Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 6
6 2. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Norðurlönd GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 69.53 -0.46% Sterlingspund 129.79 0.46% Dönsk króna 11.63 0.14% Evra 86.68 0.13% Gengisvístala krónu 119,81 -0,54% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 670 Velta 15.709 milljónir ICEX-15 2.574 -2,08% Mestu viðskiptin Straumur Fjárf.banki hf 4.133.537 Íslandsbanki hf. 3.486.634 Landsbanki Íslands hf. 857.909 Mesta hækkun Síldarvinnslan hf. 2,36% Opin Kerfi Group hf. 2,04% Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf. 1,74% Mesta lækkun Pharmaco hf. -6,64% Líf hf. -5,45% Nýherji hf. -3,33% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.622,1 0,4% Nasdaq* 2.035,0 0,3% FTSE 4.537,0 1,0% DAX 4.054,4 0,9% NK50 1.425,8 0,1% S&P* 1.149,4 0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvaða lögreglumaður stjórnar rann-sókn vegna líkfundarins í Neskaup- stað? 2Þingmaður Framsóknarflokksins villekki að ráðherrar sitji á þingi. Hver er sá þingmaður? 3Af hverjum var myndin sem valin varfréttaljósmynd ársins og hver tók hana? Svörin eru á bls. 30 Afkomuviðvörun Medcare Flögu: Fjárfestar bíða skýringa VIÐSKIPTI Fagfjárfestar, sem tóku þátt í útboði Medcare Flögu, urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar fyrirtækið birti afkomuviðvörun í síðustu viku. Medcare Flaga birtir uppgjör sitt á fimmtudag. Morgun- inn eftir verður kynning á uppgjör- inu fyrir fjárfesta. Búast má við því að þeir sem keyptu í útboðinu munu meta stöðu sína í kjölfar þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Afkomuviðvörunin snéri að mati á birgðum félagsins sem voru of- metnar þegar útboðið var gert. Af- skriftir þessara birgða hafa því áhrif á mat á verðmæti fyrirtækis- ins. Farið verður yfir þessar breyt- ingar og áhrif þeirra á fram- tíðarmarkmið fyrirtækisins á kynningarfundinum. Samkvæmt heimildum eru nokkrir stærstu fjárfestanna að skoða hvort efni sé til að krefja fyr- irtækið bóta vegna breytinganna. Medcare Flaga segir ofmat birgða ábyrgð stjórnenda félagsins en ekki útboðsaðilans, sem var KB- banki. Skýringar stjórnenda á fund- inum munu ráða því hvaða ákvarð- anir fagfjárfestarnir taka í fram- haldinu. ■ LÖGGÆSLA Til stendur að stórefla sérsveitir lögreglu á Íslandi og fjölga sérsveitarmönnum um meira en helming á næstu árum; úr 21 yfir í 50. Stjórn sérsveit- anna hefur verið flutt undir stjórn embættis ríkislögreglu- stjóra. Sérsveitarmenn munu þó áfram taka þátt í hefðbundnum lögreglustörfum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, og telst það vera hluti af þjálfun þeirra. Breytingar á skipulagi sér- sveita voru kynntar á blaða- mannafundi í dómsmálaráðuneyt- inu í gær. „Ég hreyfði þessu fyrst við útskrift nemenda úr Lög- regluskólanum 11. desember síð- astliðinn að höfðu samráði við forsætisráðherra og hann ræddi málið við utanríkisráðherra og fjármálaráðherra. Um þetta mál er góð samstaða í ríkisstjórninni,“ segir Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra. Í tilkynningu vegna breyting- anna segir að í ljósi vaxandi hörku í afbrotum sé brýnt að efla sérsveitarlöggæslu á landinu öllu. Áformað er að ávallt sé til taks hópur sérsveitarmanna sem geti með engum fyrirvara farið í verk- efni á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Ef ferðin er lengri en sem nemur um klukkutíma akstri er gert ráð fyr- ir að sérsveitarmenn ferðist með þyrlum; þó er ekki gert ráð fyrir að sérsveit lögreglunnar hafi eigin þyrlu til umráða. „Málefni sérsveitarinnar eru þess eðlis að menn ræða ekki svo mikið um innra skipulag eða bún- að og annað slíkt. Hún á hins veg- ar að vera til taks og ef farið er yfir verkefnin þá eru þetta verk- efni sem eru á mörkum þess að vera óeirðarverkefni og mjög sér- hæfð verkefni,“ segir dómsmála- ráðherra. Sérsveitin verður þjálfuð í meðferð vopna og er ætlað að geta meðal annars sinnt verkefn- um sem upp kunna að koma í tengslum við öryggisgæslu á flugvöllum og í skipahöfnum. Þá er gert ráð fyrir að sérsveitar- menn taki þátt í friðargæsluverk- efnum. Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður við rekstur sérsveitar- innar verði um 250 milljónir króna þegar sveitin hefur náð endanlegri stærð. Ráðnir verða tíu nýir lögreglu- þjónar í Reykjavík sökum flutn- ings sextán sérsveitarmanna frá embættinu í tengslum við skipu- lagsbreytingarnar. thkjart@frettabladid.is VÍNBÚÐ Í FINNLANDI Verðlækkun leiddi ekki til örtraðar fyrsta daginn. Verðlækkun í Finnlandi: Rólegt í vínbúðum HELSINKI, AP Þrátt fyrir að áfengis- verð lækkaði í Finnlandi í gær, í fyrsta skipti í sögunni, var lítið að gera í vínbúðum og stórmörkuð- um sem selja bjór. „Það hefur verið furðu lítið að gera, alls engin örtröð,“ sagði Riku Kiviniemi, sölustjóri einnar af vínbúðum ríkisins í Helsinki, og rakti það til þess að fólk vissi að lækkunin væri til frambúðar. Áfengisverð lækkaði um 13- 36% sem viðbrögð stjórnvalda við aðild Eistlands að Evrópu- sambandinu og ótta við að Finnar sæktu þangað í ódýrt áfengi. ■ SJÓÐUR VICTOR BORGE STYRKIR GYÐINGASAFN Sjóður, sem stofn- aður var af píanóleikaranum Victor Borge, hefur gefið sem svarar um 17,5 milljónum ís- lenskra króna til byggingar nýs gyðingasafns í Kaupmannahöfn. Á safninu, sem opnar 8.júní, verða bækur, munir og myndir sem tengjast sögu danskra gyð- inga. Borge, sem sjálfur var af gyðingaættum, flúði frá Kaup- mannahöfn til New York árið 1940 þegar Danmörk var hertek- in af nasistum. ■ Norðurlönd VIÐVÖRUN ÚTSKÝRÐ Svanbjörn Thoroddsen, forstjóri Medcare Flögu, mun skýra uppgjör félagsins fyrir fjárfestum á föstudag. Fagfjárfestar, sem keyptu í útboði félagsins, munu meta stöðu sína í ljósi skýringa sem gefnar verða á fundinum. DANMÖRK STÆRSTI ÚTFLYTJANDI SÆÐIS Danir er orðnir stærstu útflytjendur sæðis í heiminum. Þetta er meðal annars rakið til þess að mikil eftirspurn er eftir sæði úr mönnum sem eru ljósir yfirlitum. Lög sem kveða á um nafnleynd sæðisgjafa tryggja mikið framboð, en hugsanlegt er að það verði gerð breyting á þessum lögum á næstu mánuðum. 50 manna vopnuð sér- sveit lögreglumanna Sérsveit lögreglu verður stórefld og flyst undir stjórn ríkislögreglu- stjóra. Lögreglan í Reykjavík ræður tíu menn í stað þeirra sem fara í sérsveitarstörfin. Öryggismál og friðargæslu falla sérsveitunum í skaut. FRÁ BLAÐAMANNAFUNDI Í GÆR Björn Bjarnason kynnti breytingar á starfsemi sérsveita lögreglunnar á blaðamannafundi í gær. Við hlið hans situr Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Ekið á mann á hraðbraut: Dróu líkið 13 kílómetra VIRGINÍA, AP Ökumaður sem fór út úr bílnum sínum til að skipta um dekk á hraðbraut í Virginíu lést þegar hann varð fyrir jeppa og dróst með honum þrettán og hálfan kílómetra. Ökumaður jeppans hringdi í lög- regluna til að tilkynna að látinn karlmaður væri fastur við stuðar- ann framan á bílnum. Hann hefur nú verið ákærður fyrir manndráp og ölvunarakstur. Að sögn verjanda ökumannsins hafði hvorki hann né farþegi sem sat í jeppanum gert sér grein fyrir því að þeir hefðu ekið á mann. Hinn látni var 27 ára en ökumað- urinn 25 ára. ■ FB -M YN D V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.