Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 14
Það er sorglegt að þeir opinberustarfsmenn sem tekið hafa að sér heimahjúkrun í Reykjavík og Kópa- vogi skuli ekki geta gert það með þeim hætti að þeir sjúklingar sem þurfa á þjónustunni að halda geti treyst á að fá hana skammlaust. Deilur yfirboðara og starfsfólks eru án efa hinar merkustu – en þær geta ekki verið svo merkar að réttlætan- legt sé að heyja baráttuna á baki sjúklinga sem eiga hvorki sök á deil- unum né búa við þau kjör að þeir geti tekið að sér að bera hitann og þung- ann af þessu karpi. Sá ósiður ríkisvalds og sveitar- félaga að semja helst aldrei við starfsmenn sína fyrr en kjaradeil- urnar eru farnar að bitna harkalega á þeim sem síst skyldi er óþolandi. Það er ekki eins og þessi deila hafi komið að yfirboðurum heilsugæsl- unnar eins og þjófur um nótt. Það hefur legið fyrir mánuðum saman að ef ekkert yrði að gert myndu sjúk- lingar í heimahúsum missa þá þjón- ustu sem þeim er nauðsynleg til að geta komist bærilega af. En þótt flestum hafi átt að vera ljós ábyrgð þeirra sem reka heilsugæsluna virð- ist hún hafa farið framhjá þeim sem tóku starfann að sér. Þeir virðast hafa treyst á að deilan gufaði upp eða leystist af sjálfu sér – eða þeir hafa ekki skilið að verkefni þeirra var að tryggja sjúklingum hjúkrun í heimahúsi. Þeir hafa líklega skil- greint verkefni sitt svo að þeim bæri að hafa sigur í kjarabaráttu – sama hvað það kostaði sjúklingana. Það er lýsandi fyrir ráða- og ábyrgðarleysi þessa fólks að það rauk upp til handa og fóta að redda öðrum hjúkrunarfræðingum til að vinna verkin þegar starfsfólk þess var komið í stræk. En þessi lausn var svo illa undirbúin að hún rann út í sandinn. Þegar til kom treystu aðrir hjúkrunarfræðingar sér ekki til að ganga í verk þeirra sem voru í kjara- baráttu. Þegar sú staða er öllum ljós má ætla að samningsstaða þeirra sem reka heilsugæsluna sé orðin eins afleit og hugsast getur. Þeir leit- uðu annarra lausna en að semja við starfsmenn sína í sátt, en komust að því að sú leið er ekki fær. Starfsfólk- ið hefur þá öll tögl og haldir í málinu og getur beðið rólegt eftir að yfir- boðararnir gangi að kröfum þess. Frá því að tilraunir hófust til þjóðarsáttarsamninga fyrir um tutt- ugu árum hefur verið nokkur friður á almennum vinnumarkaði. Fyrir þann tíma voru löng og ströng verk- föll tíð. Launþegar og atvinnurek- endur sömdu helst ekki fyrr en allt var komið í kaldakol. Á undanförn- um árum og áratugum hefur verk- föllum fækkað en kaupmáttur aukist því meira. Hið opinbera vill ekki læra af þessari reynslu. Það kemur enn fram við starfsfólk sitt eins og óvini sína. Og ef ekki er nógur hasar- inn flytur ríkisvaldið inn slæma at- vinnurekendur til að níðast á sínu fólki upp á hálendi. Það er fyrir löngu kominn tími til að sveitarfélög og ríkisvald axli ábyrgð af atvinnurekstri sínum – þar á meðal gagnvart starfsfólki sínu. ■ Miðstöð hagfræði- og við-skiptarannsókna í Bretlandi (CEBR) hefur sent frá sér spá um fjölda milljónamæringa í Bret- landi árið 2010. Samkvæmt henni mun tala milljónamæringa, í pundum talið, þrefaldast á næstu sex árum. Samkvæmt tölum stofnunarinnar eru um 230 