Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 8
8 2. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Afkastamikill ráðherra „Um árabil var umhverfisráð- herra álitinn æðsti verndari og málsvari íslenskrar náttúru, svo hlálega sem það nú hljómar. Stuðningur Sivjar við stórkost- lega landeyðingu hefur umbreytt ráðuneytinu og Landsvirkjun í heljarvirkjun. Ráðherra hefur barist af heift gegn náttúruvernd og á ferlinum hefur henni tekist að eyðileggja bæði mat á um- hverfisáhrifum framkvæmda og Skipulagsstofnun.“ Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur, Morgunblaðið 01. mars Skrýtinn sparnaður „Við skiljum ekki af hverju Heilsugæslan vill frekar kaupa þeirra þjónustu, sem er mörgum launaflokkum hærri en það sem þeir eru að greiða sínum vönu og reyndu starfsmönnum.“ Elsa B. Friðfinnsdóttir um heimahjúkrunardeil- una, Fréttablaðið 01. mars Orðrétt Bæjarbúar kjósa um hvort skipta skuli um ríkisfang: Flýja skattahækkanirnar BANDARÍKIN, AP Íbúar í Killington eru svo ósáttir við hækkun eigna- skatta í Vermont að þeir ætla að greiða atkvæði um hvort þeir segi sig úr ríkinu og óski eftir að verða hluti af næsta ríki, New Hamps- hire, þar sem eignaskattar eru lægri og sölu- og tekjuskattar hverfandi. Þegar ríkisyfirvöld hækkuðu eignaskatta til að auka fjárfram- lög til menntamála kærði sveitar- stjórn Killington, vinsæls skíða- mannastaðar, hækkunina. Einn dómstóll sagði hana ólöglega en hæstiréttur Vermont staðfesti hana. Því urðu íbúarnir að leita annarra leiða til að sleppa við skattinn sem þeir segjast ekki fá til baka nema að litlu leyti. Sveitarfélagið hefur kostað rannsókn á áhrifum þess að flytja bæinn úr einu ríki Bandaríkjanna í annað og var niðurstaðan sú að skattagreiðslur bæjarbúa og fyr- irtækja myndu lækka verulega. En fari svo að bæjarbúar sam- þykki úrsögn í fylkinu eiga þeir enn eftir að sannfæra yfirvöld í Vermont og New Hampshire um ágæti hugmyndarinnar. ■ LÖGREGLUMÁL Settur landlæknir hef- ur skilað lokaskýrslu vegna andláts barns eftir fæðingu á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Samkvæmt u p p l ý s i n g u m blaðsins kemur fram í skýrsl- unni, að móður- inni hafi verið gefið of mikið deyfiefni í leg- háls í fæðing- unni. Málið hefur jafnframt verið sent til rannsóknar hjá lögreglunni í Keflavík. Forsaga málsins er, að móðirin kom á Heilbrigðisstofnunina til að fæða barn sitt í lok september sl. Fæðingin gekk með eðlilegum hætti. Þegar líða tók á hana bað móðirin um að fá mænudeyfingu. Henni var þá tjáð að svæfingalækn- irinn væri ekki á staðnum. Síðan var henni boðin leghálsdeyfing, sem hún samþykkti. Henni var ekki tjáð hvaða áhættu slík deyfing gæti haft í för með sér, svo sem fall í hjart- slætti. Samkvæmt fyrirliggjandi hjartalínuriti, datt hjartsláttur barnsins niður fimm til sjö mínút- um eftir að deyfingin var sett upp og kom ekki upp aftur. Hálftíma til 35 mínútum síðar var gerður bráða- keisaraskurður á konunni. Barnið var flutt með sjúkrabíl á Landspít- ala, þar sem það lést skömmu síðar. Aðstandendur móður og barns sögðu nokkru eftir atburðinn við Fréttablaðið, að barnið hefði verið „alheilbrigt, stórt og hraustlegt, en það hefði látist af súrefnisskorti“. Öll líffæri hefðu verið orðin óstarf- hæf vegna skortsins. „Þessar þrjátíu til fjörutíu mínútur réðu úr- slitum,“ sögðu aðstandendurnir þá. Setja þurfti landlækni, Jón Hilm- ar Alfreðsson, í málið vegna tengsla skipaðs landlæknis við fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnun- arinnar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins mun orðalag fullnaðar- skýrslu hans þykja að mörgu leyti ómarkvisst og taka ekki af öll tví- mæli. Þó megi lesa út úr því að mis- tök hafi átt sér stað. Dögg Pálsdóttir, lögmaður að- standenda, staðfesti, að settur land- læknir hefði skilað bráðabirgða- skýrslu um atburðinn. Jafnframt hefði aðstandendum verið veittur 2- 3 vikna frestur til að gera athuga- semdir við hana. Sama dag og frest- urinn hefði runnið út hefði hins veg- ar