Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 30
Þetta kom nú bara til þannig aðí byrjun ársins spurði Sigurjón Kjartansson mig hvort ég hefði áhuga á því að taka þátt í að gera Tvíhöfða teiknimynd og ég svar- aði: „Já, auðvitað hef ég áhuga á því.“ Síðan var ég eiginlega bara ráðinn og síðustu daga hef ég verið á fullu að gera þessar teiknimyndir,“ segir Hugleikur Dagsson myndlistarmaður, sem býr til stuttar teiknimyndir, í anda South Park, sem byggja á út- varpsþættinum Tvíhöfða. Fyrsta myndin verður frum- sýnd á Popp- Tíví á fimmtudaginn klukkan 21.30. „Sigurjón og Jón Gnarr eru aðalpersón- urnar í þáttunum. Þeir eru s t a r f s - menn á út- v a r p s - stöð og stór hluti af þáttunum er bara eitt- hvað blaður í þeim. Svo verð- ur framhaldsleik- ritið Kleópatra þarna og fleira. Það má segja að þetta sé vel val- ið blaður og þættirnir eru unnir upp úr sketsum, efni sem þeir hafa þegar skrifað fyrir útvarp og einhverju sem þeir hafa sagt upp úr þurru. Það má segja að ég myndgeri þetta efni fyrir þá.“ Hver þáttur er um 25 mínútur með auglýsingum, rétt eins og South Park þættirnir. „Þetta er rosalega mikil vinna og eitt það erfiðasta sem ég hef gert en þetta er engu að síður draumavinna.“ Þættirnir hafa verið kynntir í útvarpi og sjónvarpi og hafa þeg- ar vakið nokkra athygli þó sá fyrsti sé ekki enn farinn í loftið. „Ég horfði aðeins á sjónvarpið um helgina og sá þá auglýsta í það minnsta 20 sinnum og varð bæði himinlifandi og dauðskelkaður. Þetta er sjálfsagt það stærsta sem ég hef gert en ég hugsa ekki um það þannig. Þetta er bara enn eitt myndlistarverkið.“ ■ Hrósið 30 2. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Nýlega kynnti Þorgerður Þor-valdsdóttir niðurstöður sínar varðandi þátttöku kvenna í fjöl- miðlum í kosningabaráttunni síð- astliðið vor, þar sem hún leiddi rækilega í ljós að hlutur kvenna í spjallþáttum var ákaflega rýr og það sama gildir um flesta aðra þætti í sjónvarpi og útvarpi,“ seg- ir Kristín Ástgeirsdóttir, ráðskona í Femínistafélagi Íslands, en fé- lagið mun halda fund á Kaffi Sól- on klukkan 20 í kvöld um konur, stjórnmál og fjölmiðla. Þorgerður Þorvaldsóttur er kynjafræðingur og kannaði meðal annars hlut kynjanna í nokkrum útvarps- og sjónvarpsþáttum sem einkennast af því að vera spjall- þættir um dægurmál. Einnig er til eldri könnun sem gerð var af til- hlutan nefndar um konur og fjöl- miðla sem leiddi í ljós að konur voru 30% viðmælenda í fjölmiðl- um. „Okkur langar að ræða hvernig á þessu stendur og hvaða frétta- mat býr þarna að baki og hvað menn álíta að fólk vilji hlusta á. Hvort menn telji virkilega að það þurfi ekki að hlusta á sjónarmið kvenna og hvort konur hafi ekkert að segja hvað varðar þjóðmálin.