Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 24
24 2. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR BROTHÆTT TILÞRIF Brasilíski leikmaðurinn Ronaldinho sýndi glæsileg tilþrif fyrir framan dómkirkjuna í Santiago de Compostela í norðvesturhluta Spánar. Ekki tókst þó betur til en svo að hann braut steinda rúðu í kirkjunni með þessu sparki. Fótbolti Dondrell Whitmore einn þriggja Bandaríkjamanna í liði Snæfells: Okkar verður minnst í Hólminum KÖRFUBOLTI „Það er góð tilfinning sem fylgir því að geta unnið þenn- an bikar fyrir lítið lið eins og Snæ- fell og ég þakka mikið fyrir að fá að taka þátt í þessu ævintýri,“ sagði Dondrell Whitmore sem skoraði 17 af 23 stigum sínum þegar á þurfti í fyrri hálfleik þeg- ar Snæfellingar unnu Hauka 79-69 og tryggðu sér deildarmeistara- titlinn í Intersportdeildinni í körfubolta. „Núna bý ég í Washington D.C. og þú getur því rétt ímyndað þér hversu mikil viðbrigði það eru fyrir mig að koma hingað í Stykk- ishólm,“ segir Dondrell sem er einn af þremur Bandaríkjamönn- um í liðinu, sem halda allir hópinn og eru bestu mátar. „Ég hef verið að spila víðsveg- ar um Evrópu, í Finnlandi, Belgíu og Lúxemborg, og þar var ég líka í liði frá litlum bæ og mér gengur vel að laga mig að því að búa í litl- um bæjum. Mitt starf er fyrst og fremst fólgið í því að stöðva aðra menn í að skora. Um leið og það tekst þá kemur sóknin til mín,“ sagði Dondrell, sem skilur lítið í þeim leikmönnum sem nenna ekki að spila vörn. „Ég elska að spila vörn. Því betri vörn, sem maður spilar, því auðveldara er að vinna leiki. Ég næ upp taktinunum í mínum leik í vörninni,“ segir Whitmore sem hefur skorað 17,5 stig að meðaltali með Snæfelli í vetur. „Það skipti mig miklu máli að ná að vinna þennan leik og koma með fyrsta bikarinn til Stykkis- hólms. Ég veit að eftir mörg ár verður okkar minnst sem þeirra manna sem komu með fyrsta bik- arinn til Snæfells. Ég hef líka trú á þessu liði og ég veit að ef við höldum áfram að spila saman sem lið þá getum við farið alla leið.“ Bárður Eyþórsson, þjálfari deildarmeistara Snæfells: Langt umfram allar væntingar KÖRFUBOLTI „Við erum búnir að vinna tólf leiki í röð núna og það er vel hægt að viðurkenna það að þessi árangur er vel umfram allar væntingar hjá mönnum. Þessir strákar í liðinu eru góðir körfu- boltamenn og þeir leggja mikið á sig. Varnarlega erum við mjög sterkir og ég held að stöðugleiki liðsins komi fyrst og fremst fram í gegnum vörn okkar. Það er bara þannig hjá okkur að ef þú ætlar eitthvað spila hjá mér þá þarftu að leggja þitt í vörnina. Annars færðu ekki mínútur á vellinum. Þetta er vonandi bara smjör- þefurinn af því sem koma skal en við vitum líka að við erum að fara í allt aðra keppni núna. Við höfum enga reynslu að slíkri keppni, við höfum einu sinni komist í úrslita- keppnina fyrir nokkrum árum og þá sem áttunda lið. Við sjáum bara til hverjir mótherjar okkar verða og leggjum síðan bara áherslu á þá leiki þegar að þeim kemur. Okkur var spáð sjötta sætinu og stefndum á fjórða sætið en enduðum í fyrsta sæti og það er ekki slæmt,“ sagði Bárður Ey- þórsson, þjálfari Snæfells. Litli bærinn sem er að breyta boltanum Snæfellingar úr Stykkishólmi urðu deildarmeistarar í Intersport-deild karla