Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 27
ÓSKARSVERÐLAUNIN Lokakafli þríleiks- ins um Hringadróttinssögu, The Return of the King, var algerlega óstöðvandi á Óskarsverðlaunahá- tíðinni í Los Angeles aðfararnótt mánudagsins. Myndin var tilnefnd til 11 verðlauna og vann þau öll og setti þar með nýtt met í sögu verð- launanna. Aðeins tvær myndir hafa náð þessum árangri hingað til, Gigi frá árinu 1958 og The Last Emper- or frá 1988, en þær voru báðar til- nefndar til níu verðlauna. The Return of the King fékk verðlaun fyrir bestu myndina, list- ræna stjórnun, búninga, tækni- brellur, förðun, hljóðblöndun, klippingu og besta handritið byggt á öðru verki. Þá vann Howard Shore til verðlauna fyrir bestu tón- listina og lagið Into the West þótti besta lagið og Peter Jackson var valinn besti leikstjórinn. Jackson var að vonum ánægður með kvöldið, sem hann sagði hafa verið stórkostlegt, og í ræðu sinni þakkaði hann Akademíunni fyrir að líta fram hjá tröllunum, galdra- körlunum og hobbitunum, og veita ævintýramynd verðlaunin fyrir bestu myndina en það hefur ekki gerst áður. Hringadróttinssaga jafnaði þar með 11 Óskarsverðlaunamet Ben Húr frá árinu 1960 og Titanic frá 1997 en þær myndir unnu þó ekki til verðlauna í öllum flokkum sem þær fengu tilnefningu í. Þá má geta þess að Titanic og The Return of the King eru einu kvikmyndirnar í sögunni sem hafa þénað yfir milljarð dollara í miðasölu. Vandræðagemlingur fær uppreisn æru Önnur úrslit kvöldsins voru í samræmi við spádóma og í raun kom ekkert á óvart annað en þessi óslitna sigurganga Hringsins. Sean Penn fékk Óskarinn fyrir hlutverk sitt í Mystic River og þykir vel að þeim komin, enda fer hann á kost- um í myndinni. Bill Murray þótti einnig líklegur fyrir Lost in Translation og hann gat vart leynt vonbrigðum sínum. Penn er póli- tískur og hefur tekið einarða af- stöðu gegn stjórn Bush í Íraks- stríðinu en það stóð honum ekki fyrir þrifum. Hann er heldur ekki mikið fyrir að mæta á verðlauna- samkomur en lét til leiðast að þessu sinni og fór ekki tómhentur heim. Penn gat þó ekki stillt sig um að bauna á Bush forseta í ræðu sinni um leið og hann hrósaði þeim sem voru tilnefndir með honum: „ef það er eitthvað sem leikarar vita fyrir víst, fyrir utan það að það voru engin gereyðingarvopn, þá er það að sú staðreynd að það er ekk- ert til sem heitir að vera bestur í leik og það sannast best á þeim leikurum sem ég var tilnefndur með.“ Charlize Theron var verðlaunuð fyrir magnaðan leik sinn í Monster og Renée Zellweger var verðlaun- uð fyrir aukahlutverk sitt í Cold Mountain og Tim Robbins að sama skapi fyrir aukahlutverk sitt í Mystic River. Persóna hans í myndinni er fórnarlamb kyn- ferðisafbrotamanna og hann notaði tækifærið í þakkarræðu sinni til að hvetja fólk í þeirri stöðu til að leita sér hjálpar og reyna þannig að rjúfa vítahringinn sem oft fer af stað í kynferðisbrotamálum. Zellweger og Penn voru að vinna til sinna fyrstu Óskarsverð- launa en þetta var þriðja árið í röð sem Zellweger var tilnefnd en hún var kölluð til leiks fyrir Chicago í fyrra og Dagbók Bridgetar Jones árið þar áður. Þrjár kynslóðir verðlaunahafa Sofia Coppola og Lost in Translation máttu sín ekki mikils gegn ægivaldi Hringsins, ekki frekar en Cold Mountain, Mystic River og Master and Commander. Mystic River og Master and Commander fengu tvenn verðlaun hvor en Cold Mountain ein. Sofia fékk verðlaun fyrir handrit sitt að Lost in Translation og þar með varð hún þriðji meðlimur Coppola fjöl- skyldunnar