Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 ÞRIÐJUDAGUR FRAMHALDSNÁMIÐ KYNNT Kynningarfundur um nám við framhalds- deild Kennaraháskólans verður haldinn í dag klukkan 16.15 í nýbyggingu skólans, Hamri við Stakkahlíð. Framhaldsnámið er ætlað kennurum, þroskaþjálfum og öðr- um uppeldisstéttum sem hafa áhuga á að efla þekkingu sína og hæfni og taka þátt í markvissum umræðum um skóla- og uppeldismál. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SLAGVIÐRI Í REYKJAVÍKINNI Og við suður- og vesturströndina. Ekki sér fyrir endann á hlýindunum. Talsverður vindur í dag og á morgun. Sjá síðu 6. 2. mars 2004 – 61. tölublað – 4. árgangur ● fyrir nýja sjónvarpsþætti Hugleikur Dagsson: ▲ SÍÐA 30 Teiknar Tvíhöfða ● hringurinn hirti 11 styttur Óskarsverðlaunin: ▲ SÍÐA 27 Peter Jackson ● 40 ára í dag Þorsteinn J: ▲ SÍÐA 16 Veisla með eiginkonunni kaupmálar ● dýrt að týna snyrtibuddu Brynjar Emilsson: ▲ SÍÐUR 18-19 Best að drífa sig í skattframtalið UPPLÝSINGALEKI Pharmaco verður á athugunarlista Kauphallarinnar þar til meiri upplýsingar liggja fyrir um möguleg kaup á öðru fyrirtæki. Erfitt að skýra við- skipti föstudagsins nema með upplýsinga- leka. Sjá síðu 2 LEITA EGGVOPNS Þrír kafarar Land- helgisgæslunnar leituðu í gær í Norðfjarð- arhöfn að eggvopni sem talið er að hafi verið notað til að stinga göt á lík Litháans sem fannst þar í febrúar. Sjá síðu 2 KOMNIR TIL HAÍTÍ Nokkur hundruð bandarískir og franskir friðargæsluliðar eru komnir til Port-au-Prince á Haítí til að verja mikilvæga staði og gæta öryggis borgar- búa. Sjá síðu 2 ENN Í HNÚT Hjúkrunarforstjóri Heilsu- gæslunnar í Reykjavík segir stéttarfélögin beita þrýstingi til að koma í veg fyrir að hægt sé að veita heimahjúkrun. Barnaleg ummæli, segja stéttarfélögin. Sjá síðu 4 FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson er í þeirri skrýtnu stöðu að á honum hvíla veðbönd. Ástæðan er sú að þegar hann gekk til liðs við KR í byrjun árs 2002 þurfti að losa hann undan samningi við norska liðið Ströms- godset. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins greiddi KR ekki þá upphæð, sem var rúm milljón, en fékk fjárfestingafélag, Urania Trade Ltd., til að kaupa Veigar lausan og eignaðist Urania við það leikmanninn. KR-ingar gerðu samkomulag við fjárfestingarfélagið um afnot af Veigari, en í samkomulaginu, sem var undirritað af fulltrúa fjárfesta, fulltrúa stjórnar KR Sports og Veigari Páli sjálfum, kemur fram að Urania Trade Ltd. hafi fullt og frjálst vald til að taka hvaða tilboði sem berst í Veigar Pál án þess að KR-ingar geti nokkuð aðhafst. Fjárfestingar- félagið á forgangskröfu á kaup- verð þangað til það fer yfir þá rúmu milljón sem það lagði til við að losa Veigar Pál undan samn- ingi. Norska liðið Stabæk sendi bæði KR og Baldri Sigurðssyni, einum hluthafa Urania Trade Ltd., tilboð í gær sem hljóðaði upp á nákvæmlega sömu tölu og það kostaði að losa Veigar Pál frá Strömsgodset og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur fjárfestingafélagið þegar sam- þykkt tilboðið. Heimildir blaðsins herma að útlit sé fyrir að Veigar Páll fari frá KR án þess að félag- ið fái svo mikið sem krónu fyrir. ■ fjármál o.fl. SKOKKAÐ VIÐ SÓLARLAG Þessi hópur skokkara naut sólarlagsins á ferð sinni um Ægisíðuna í gærkvöld. STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun í fyrsta lagi tilkynna að loknum störfum Alþingis í vor hvaða ráðherra flokksins verði settur af, þegar breytingar verða á ríkisstjórninni 15. september og Halldór tekur við forsætisráðuneytinu. Þetta segja heimildarmenn