“ Tveir fjölmiðlamenn, þeir Ró- bert Marshall og Þorfinnur Ómarsson, og tvær alþingiskonur, þær Bryndís Hlöðversdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir, munu taka þátt í umræðunni. ■ Fundur FEMÍNISTAFÉLAG ÍSLANDS ■ Heldur fund um rýra stöðu kvenna í fjölmiðlum Tvíhöfði HUGLEIKUR DAGSSON ■ hefur búið til teiknimyndir sem bygg- ja á Tvíhöfðaþáttunum. Sú fyrsta verður sýnd á PoppTíví á fimmtudaginn. Imbakassinn ..... fær Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu, fyrir að gera skurk í útgáfumálum Halldórs Laxness hjá fyrirtækinu. Fréttiraf fólki ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Arnar Jensson Kristinn H. Gunnarsson Pjetur Sigurðsson tók myndina af Jóni Ólafssyni í dag Grátkonan kostaði verkafólk 250 millur Hrafn með bók um skilnaðinn Húsvörður Davíðs fékk ekkert upp úr honum varðandi kaup Kára í Norðurljósum Nei, sko til! Þú ert með viðurkenn- ingu fyrir mætingu í sundi, silfur- verðlaun úr Dansskóla Dúdda, valinn vinalegasti strákurinn í fimmta bekk, brons úr fimleikakeppni grunnskóla... Ekki svona hátt, í guðanna bænum! Lárétt: 1 flottur, 5 dveljast, 6 tónn, 7 félag, 8 ambátt, 9 ilma, 10 sæki, 12 poka, 13 blóm, 15 einkennisstafir, 16 gælunafn, 18 prýðileg. Lóðrétt: 1 hefur lokið námi, 2 stúlkunafn, 3 átt, 4 venjubundið, 6 býr til, 8 eins um n, 11 sómi, 14 greina frá, 17 silfurtákn. Lausn. Lárétt: 1fínn,5una,6la,7la,8man,9 anga,10næ,12mal,13urt, 15re,16 maja,18ágæt. Lóðrétt: 1fullnuma,2ína,3na,4vana- legt, 6lagar, 8mnm,11æra,14tjá,17ag. Margir virðast vera farnir aðókyrrast yfir því að Ólafur Ragnar Grímsson hafi ekki tilkynnt hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram til forseta. Þar sem þetta langt er liðið á árið virðist ljóst að hann sé ekki á för- um sjálfviljugur. Vitað er um tvo menn sem ætla að bjóða sig fram, hvað svo sem Ólaf- ur ætlar sér; Ást- þór Magnússon sem gefst ekki upp og Snorra Ás- mundsson. Frést hefur að Snorri ætli sér að sækja um listamanna- styrki til að kosta framboðið. Því hlýtur framboðið eða forsetaembættið að vera listamannsgjörningur. Titringsöldurnar bárust víðaþegar fréttist af því, fyrr í vikunni, að sumir einstaklingar væru að leita logandi ljósi eft- ir alvöru fram- boði í forseta- stól. Síðar frétt- ist svo að leitað hafi verið til Rannveigar Rist um það efni, þó svo hún vilji ekki gefa það upp hverjir hafi verið að þrýsta á hana. Spekúlantar hafa gefið sér að þar sem hún er kona tengd viðskiptalífinu séu það helst sjálfstæðismenn sem hafi leitað til hennar. Þó svo Rannveig sé sú eina sem hafi viðurkennt að hún hafi verið hvött til framboðs er ekki þar með sagt að hún sé sú eina sem leit- að hefur verið til og verður spennandi að sjá hvort fleiri gefi sig fram. Nafn Ellerts B. Schram hefur sterklega komið til tals í því efni og væri það ekki í fyrsta sinn sem til hans væri leitað í þeim efnum. BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR, SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR, ÞORFINNUR ÓMARSSON OG RÓBERT MARSHALL Taka þátt í umræðum um þátttöku kvenna í fjölmiðlum klukkan 20 á Kaffi Sólon. Konur og fjölmiðlar Teiknar Tvíhöfða FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N HUGLEIKUR DAGSSON Sá útbreiddi misskilningur er kominn á kreik að Hugleikur sé sonur Dags Sigurðar- sonar skálds. Þetta er alrangt og Hugleikur greip tækifærið þegar það gafst og leiðrétt- ir það hér með í hundrað þúsund eintök- um að hann er sonur Dags Þorleifssonar. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.