum forsendum er gert ráð fyrir að mannvirki í flutningi og dreifingu séu metin á bók- færðu verði. Nítján manna nefnd- in leggur til að skipuð verði sér- stök samninganefnd eigenda fyrirtækjanna þar sem samið verði um hvaða verð skuli notast við í matinu. Þetta segir Þorkell að sé pólitískt úrlausnarefni og ekki sé hægt að fullyrða um niður- stöðu slíkra samningaviðræðna, en þær kunna að breyta ofan- greindum niðurstöðum eitthvað. thkjart@frettabladid.is Reiðir sjúklingar: Læknar fá lífverði PEKING Sjúkrahús í Kína hefur ráðið lífverði fyrir lækna sína vegna ítrekaðra árása og lífláts- hótana frá reiðum sjúklingum. Sex lífverðir fylgja læknum til og frá vinnu og standa vörð þegar þeir sinna störfum sínum á Sichuan Huaxi-háskólasjúkra- húsinu. Samkvæmt dagblaðinu Yang- cheng Evening News hafa lækn- unum borist hótanir frá sjúk- lingum og aðstandendum sem eru óánægðir með árangurinn af þeirri meðferð sem þeir hafa fengið á sjúkrahúsinu. Ráðist hefur verið á sjö lækna. ■ STRÁKLINGAR HANDTEKNIR Ísrael- ar handtóku þrjá pilta á aldrinum tólf til fimmtán ára. Drengirnir voru vopnum búnir og ætluðu sér að gera sjálfsmorðsárásir á Ísraela. Foreldrar þeirra voru ævareiðir að hópar vígamanna skyldu nota svo unga drengi í aðgerðum sínum. STÖÐVAR FRAMKVÆMDIR Hæsti- réttur Ísraels fyrirskipaði að bygg- ing veggsins umdeilda utan um átta þorp Palestínumanna norðvest- ur af Jerúsalem yrði stöðvuð um vikutíma meðan herinn endurskoð- ar legu múrsins. Tveir íbúar féllu fyrir kúlum ísraelskra hermanna í síðustu viku þegar þeir mótmæltu byggingunni. MÓTMÆLIR AÐGERÐALEYSI Ghass- an Shakaa, borgarstjóri í Nablus og samherji Yassers Arafat til margra ára, sagði af sér sem borgarstjóri. Það gerði hann til að mótmæla því að ekki hefði verið gert nóg til að berja niður starfsemi vígamanna. Íslamskir vígamenn: Drápu 48 þorpsbúa í Nígeríu NÍGERÍA, AP Vopnaðir menn gerðu árás á þorp í Nígeríu og drápu að minnsta kosti 48 manns. Flestir voru myrtir þegar þeir reyndu að leita skjóls í kirkju. Talið er að árásarmennirnir hafi verið vígamenn úr röðum múslima en flestir íbúar þorps- ins Yelwa, þar sem atburðirnir áttu sér stað, eru kristnir. Her og lögregla komu á vettvang eft- ir árásina og stilltu til friðar. Mikil spenna hefur verið í samskiptum kristinna manna og múslima í miðhluta Nígeríu und- anfarin ár. Hundruð manna hafa fallið þegar vígamenn úr röðum beggja hópa hafa gert árásir á afskekkt þorp og bæi. ■ STÓÐHESTABLAÐ Sýslumaður hafnaði lögbannskröfu. ■ Mið-Austurlönd Saddam Hussein: Frelsun mistókst ÍRAK Tilraun var gerð til að frelsa Saddam Hussein, fyrrum forseta Íraks, þegar hann var fluttur í for- setahöllina í Bagdad til yfirheyrslu. Saddam var fluttur í forsetahöll- ina þegar bandarískir sérfræðingar komu til að yfirheyra hann. Sádi- arabíska dagblaðið Alriyadh hefur eftir íröskum túlki sem starfar fyrir hernámsliðið að átján vopnaðir menn hafi ruðst inn í höllina og reynt að frelsa Saddam. Öryggisverðir hallarinnar stöðvuðu þá og skutu þá til bana í skotbardaga sem braust út í kjölfarið. ■ KÓALABIRNIR Mikill fjöldi ferðamanna kemur til Kengúru- eyju á ári hverju til að virða fyrir sér kóala- birni í þeirra náttúrulegu heimkynnum. ÞORKELL HELGASON Sér ekki rök fyrir verðhækkun á orku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.