Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 2. mars 2004 flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.300kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.300kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.400 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 3.-9. mars VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 2.600kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og GRÍMSEYJAR 2.600 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og Krónufargjald fyrir börnin 14. feb.-14. mars ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 38 08 02 /2 00 4 HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Þunglyndi Sálfræðilegt sjónarhorn Fræðsluerindi á vegum Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði Haldið í „Námunni", húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7 Átta fyrirlestrar á fimmtudagskvöldum í mars 2004, kl. 20:15-22:00 Opnir fyrirlestrar - allir velkomnir Dagskrá: Fimmtudagur 4.3. 1. Þunglyndi: Sálfræðileg sýn á vaxandi vanda. Árangursrík meðferð, en skert aðgengi. Oddi Erlingsson, klínískur sálfræðingur 2. Þunglyndi: Einkenni, orsakir og algengi. Jón Sigurður Karlsson, klínískur sálfræðingur Fimmtudagur 11.3. 3. Þunglyndi, líkamlegir sjúkdómar og streita. Dr. Hörður Þorgilsson, klínískur sálfr. 4. Þunglyndi, áföll og erfið lífsreynsla. Álfheiður Steinþórsdóttir, klínískur sálfræðingur Fimmtudagur 18.3. 5. Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð við þunglyndi. Auður R. Gunnarsdóttir, klínískur sálfræðingur 6. Þunglyndi og misnotkun áfengis. Ása Guðmundsdóttir, klínískur sálfræðingur Fimmtudagur 25.3. 7. Jákvæð sálfræði: Forvörn við þunglyndi. Dr. Gunnar Hrafn Birgisson, klínískur sálfræðingur 8. Forvarnarstarf hjá börnum, unglingum og fullorðnum. Dr. Eiríkur Örn Arnarson, klínískur sálfræðingur Fundarstjórn: Gunnar Hrafn Birgisson og Oddi Erlingsson. Dagskráin er haldin með stuðningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og verkefni Landlæknisembættisins, Þjóð gegn þunglyndi. Aðgangseyrir kr. 500,- FSKS Félag sérfræðinga í klínisri sálfræði Það ætlaði allt um koll að keyraþegar sala á miðum á tónleika bandarísku rokkhljómsveitarinnar KoRn hófst á sunnudaginn. Langar biðraðir mynduðust við útsölustað- ina og segja fróðir menn að annað eins hafi ekki sést síðan miðasala hófst á tónleika Rammstein sumarið 2001. Fyrirhugað var að setja 250 miða í símasölu fyrir landsbyggð- ina, um leið og sölustaðir opnuðu, og átti fólk að geta pantað miða með því að hringja í símanúmerið 525 5040. Þessir miðar komust þó ekki í umferð þar sem símkerfið sprakk undan álagi á fyrstu mínút- unum. Til stóð að styrkja símkerf- ið í gærmorgun og koma miðunum strax í umferð. Seinnipart dags í gær voru enn til einhverjir miðar á tónleikana í Skífunni. Þar á bæ mæltu menn með því að þeir sem vildu tryggja sér miða, ættu að hafa hraðar hendur þar sem engar líkur væru á því að afgangurinn entist lengi. ■ Batman er mættur til Íslandssamkvæmt heimildum Frétta- blaðsins og tökur á atriðum fyrir fimmtu stórmyndina um Leður- blökumanninn eru hafnar í Svína- felli á Öræfum. Leikstjóri mynd- arinnar, Christopher Nolan, mun hafa komið til landsins með þotu á laugardaginn ásamt aðalleikaran- um Christian Bale og sjálfum Liam Neeson, sem leikur vonda kallinn í myndinni. Tíminn er dýr- mætur í kvikmyndabransanum og Bale og Neeson eru víst nú þegar byrjaðir að slást á ísnum. Viðbúnaðurinn á tökustað er mikill og það er mál manna að þessi tökuvinna sé sú umfangs- mesta sem farið hefur fram hér- lendis. Mikil leynd hvílir yfir verkefninu. Sést hefur til fólks sem er merkt Intimitation Game en sá orðrómur gekk um tíma að það væri nafn myndarinnar. Framleiðandi myndarinnar, Warn- er Brothers, hefur í millitíðinni lýst því yfir að myndin muni heita Batman Begins en það er víst bannað að nefna Batman á nafn á tökustað og merki hetjunnar er hvergi sjáanlegt. Öll hótelherbergi á svæðinu eru að sögn þeirra sem til þekkja uppbókuð en liðsmenn Leður- blökumannsins kunna greinilega best við sig í skugganum. Þannig könnuðust menn á Shellstöðinni í Freysnesi ekki við það að kappinn væri mættur á staðinn. ■ Batman CHRISTIAN BALE ■ og Liam Neeson eru að sögn mættir til Íslands og eru byrjaðir að takast á í Svínafelli. Biðraðir KORN ■ Aðdáendur hljómsveitarinnar biðu ekki boðanna og söfnuðust saman við miðasölustaði á sunnudaginn. BATMAN Er byrjaður að slást fyrir framan mynda- tökuvélarnar í Svínafelli en heimamenn kannast ekki við það að hafa rekist á kappann. Batman berst á jöklinum KoRn miðarnir að klárast KORN Sveitin á trygga aðdáendur á Íslandi sem voru snöggir að tryggja sér miða á fyrirhugaða tónleika á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.