Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 18
fjármál o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um f jármál heimilanna Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: fjarmal@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Hvað kostar að freistast í kaffibolla? COFFEE TO GO EÐA KAFFI TIL AÐ TAKA MEÐ SÉR KOMST HRAUSTLEGA Í TÍSKU FYRIR NOKKRUM ÁRUM. SÚ TÍSKA VIRÐIST HALDA VELLI OG ÞEIR ERU MARGIR SEM FREISTAST TIL AÐ KOMA VIÐ Á GÓÐU KAFFIHÚSI OG KIPPA MEÐ SÉR BOLLA AF EÐALKAFFI Á LEIÐINNI Í VINNUNA EÐA Í HÁDEG- INU. EN ALLT KOSTAR PENINGA - LÍKA EINN KAFFI- BOLLI Á DAG... KAFFI LATTE Á 250 KALL KOSTAR 1.250 Á VIKU 5.250 Á MÁNUÐI 53.750 Á ÁRI EF GERT ER RÁÐ FYRIR EINUM KAFFI LATTE ALLA VINNU- DAGA ÁRSINS www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Nánast öll viðskipti gefa punkta Varðan býður upp á mjög víðtæka söfnun ferðafríðinda í formi punkta. Punktarnir hlaðast upp við nánast öll viðskipti sem Vörðufélagar eiga við Landsbankann. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 72 2 02 /2 00 4 Ríkið sparar: Mótframlag- ið minnkar Mótframlag launagreiðanda íviðbótarlífeyrissparnað getur hæst numið 2% ef launþegi leggur 4% af heildarlaunum fyrir. Hér á síðunni var ranglega greint frá því að mótframlagið gæti orðið 2,4%. 0,4% er sú upphæð sem ríkið lagði til ef launþegi lagði 4% í viðbótar- sparnað. Þessi greiðsla ríkisins féll niður um síðustu áramót. ■ Vísitala neysluverðs í janúar 2004: Verðbólga minni en meðaltal EES Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 113,7 stig (1996=100) í janúar síðastliðnum, lækkaði um 0,3% frá fyrra mán- uði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 126,1 stig, lækkaði um 0,2% frá desember. Frá janúar 2003 til janúar 2004 var verðbólgan, mæld með sam- ræmdri vísitölu neysluverðs, 1,7% að meðaltali í ríkjum EES, 1,9% á evrusvæðinu og 1,4% á Íslandi. Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 3,1% í Grikk- landi og 2,3% í Írlandi, Lúxem- borg og á Spáni. Í Noregi mældist 1,4% verðhjöðnun. Þetta kemur fram á vef Hag- stofu Íslands. ■ Borga sama dag og greiðsluseðilinn Sæll Ingólfur, Ég vissi ekki fyrr en ég las í grein sem þú skrifaðir að það skiptir miklu máli að borga inná höfuðstól láns á gjalddaga. En getur þú sagt mér hvort ég get greitt inná höfuðstólinn á gjald- daga þó afborgunin sjálf sé ekki greidd fyrir en á eindaga? Bestu kveðjur, Guðrún Sæl Guðrún. Reglan er sú að greiða viðbótar- greiðsluna, höfuðstólsgreiðsluna, sama dag og greiðsluseðilinn. Þú greiðir því inn á höfuðstólinn á eindaga greiðsluseðilsins. Best er að greiða höfuðstólsgreiðsluna sama dag og greiðsluseðilinn því annars fer hluti af höfuðstóls- greiðslunni í að greiða vexti sem hafa safnast upp á milli gjalddaga. Það er góð regla að greiða reikninga á eindaga eins og þú gerir, því pen- ingarnir safna vöxtum á meðan þeir liggja inni á bankareikningnum. Bestu kveðjur, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal- @frettabladid.is ■ Íáratugi var það 10. febrúar. Íár er það 22. mars. Dagur sem margir fá í magann af og vilja helst spóla yfir. Hvers vegna? Jú, því þann daginn er lokaskila- frestur skattframtalsins; dagur sem æ fleiri kjósa að sneiða framhjá með því að framlengja „leiðindunum“. „Þetta eru auð- vitað ákveðin leiðindi, því það telst nú vart til skemmtiefnis að fylla út skattframtalið