borist lokaskýrsla frá settum landlækni. Hún hefði verið óbreytt frá bráðabirgðaskýrslunni. Dögg sagði enn fremur, að með- an ekki lægi alveg fyrir hvernig mál myndu skipast, það er hvort tekið yrði tillit til athugasemda hennar, væri hún ekki tilbúin til að ræða skýrslu landlæknis né athuga- semdir sínar. jss@frettabladid.is BAGDAD, AP Meðlimir fram- kvæmdaráðs Íraks komust í gær að samkomulagi um bráðabirgða- stjórnarskrá eftir talsverðar deil- ur sem urðu til þess að samþykkt- in dróst fram yfir þau tímamörk sem þeim voru sett upphaflega. Samkvæmt stjórnarskránni verður Írak ríkjabandalag 18 ríkja sem hafa nokkurt sjálfræði og geta sameinast eða haft sam- starf sín á milli. Íslam verður op- inber trú Íraks og ein af upp- sprettum löggjafarinnar en ekki eina uppsprettan eins og sjíamúslimar vildu. Bannað verð- ur að setja lög sem stangast á við trúarbrögðin. Ákvæði eru um að þingkosn- ingar skuli fara fram ekki síðar en 31. janúar næst komandi. Þriggja manna ráð, forseta og tveggja fulltrúa, skipar for- sætisráðherra og ráðherra ríkis- stjórnar. Ekki hefur þó verið ákveðið hvernig fyrsta ríkis- stjórnin, sem starfar fram að kosningum, verður valin. Fyrsta þingið fær það verkefni að semja stjórnarskrá sem gildir til frambúðar. Ekkert samkomulag náðist um stærð og stjórnarfar á sjálf- stjórnarsvæði Kúrda í norðan- verðu Írak né hverjir réðu olíu- auðnum á svæðinu. ■ Úrslitakostir: Gegn fram- sali Serba BELGRAD, AP Sósíalistaflokkur Serbíu, sem Slobodan Milosevic var í forsvari fyrir, segist munu fella nýju stjórnina ef hún fram- selur einhverja Serba, sem grun- aðir eru um stríðsglæpi í borgara- stríðinu í Júgóslavíu, til stríðs- glæpadómstólsins í Haag. Ríkisstjórn Vojislav Kostunica, forsætisráðherra og fyrrum for- seta, ræður innan við helmingi at- kvæða í þinginu en samdi við sós- íalista um að verja stjórnina van- trausti. Kostunica hefur sagt að það verði ekki forgangsmál hjá ríkisstjórninni að framselja mein- ta stríðsglæpamenn. ■ FRADKOV HEILSAR PÚTÍN Mikhail Fradkov tekur í höndina á Pútín. Nýr forsætisráðherra Rússlands: Lítt þekktur MOSKVA, AP Vladimir Pútín Rúss- landsforseti útnefndi lítt þekktan stjórnmálamann, Mikhail Fradkov, sem nýjan forsætisráðherra lands- ins. Fradkov, sem er fyrrum við- skiptaráðherra Rússlands og yfir- maður skattalögreglunnar, hefur verið sendiherra Rússlands hjá Evrópusambandinu síðan í mars 2003. Fyrir viku rak Pútín Rússlands- forseti Mikhail Kasyanov úr em- bætti forsætisráðherra og með hon- um ríkisstjórn hans. Fradkov var ekki í hópi þeirra sem stjórnmála- skýrendur töldu líklegastan til að taka við starfinu en Pútín lýsir hon- um sem öguðum fagmanni sem hafi aflað sér víðtækrar reynslu innan rússneskrar stjórnsýslu. ■ KOSNINGASPJALD „Killington, New Hampshire – samfélag um að koma í veg fyrir grimmd gegn skattgreiðendum,“ segir á þessu auglýs- ingaspjaldi. FUNDUR Í FRAMKVÆMDARÁÐINU Mahmoud Othman og Rajaa Al-Khuzaai, tveir meðlimir framkvæmdaráðsins, sem sam- þykkti nýja stjórnarskrá til bráðabirgða. Samkomulag náðist um bráðabirgðastjórnarskrá: Ekki lög í mótsögn við íslam „Þessar þrjátíu til fjörutíu mín- útur réðu úr- slitum. ■ Afríka UPPLÝSIR UM EIGNIR SÍNAR Paul Kagame, forseti Rúanda, hefur skilað inn skýrslu um allar eignir sínar og hvernig hann eignaðist þær til nýrrar stofnunar í Rú- anda, sem á að berjast gegn spill- ingu í stjórnkerfinu. Samkvæmt nýrri stjórnarskrá landsins ber embættismönnum að upplýsa um eignir sínar og tekjur. Ljúgi þeir til um þær verða þeir lögsóttir. Rakið til deyfiefnis Of mikið deyfiefni í legháls móður talið hafa valdið dauðsfalli barns skömmu eftir að það var tekið með bráðakeisaraskurði. Á LEIÐ Í TJALDBÚÐIR MEÐ ÞUNGAR BIRÐAR Jarðskjálftinn í Al Hoceima í Marokkó skildi fjölda fólks eftir án heimilis. Konan hér að ofan burðaðist með eigur sínar á leið sinni til tjaldbúða þar sem henni var uppálagt að hafast fyrir þar til koma mætti fólki í traustara húsnæði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.