til að krækja í styttu, en faðir hennar, Francis Ford Coppola, er margfaldur sigurveg- ari og afi hennar, Carmine Coppola, hefur einnig hlotið verðlaunin. Coppola fjölskyldan jafnar því met Huston fjölskyldunnar sem er hin þriggja kynslóða Óskarsfjölskyld- an. Fastir liðir eins og venjulega Leikstjórinn Blake Edwards hlaut heiðursóskarinn að þessu sinni fyrir framlag sitt til kvik- myndanna en hann er vitaskuld lang þekktastur fyrir gamanmynd- ir sínar um Bleika pardusinn. Fransk-kanadíska gamanmyndin Les Invasions barbares var valinn besta myndin og samkvæmt venju var fallinna stjarna minnst en Katherine Hepburn, Bob Hope, Gregory Peck og Charles Bronson voru í hópi þeirra sem létust á síð- asta ári. Billy Crystal sneri aftur sem kynnir hátíðarinnar í áttunda sinn og olli aðdáendum sínum ekki von- brigðum og hélt fullum dampi út alla hátíðina og lét nokkra snagg- aralega brandara fjúka með reglu- legu millibili. ■ ÞRIÐJUDAGUR 2. mars 2004 27 HUNTED MANSION kl. 6 LOONEY TUNES kl. 6 Með íslensku tali BJÖRN BRÓÐIR kl. 8 Með ensku tali SÝND kl. 8 og 10.10 B. i. 14 ára kl. 5.30, 8 og 10.30 Bi. 1621 GRAMSkl. 5.20, 8 og 10.400BIG FISH SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 5.30, 8.30 og 10 B. i. 16 ára SÝND kl. 6, 8 og 10 SÝND kl. 6, 8 og 10 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA HHH1/2 SV MBL HHHH Kvikmyndir.com HHH ÓHT RÁS 2 HHH1/2 SV MBL SÝND kl. 8 og 10.15 B i 16 kl. 6 Með ísl. tali Ath. miðaverð 500 kr. MADDITT Stórbrotin og margverðlaun- uð stórmynd með óskars- verðlaunahafanum Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlauna- hafanum Renée Zellweger og Jude Law SÝND kl. 6.30, 8.30 og 10.30 Frábær gamanmynd frá höfundi „Meet The Parents“ RENEÉ ZELLWEGER: Besta leikkona í aukahlutverki. CHARLIZE THERON: Besta leikkona í aðalhlutverki. Hringurinn eini átti kvöldið SOPHIA COPPOLA Var fyrsta bandaríska konan til að hljóta til- nefningu sem besti leikstjórinn en mátti ekki við Hringnum. Hún vann hins vegar verðlaunin fyrir besta frumsamda handritið og var sátt við sitt. BESTU LEIKARARNIR Bestu leikararnir í aðal- og aukahlutverkum stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. Félagarnir Tim Robbins og Sean Penn unnu báðir fyrir leik sinn í Mystic River. Charlize Theron fékk Óskarinn fyrir Monster og það kom fáum á óvart og sömu sögu er að segja um Renée Zellweger sem þótti eiga sína styttu vísa. SIGURVEGARINN Peter Jackson kom, sá og sigraði á Óskarsverðlaunahátíðinni en lokakafli Hringadróttinssögu rakaði saman ellefu verðlaunum, þar á meðal fyrir bestu mynd og bestu leikstjórn. BILLY CRYSTAL Þessi ástsæli Óskarsverðlaunakynnir sneri aftur og hélt stuðinu uppi í áttunda sinn. HELSTU ÓSKARS- VERÐLAUNAHAFAR 2004 Besta myndin - „The Re- turn of the King“ Besti leikari í aðalhlut- verki - Sean Penn / „Mystic River“ Besta leikkona í aðalhlut- verki - Charlize Theron/ „Monster“ Besti leikari í aukahlutverki - Tim Robbins / „Mystic River“ Besta leikkona í aukahlutverki - Renée Zellweger / „Cold Mountain“ Besti leikstjórinn - Peter Jackson / „The Return of the King“ Besta handrit - Sofia Coppola / „Lost in Translation“ Besta handrit byggt á öðru verki - Phil- ippa Boyens, Peter Jackson, Frances Walsh / „The Return of the King“ Besta lag - „Into the West“ eftir Frances Walsh, Howard Shore, Annie Lennox / „The Return of the King“ Besta erlenda myndin - Les Invasions barbares frá Kanada Heiðursverðlaun - Blake Edwards

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.