sitt,“ segir Brynjar Emilsson sál- fræðingur um vaxandi frestunaráráttu Íslend- inga þegar kemur að skilum á skattframtöl- unum. Það var árið 1999 sem fyrst var hægt að skila framtali á Netinu og frá árinu 2001 hef- ur aðeins kostað léttan þrýsting tölvufingursins að smella á frestunartakk- ann inni á heimasíðu Rík- isskattstjóra. Fresturinn getur þó aldrei orðið lengri en til 2. apríl, eða aðeins tíu dagar. Það var svo í gær- kvöldi sem opnað var fyrir þá sem kjósa að skila framtölum sínum á www.rsk.is, en hjá Rík- isskattstjóra verða menn varir við vaxandi skil á síðasta degi framlengds frests. „Frestunarárátta er kvíða- tengd og þeim sem eru kvíðnir er eðlilegt að forða sér umsvifa- laust úr aðstæðum sem þeir ótt- ast,“ segir Brynjar og bætir við að kvíði sé vaxandi vanda- mál í nútímasamfélagi sökum aukinnar streitu. „Æ fleirum finnst óyfirstíganlegt að takast á við framtalið og treysta sér ein- faldlega ekki í útreikninga og aðra talnavinnu sem það er ekki vant að fást við dags daglega. Svo er alltaf eitt- hvað um a ð ein- staklingar telji sér trú um að þeir séu slappir í stærðfræði og hafa þá fóbíu gagnvart öllu sem við- kemur tölum og útreikningum. Oftast eru þær hugmyndir fólks ekki á rökum reistar.“ Brynjar segir best að drífa sig í skattframtalið sem fyrst en hafa það ekki hangandi yfir höfði sér lengur en með þarf. „Illu er best af lok- ið. Galdur- inn er að skipu- legg- j a sig vel, safna saman gögnum, flokka þessa pappíra og taka sér góðan tíma, því frestunarárátt- an tengist óskipulagi líka. Nú, eða þá að nýta sér hjálp endur- skoðenda eða þeirra sem taka að sér að gera skattframtöl fyrir einstaklinga.“ Því má bæta við, til styrking- ar þeirra sem kvíða fram- talsvinnunni, að sífellt verður auðveldara að fylla út skatt- framtal einstaklinga. Nú eru forskráð inn á framtölin allar tölur frá Tryggingastofnun, líf- eyrissjóðum, atvinnuleysisbæt- ur, launaupphæðir, stöður lána frá LÍN og Íbúðalánasjóði, sem og Fæðingaorlofssjóði. ■ MAGDALENA ÓLAFSDÓTTIR Já, stundum geri ég það. Ég fernú ekki mikið milli verslana eft- ir tilboðum, en það kemur þó fyr- ir. Og ég kaupi tilboðsvörur í þeirri verslun sem ég er stödd í hverju sinni, nema það sé komið fram yfir síðasta söludag. Fylgist þú með tilboðum verslana? FRAMTALINU SKILAÐ Best að ljúka framtalsvinnunni sem fyrst og geta svo um frjálst höfuð strokið. BRYNJAR EMILSSON Fólk er oft hrætt við að takast á við útreikninga og annað sem það fæst ekki við daglega. Fjölgun Námsstyrkja Landsbankans: Umsóknar- frestur út mars Í ár verða veittir 11 námsstyrkir til virkra viðskiptavina Námunnar. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars. Styrkirnir eru afhentir í byrj- un maí og skiptast þannig: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms á Íslandi kr. 100.000 hver 2 styrkir til háskólanáms á Íslandi kr. 200.000 hvor 2 styrkir til BS/BA -háskólanáms erlendis kr. 300.000 hvor 2 styrkir til meistara/doktors-háskólanáms erlend- is, kr. 400.000 hvor 2 styrkir til listnáms kr. 200.000 hvor SEM ER: OG: Skilafrestur skattframtalsins er 22. mars: Æ fleiri með frestunaráráttu INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON ■ félagsfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðum Fjár- mála heimilanna svarar spurningu um að greiða niður höf- uðstól láns.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.