í körfubolta þegar þeir unnu sinn tólfta leik í röð á sunnudagskvöldið. KÖRFUBOLTI Andrúmsloftið í íþróttahúsinu í Stykkishólmi var einstakt á sunnudagskvöldið þeg- ar stærsta stund í íþróttalífi þessa 1200 manna bæjar á norðanverðu Snæfellsnesi rann upp. Tíu stiga sigur á Haukum, 79-69, þýddi það að liðið var búið að vinna 12 deild- arleiki í röð og deildarmeistaratit- ilinn var í höfn. Snæfell, úr Stykk- ishólmi, var orðið fyrsta félagið fyrir utan suð-vesturhornið sem vinnur titil í íslenskum körfu- bolta. Það var því vel fagnað í leiks- lok þegar strákarnir úr Hólmin- um voru búnir brjóta blað í sög- unni. Bikarinn var samt ekki einu verðlaunin sem Snæfellingar unnu sér inn þetta kvöld, Lions- klúbburinn gaf 100 þúsund krónur í hálfleik og eftir leik mætti bæjarstjórinn og afhenti for- manninum 500 þúsund króna ávís- un. Fylgjast allir með „Þetta var glæsilegt hjá strák- unum. Bæjarbúar hafa fylgst af- skaplega vel með og þetta er búið að vera mjög skemmtilegur vetur þar sem við höfum fengið að fylgjast með því hvernig liðið hef- ur sprungið út. Körfuboltinn er nú mikið ræddur meðal fólks í bæn- um og það eykur samkennd bæj- arbúa þegar svona vel gengur. Það fylgjast allir grannt með þó að ekki nærri því allir séu ein- hverjir sérstakir áhugamenn um íþróttir,“ sagði Óli Jón Gunnars- son, bæjarstjóri Stykkishólms, og Gissuri Tryggvasyni, formanni körfuknattsleiksdeildar Snæfells, þótti ekki leiðinlegt að fá góða gjöf frá bæjarstjórninni. „Þetta er búin að vera mikil veisla í kvöld. Það er frábært að ná þessum árangri og í raun miklu meira en við gerðum ráð fyrir í upphafi vetrar. Liðið er búið að taka svaka stökk á einu ári og þar vil ég taka út þjálfarann, Bárð Ey- þórsson, og þakka honum þetta sérstaklega. Við erum líka með mjög góðan heimavöll og í síðustu leikjum hefur húsið nánast verið troðfullt. Þess ber líka að geta að burtfluttir Hólmarar sækja úti- leiki og þar erum við oft í meiri- hluta. Strákarnir eru því að spila á heimavelli hvort sem þeir eru hér eða fyrir sunnan. Þessi bikar hef- ur aldrei farið út fyrir Reykjavík og Suðurnesin og nú er þetta litla bæjarfélag að blanda sér í þessa baráttu,“ sagði Gissur Tryggva- son, en stjórnin er beintengd inn í liðið því einn stjórnarmanna er meðal leikmanna Snæfells. Tvöfaldur heiður Andrés Heiðarsson á þannig að baki tvöfalt starf við að koma fyrsta bikarnum í Hólminn. Hann er leikmaður liðsins, ódrepandi baráttuhundur, sem gefur stóru mönnum liðsins dýrmæta hvíld á bekknum. Utan vallar er hann ekki síður í fórnfúsu starfi, enda er hann einn af stjórnarmönnum sem gera það að verkum að hægt hvað?hvar?hvenær? 28 29 1 2 3 4 5 MARS Þriðjudagur BIKAR Í HÖFN Bárður Eyþórsson, þjálf- ari deildarmeistara Snæfells. GÓÐUR LEIKMAÐUR Dondrell Whit- more átti mjög góðan leik þegar Snæfell- ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I SJÓNVARP  14.15 Trans World Sport á Stöð 2.  18.00 Olíssport á Sýn.  18.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.00 Meistaradeild UEFA á Sýn.  19.30 Trans World Sport á Sýn.  20.30 Knattspyrnusagan á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Supercross á Sýn.  23.25 Trans World Sport á Sýn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.