Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 2. mars 2004
TÓNLIST Söngkonan Kylie Minouge
kastaði stríðshanska framan í
stöllu sína Beyoncé Knowles um
helgina þegar hún lýsti því yfir
með látum að hún væri betri en
Beyoncé. Stúlkurnar hafa tekist á
um þægilegustu sætin á popp-
vinsældalistum en nú gætu vær-
ingar þeirra færst yfir á síður
slúðurblaðanna.
Kylie tróð upp í London um
helgina og öskraði yfir áhorfend-
ur, sem voru um 2000 talsins, að
hún væri betri en Knowles. Hún
hélst svo áfram að skjóta á aðrar
söngkonur þegar hún hafði yfir-
gefið sviðið og beindi þá spjótum
sínum að Britney Spears og
Christina Aguilera.
Kylie, sem er ekki beinlínis
þekkt fyrir að vera siðvandasta
stúlkan í bransanum, sagði
söngkonurnar ungu vera allt of
grófar í tónlistarmyndböndum
sínum.
„Ég hafði ekki séð myndbönd
í dálítinn tíma, þegar ég kíkti á
það sem þær eru að gera og get
einfaldlega sagt að svona lagað
myndi ég aldrei gera. Ég hef
alltaf haldið mig réttum megin
við línuna.“ ■
KYLIE MINOGUE
Hefur alltaf þótt frekar djörf en samt tekst
þeim Britney Spears og Christinu Aguilera
að ganga fram af henni.
Kylie rífur kjaft
Simon biðst afsökunar
FÓLK Rangláti American Idol dóm-
arinn, Simon Cowell, hefur beðið
Sharon Osbourne afsökunar á
ósmekklegum ummælum sem
hann lét falla um vélhjólaslysið
sem Ozzy Osbourne lenti í á síð-
asta ári. Simon fullyrti að gamli
rokkarinn hefði sviðsett slysið til
þess að auka söluna á nýrri plötu.
Simon hefur nú látið þau boð út
ganga að hann hafi alls ekki gert
sér grein fyrir því hversu alvar-
leg meiðsl Ozzys voru í raun.
Simon mætti í spjallþátt Shar-
onar og sagðist hafa talið slysið
álíka alvarlegt og að detta af stól.
„Ég sver það að ég vissi ekki bet-
ur.“ Simon gaf sig þó ekki þegar
Sharon fullyrti að Kelly, dóttir
hennar og Ozzys, væri sæt. Það
vildi dómarinn ekki viðurkenna.
„Nei. Hún er dóttir þín, þannig að
þér getur fundist hún vera sæt, en
ég get ekki tekið undir það.“ ■
SIMON COWELL
Sér eftir því að hafa gert lítið úr meiðslum Ozzys Osbourne en stendur fastur á því að
Kelly, dóttir rokkarans, sé ekki falleg.