Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 17
17ÞRIÐJUDAGUR 2. mars 2004 DAGMAR JÓNSDÓTTIR Forstöðukona Alhjúkrunar sem hefur gert samning við Heilsugæsluna um heima- hjúkrun í kjölfar kjaradeilu Heilsugæslunn- ar og Heimahjúkrunar. Hver? Ég er hjúkrunarfræðingur. Jákvæð og ákveðin og kem því í verk sem ég vil. Hvar? Ég er stödd heima hjá mér. Hvaðan? Ég er úr Reykjavík, fædd og uppalin. Ættir á ég að rekja á Vestfirði, Austfirði og Suðurlandsundirlendið. Það vantar bara Norðurlandið. Hvað? Ég hef gaman að því að fara í bíó og lesa, sérstaklega bækur eftir Stephen King, Arnald Indriðason og Gunnar Gunnarsson. Af bókum grípur mig flest. Svo hef ég gaman af því að hafa matar- boð fyrir fjölskylduna. Hvernig? Það er sjaldan sem maður borðar gamla góða lærið, þannig að ég er oft með það sem ég elda eftir uppskrift frá móður minni. Hvers vegna? Það er svo skemmtilegt fólk í fjölskyld- unni. Við börnin og tengdabörnin náum vel saman og ræðum það sem við erum að gera og eigum góðar stundir saman. Hvenær? Reyni að kalla fjölskylduna saman í matarboð eins oft og ég get. ■ Persónan Hákarl í sundlauginni Þetta er orðinn siður hérna,“segir Ingólfur Þorleifsson sem var í skipulagsnefnd fyrir árlegt sundlaugarblót á Suðureyri sem haldið var fyrir skömmu. „Karlar og konur skiptast á að halda stórt þorrablót og þeir sem ekki sjá um þorrablótið sjá um sundlaugar- blótið á Góunni. Þetta árið voru það við karlarnir sem sáum um góublótið og það gekk mjög vel fyrir sig. Það eru reyndar mun færri sem mæta á þetta blót, aðal- lega fastagestir í sundlauginni, en það voru 28 sem mættu í ár og við erum ánægð með það.“ Sami mat- ur er á góublóti og á þorranum og þau fyrrnefndu hugsanlega haldin þegar komið er fram á góu án þess að allir hafi náð að halda þorrablót. Ingólfur segir að það hafi rignt svolítið á meðan á borðhaldi stóð en fólk hafi bara borðað í rigning- unni. „Í fyrra snjóaði svo mikið að það var bara hvítt í bökkunum. Veðrið á næsta ári hlýtur því að verða mjög gott.“ Hann segir jafnframt að flestir séu komnir í góða æfingu við að borða í sundi með matinn á korkum í stað bakka. „Það hafði reyndar ein- hver orð á því að það væri hákarl í lauginni, en það var nú ekkert al- varlegt.“ Það dugar ekki annað en að mæta fínt klæddur á blót og skipti engu að í þetta sinn var blótið haldið í sundlaug. „Það er hefð fyrir því að konur mæti í ein- hvers konar kjólum utan yfir sundfötin og karlmenn mæti með bindi og hatta.“ ■ Blót SUNDLAUGARBLÓT Á SUÐUREYRI ■ Fastur liður hjá Súgfirðingum. SIGURÐUR AÐALSTEINSSON OG KOLBRÚN ELMA SCHMIDT Í óvanalegri veislu í sundlauginni á Suður- eyri, upp á klædd og með þorramat á bakkanum. JON BON JOVI Þessi hressi söngvari er 42 ára í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.