þús- und milljónamæringar í Bretlandi nú um stundir, en þeir verða um 760 þúsund árið 2010. Um þetta mátti lesa í The Guardian í gær. Blaðið bendir á, að góður frétt- irnar í þessu séu vitaskuld þær að draumurinn um milljónirnar, sem margir Bretar – og reyndar aðrar þjóðir einnig – bera í brjósti, munu rætast í fleiri tilvikum en áður. En vondu fréttirnir eru hins vegar þær, að líklega mun það ekki þykja neitt merkilegt í Bret- landi árið 2010 að eiga sjö stafa summu inni á bankabókinni. Millj- ónamæringar, með öðrum orðum, munu verða daglegt brauð og þar með detta úr tísku, Á þeim verður gengisfall eða eins og Douglas McWilliams yfirmaður CEBR seg- ir í viðtali við Guardian: „Ég held að það verði ekki sagt lengur um milljónamæringa að þeir séu ríkt fólk.“ 1,9 milljón milljónamæring- ar árið 2020 Höfuðástæðan fyrir þessari aukningu milljónamæringa er hækkandi fasteignaverð. Eftir sex ár munu fjölmargir íbúðar- kaupendur, sem keypt hafa íbúð- ir sínar á réttum tíma fyrir upp- sveifluna, fara að njóta umtals- verðra ávaxta af þeim fjárfest- ingum sínum. CEBR heldur því raunar fram að um 90% af aukn- ingunni í milljónamæringum muni eiga rætur sínar að rekja til hækkandi fasteignaverðs. Stofnunin hefur einnig gert spá fyrir árið 2020. Gert er ráð fyrir að þá verði breskir milljónamær- ingar – en hafa ber í huga að millj- ón pund eru 128 milljónir íslensk- ar krónur – orðnir um 1,9 milljón- ir að tölu. Milljarðamæringar taka við En þó svo að líklega verði gengisfall á milljónamæringum, þá er líklegt að milljónirnar muni þrátt fyrir allt hafa ýmsa kosti í för með sér fyrir viðkomandi ein- staklinga. Líklegt er að mikil aukning verði í sölu á sumarhús- um, háklassa utanlandsferðum, nuddpottum og öðrum slíkum lúx- usvarningi. Ef marka má upplýs- ingar frá breska lottóinu, þá virð- ast breskir milljónamæringar hafa tilhneigingu til þess að eyða auðæfum sínum helst í lúxusbíla – eins og BMW og Land Rover – og í utanlandsferðir, og þá einna helst til Spánar, Bandaríkjanna eða Ítalíu. Hins vegar eru þess einnig dæmi að nýríkir eyði auðæfum sínum í kastala, fótboltafélög eða jafnvel hluta úr tunglinu, sem hægt er að kaupa dýru verði. Ef fólk hins vegar hefur hugs- að sér að nota nýfenginn auð sinn til þess að fjárfesta í annarri fast- eign, er líklegt að það muni ekki ganga vel, þar sem fasteignir verða einmitt orðnar ákaflega dýrar, sem er orsökin fyrir ný- fengnum auðnum. McWilliams telur líkur á að í framtíðinni munu milljarðamær- ingar taka þá virðingarstöðu sem áður fylgdi því að vera milljóna- mæringur. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um heimahjúkrun í höndum hins opinbera. 14 2. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Svo virðist sem Íslendingar séumiðstýrðari í opinberri stjórn- sýslu heldur en allar nágrannaþjóð- ir okkar. Um 70% verkefna hins opinbera er hérlendis á vegum rík- isins en aðeins um 30% í höndum sveitarfélaga. Fyrir vikið er vald og ákvarðanataka miðstýrðari og fjar- lægari fólkinu í landinu en tíðkast meðal grannríkja okkar. Lítið þýðir að skattyrðast í sveitarstjórnum vegna stærstu málaflokka því „þeir fyrir sunnan“ ráða. Allt á sínar skýringar