Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 32
Bakþankar KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Lýðræði til leiðinda Stundum er skelfilega þreytandi aðdrösla með sér þessu lýðræði. Oft væri svo freistandi að steypa það ofan í þvottabala, kasta því út yfir borð- stokkinn á þjóðarskútunni, horfa á það sökkva til botns og sigla svo um ólgu- sjóinn. Þá gætum við brunað áfram, laus við lýðræðið og allt væri mun einfaldara. Við gætum tekið skemmti- legar geðþóttaákvarðanir og gefið okkur hvaða forsendur sem væri – einkavinskap, óvinskap, vont skap og asnaskap og jafnvel veðurlag ef ekki vildi betur til. Nýverið stakk líka ein- hver upp á að loka lýðræðið inni á net- inu og þá þyrfti þjóðin ekki lengur forseta. FLEST bendir til þess að fram undan séu jólasveinakosningar sem einhverj- ir tíma ekki að spandera í. Þótt gaman sé að gæla við þá hugsun að forseta- kosningar verði bara leyfðar af og til, þegar frambjóðendur eru nægilega frambærilegir fyrir þá sem telja sig frambærilegasta í dómarasætin, eru menn lagðir af stað í hættulega skautaferð á hálum ís. Það er nefni- lega þannig með þetta leiðinlega lýð- ræði að það kostar peninga. Það er dýrt að búa í siðmenntuðu samfélagi. VART er þó hægt að lasta þjóð sem villist í sinni siðmenningarlegu leit, sérlega ef landsfeður missa sig í skrílslæti. Þannig var skondin frétt í liðinni viku af fínni þingveislu. Forseti hélt þar tækifærisræðu og hafði orð á að hann hefði verið í útlöndum. Blátoppur var með frammíköll líkt og götustrákur í partíi. Varstu á skíðum! kallaði pjakkur og horfði vísast sigri hrósandi á skósveina sína sem brugð- ust ekki fremur en fyrri daginn og hlógu dátt að orðsnilld leiðtogans. ÞAÐ er sitthvað menning og sið- menning og siðaðra manna siður er að haga sér vel í boðum. Að auki er venja siðmenntaðra að leggja sig í framkróka þegar vinnuveitandi býð- ur til veislu. Forseti er sameiningar- tákn þjóðar. Hann er þjóðin sjálf og allt sem hún stendur fyrir – hvað sem lýðnum sýnist um þann sem því embætti gegnir hverju sinni. Þeir sem hæða embætti forseta lýðveldis- ins liggja flatir á ísnum hála og það sæmir ekki þeim sem valdir eru til æðstu embætta hverju sinni. Þá má þakka fyrir lýðræðið sem birtist prúðbúið á kjördag, á fjögurra ára fresti, þótt sumum þyki það leiðinda- uppákomur. ■ SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Þín framtíð byrjar núna Lífvernd - lífeyrissparnaður fyrir ungt fólk Nýjung í lífeyrismálum Íslendinga Lífvernd er lífeyrissparnaður sem safnast upp frá ári til árs. Uppsöfnuð sparnaðar fjárhæð er laus til útborgunar við 60 ára aldur. Komi hins vegar til fráfalls viðkomandi einhvern tíma á söfnunar tímanum, eru erfingjum tryggð allt að 70% af heildarlaunum í 7 ár án tillits til þess sem þegar hefur safnast. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 35 11 02 /2 00 4 70% af launum í 7 ár. Er ekki kominn tími til a› uppfæra lífeyrissparna›inn? Leita›u nánari uppl‡singa hjá rá›gjafa Landsbankans í næsta útibúi. Sími: 560 6000 www.landsbanki.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.