innan Framsóknar- flokksins. Stefnt er að þinglokum í byrjun maí. Ekki fer á milli mála að þetta óútkljáða mál er erfitt fyrir flokkinn, enda sögðu allir við- mælendurnir svo vera. Það hefur talsverð áhrif á starf ráðherr- anna og þingflokksins. Mikil spenna er milli einstakra ráð- herra og þeirra helstu stuðnings- manna, einkum fylgjenda Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra og stuðningsmanna annarra. Vilji er til að ákvörðun verði ekki tilkynnt fyrir en eftir að þingið fer heim og tryggt verði að boðaðar breytingar á ráðherraliði hafi sem minnst áhrif á starf þingmanna og ráð- herra á Alþingi og í ríkisstjórn. Viðmælendur Fréttablaðsins innan Framsóknarflokksins eru allir vissir um að Siv Friðleifs- dóttir láti af ráðherraembætti. Sátt er sögð vera um störf allra ráðherra flokksins og þess vegna er talið víst að hver haldi sínu ráðuneyti, en þar sem ráðuneyti Sivjar flyst yfir til Sjálfstæðis- flokks sé ekki annað verjandi en að hinir ráðherrarnir haldi áfram en Siv hætti. Jón Kristjánsson hefur einnig verið nefndur í þessu sambandi en samflokks- menn hans segja Jón hafa styrkst mikið í starfi og þurfi ekki að ótt- ast að missa embættið. Ekki náð- ist í Halldór Ásgrímsson í gær. ■ Skrýtin staða hjá lykilmanni Íslandsmeistara KR sem vill komast til Noregs: Veðbönd hvíla á Veigari 57%70% Halldór bíður þingfrestunar Formaður Framsóknarflokksins mun ekki tilkynna hvaða ráðherra hverfur úr ríkisstjórn 15. september fyrr en eftir að Alþingi lýkur störfum í vor. Allt bendir til þess að Siv Friðleifsdóttir verði sett af. Ný uppgötvun: Fjarlægasta stjörnu- þokan PARÍS, AP Franskir og svissneskir vísindamenn segjast hafa fundið stjörnuþoku sem er fjær jörðu en nokkurt annað fyrirbæri sem vís- indamenn hafa áður orðið varir við. Stjörnuþokan, sem hefur ver- ið nefnd Abell 1835 IR 1916, er í 13,23 milljón ljósára fjarlægð frá jörðu. Áður var stjörnuþoka í þrettán milljón ljósára fjarlægð, mun minni en sú sem jörðin er hluti af, talin fjarlægasta þekkta fyrir- bærið. Vísindamenn telja að heimurinn hafi orðið til við svo- kallaðan stóra hvell, sem er talið að hafi átt sér stað í 13,7 milljón ljósára fjarlægð. ■ Kjaraviðræður: Frestað til föstudags KJARAVIÐRÆÐUR Samninganefndir Samtaka atvinnulífins, Starfs- greinasambandsins og Flóabanda- lagsins komu sér saman um það í gær eftir samningafund að fresta frekari viðræðum, þar sem enn væru engin svör komin frá stjórn- völdum. Ætlunin er að ræða fram- hald samningaviðræðna næst- komandi föstudagsmorgun. Stíf fundahöld hafa verið í húsakynn- um ríkissáttasemjara síðustu daga og er búið að ganga frá flest- um sérkjarasamningum einstakra hópa. Farið var að ræða launaliði og lífeyrismál en ekki þótti ástæða til að halda viðræðum áfram í bili í ljósi þess hve mikið ber í milli. „Við ætlum að nota tímann til að ræða við samninganefndirnar og baklandið. Það eru ýmsar ákvarðanir sem þarf að taka.,“ sagði Halldór Björnsson, formað- ur Starfsgreinasambandsins, á vef sambandsins. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að á þessari stundu sé mikilvægt að gefa stjórnvöldum tækifæri til að leggja fram tillögur sínar varð- andi lífeyrismál og atvinnuleys- isbætur, en frá þeim hafi ekkert heyrst um þau mál frá því rætt var við ráðherra á laugardag. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FRESTAÐ FYRIR LOKAHNYKKINN Samkomulag varð um það í gær að fresta kjaraviðræðum á almennum markaði til föstudags. Mikið ber enn í milli varðandi launalið nýrra samninga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.