og um þessi mál eru þær margar. Með stærri kjördæmum eykst svo fjarlægð almennings frá stjórnsýslunni enn frekar. Tíma- bært er að koma á nýrri skipan. Frá ríki til sveitarfélaga Náðst hefur samkomulag milli félagsmálaráðherra og Sambands sveitarfélaga um að efna til átaks um að efla sveitarstjórnarstigið. Verkefnisstjórn vinnur að því að skilgreina verkefni sem færa mætti frá ríki til sveitarfélaga. Færa verk- efni nær fólkinu og auka þannig valddreifingu í s a m f é l a g i n u . Fyrstu hugmynd- ir verða kynntar á fundi fulltrúa- ráðs Sambands sveitarfélaga í byrjun apríl nk. Takist vel til eykst skilvirkni og gæði þjónustu við íbúana. Jafn- framt styrkja aukin verkefni einstök sveitarfé- lög og gefa þeim betra olnbogarými til að gegna skyldum sínum gagnvart íbúunum. Gráum svæðum í samskiptum ríkis og sveitarfélaga ætti að eyða svo að skýrt sé hver gegni ábyrgð í ein- stökum málaflokkum. Kakan öll heim í hérað Samhliða flutningi verkefna til sveitarfélaga verður tekjuskipting þeirra endurskoðuð. Augljóslega munu sveitarfélög ekki taka við nýjum verkefnum án þess að pen- ingar fylgi. Sérstök nefnd skoðar þau mál jafnhliða. Mikilvægt er að sátt náist um slíkt mat. Nýlega heyrði ég reyndar kastað fram at- hyglisverðri hugmynd í þessu skyni. Á grundvelli áðurnefndrar verkefnaskiptingar skipta ríki og sveitarfélög með sér staðgreiðslu skatta. Eðlilega er hlutur ríkisins í dag all stór af þeirri köku enda verkefnin fleiri á þess vegum. Auk- ið vægi sveitarfélaga í stjórnsýsl- unni leiðir til stærri sneiðar þeirra af skatttekjum. Ágætur maður spurði hvort ekki kæmi til greina að sveitarfélögin héldu alfarið öllum tekjum af staðgreiðslunni samhliða nýjum verkefnum. Sannarlega er þetta nýstárleg nálgun og a.m.k. skemmtilegt að skoða kosti hennar og galla. Nærþjónusta og lýðræði Ríkið fær drjúgan hluta tekna sinna af virðisaukaskatti, alls kyns þjónustugjöldum, aðflutningsgjöld- um, olíuskatti o.s.frv. Sumir þess- ara þátta eru bundnir tilteknum verkefnum en aðrir notaðir til reksturs velferðarkerfisins. Sveit- arfélög eru ólík að gerð. Þá ríkir töluverð samkeppni milli þeirra um fólk. Flest vilja laða til sín fleira fólk og vilja í því skyni bjóða sem besta þjónustu fyrir þegna sína. Fái sveitarfélögin allar tekjur af stað- greiðslunni skapast svigrúm fyrir þau til að fara ólíkar leiðir til að uppfylla óskir þegna sinna. Þær áherslur geta verið mismunandi eftir samsetningu íbúa og vilja þeirra til samneyslunnar. Í raun ætti að gefa þeim færi á að ráða í auknum mæli tekjuskatti og út- svari. Þannig má segja að ákvörðun um þjónustustigið sé orðin til muna lýðræðislegri og nær fólkinu sjálfu heldur en hið miðstýrða kerfi sem við búum við í dag. Ugglaust er margt sem mælir gegn slíkri hug- mynd en hún er þess virði að skoða, um leið og hugað er að eflingu sveitarstjórna í landinu og um leið lýðræðislegri valddreifingu stjórn- sýslunnar. ■ Stúdentum mismunað „Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, vann kosningar til Stúd- entaráðs Háskóla Íslands í þriðja sinn á dögunum. Fór þessi sigur furðulega lágt í fjölmiðlum – að minnsta kosti í samanburði við gauraganginn, sem jafnan varð, þegar Röskva var að vinna sigra sína fyrr á árum og látið var í veðri vaka, að þar með væru að gerast tímamót í íslenskum stjórnmálum. Af úrslitunum mætti ráða framtíð íslenskra stjórnmála um langan aldur og einstaklingar úr Röskvuliðinu voru hafnir til hæstu hæða á prenti og í ljósvakanum. Röskvuliðar láta nú einna helst að sér kveða innan R-listans í Reykjavík og skiptast þar í þrjá flokka fyrir utan að treysta sér ekki til að viðurkenna flokkslit, svo að vísað sé til Dags B. Egg- ertssonar borgarfulltrúa.“ BJÖRN BJARNASON Á VEF SÍNUM BJORN.IS. Frelsi til að eta „Hrakspár þeirra sem helst börð- ust gegn því að bjórinn skyldi leyfður á ný hafa ekki ræst. Það hefur ekkert á þessum tíma breyst til hins verra. Það eina sem breyttist var að fólk hafði frelsi til að velja fyrir sjálft sig. Það sem í gangi var fram til 1. mars 1989 í málefnum bjórsins var forræðishyggja í sinni bestu mynd. Enda sást vel að fólk kunni vel að meta frelsið sem því var veitt. Það á að vera almennings að ákveða hvað það borðar og ekki síður drekkur.“ STEFÁN FRIÐRIK STEFÁNSSON Á FRELSI.IS. Þvottaefni fyrir konur „Í síðustu viku bárust fjölmargar fjöldapóstsendingar inn um lúg- una líkt og vanalega. Ein sending- in vakti þó sérstaklega athygli heimilismanna, þvottaefnisprufa stíluð á sambýliskonu mína. Þar sem við tilheyrum jafn- réttiskynslóðinni þótti fjöldapóst- sendingin úr takt við veruleika þann sem við teljum okkur lifa í, á 21. öldinni.“ HAUKUR AGNARSSON Á SELLAN.IS Hræðsluáróður gegn útlendingum „Hræðsluáróður gegn útlending- um byggist að mestu á þremur lykilþáttum eða klisjum. Í fyrsta lagi að taka neikvæðar fréttir af fólki af erlendum uppruna og heimfæra þær upp á alla útlend- inga. Í öðru lagi að ýkja og af- skræma alla tölfræði um mála- flokkinn. Í þriðja lagi að heim- færa satt og logið ástand og töl- fræði erlendis í þessum málum upp á Ísland. Til að rökstyðja og efla áróðurinn hafa hatursberarnir síðan legið yfir öllum erlendum fréttum um útlendinga og tekið allar nei- kvæðar fréttir, upplýsingar eða tölfræði um þá og slegið þeim upp sem áróðri gegn innflytjend- um. Þessar fréttir og upplýsingar eru iðulega teknar úr samhengi og aldrei er minnst á jákvæðar fréttir tengdar innflytjendum sem eru eflaust álíka margar. Hræðsluáróðurinn er síðan ávallt notaður til ýta undir neikvæða mynd af útlendingum.“ ANDRI ÓTTARSSON Á DEIGLAN.COM Öll staðgreiðslan til sveitarfélaga? ■ Af Netinu Milljónamæringar ekki merkilegir lengur Versti atvinnurekandinn „Með stærri kjördæmum eykst svo fjar- lægð almenn- ings frá stjórnsýslunni enn frekar. Tímabært er að koma á nýrri skipan. Um daginnog veginn HJÁLMAR ÁRNASON ■ alþingismaður skrifar um efl- ingu sveitarfé- laganna. Úti í heimi ■ Tala milljónamæringa í Bretlandi mun að öllum líkindum þrefaldast á sex árum. TEKJUR RÍKISINS Ríkið fær drjúgan hluta tekna sinna af virðisaukaskatti, alls kyns þjónustugjöldum, aðflutn- ingsgjöldum, olíuskatti o.s.frv. Í GÓÐUM MÁLUM Talið er að milljónamæringar verði orðnir tæpar tvær milljónir í Bretlandi árið 2020. Það mun því ekki þykja merkilegt lengur að vera milljónamæringur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.