Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 15
Áundanförnum mánuðum hafaákveðnir aðilar hér á landi ítrek- að haldið þeirri fullyrðingu á lofti að samningurinn um Evrópska efna- hagssvlðið (EES) hafi veikst og standi höllum fæti. Hann þurfi því að upp- færa svo hann sé í takti við þær breytingar sem hafi orðið á Evrópu- sambandinu síðan hann var upphaf- lega gerður fyrir rúmum áratug síð- an. Hins vegar fylgir þessum fullyrð- ingum aldrei nein útskýring á því í hverju þessi meintu veikindi samn- ingsins felist. Ítrekað hefur verið óskað eftir svörum við því hvað hafi veikst við samninginn, við þá aðila sem þessu halda fram, en án alls ár- angurs. Flest bendir til þess að hér sé einfaldlega um að ræða ómálefna- lega aðför að EES-samningnum í því augnamiði að telja fólki trú um að hann sé orðinn, eða að verða, gagnslaus og því sé ekkert annað að gera en að fara lengra inn í gildruna og gerast aðilar að Evrópusamband- inu. Á sínum tíma börðust helstu Evrópusambandssinnar á Íslandi fyrir því að EES-samingurinn yrði samþykktur, en nú er hann orðinn hindrun að þeirra mati fyrir því að geta talið þjóðina á það að framselja sjálfstæði sitt til Brussel. Þá þvertóku þeir fyrir það að EES- samningurinn væri fullveldisskerð- andi, en nú hamra þeir á því að við verðum að ganga í Evrópusamband- ið til þess að endurheimta það full- veldi sem framselt var til Brussel við undirritun samningsins. M.ö.o. segja þeir að þjóðin muni endur- heimta það fullveldi með því að afsala sér enn meira fullveldi með aðild að sambandinu – hvernig sem þeir fá það nú til að ganga upp. Rétt er að geta þess að lokum að persónulega er ég ekki hrifinn af ýmsu varðandi EES-samninginn þó annað sé vissulega góðra gjalda vert. Ég er t.a.m. engan veginn sáttur við það framsal á fullveldi sem í honum felst. Engu að síður tel ég samninginn langtum betra hlutskipti en aðild að Evrópusambandinu sem fæli í sér að Umræðan HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON ■ sagnfræðinemi skrifar um EES-samninginn. 15LAUGARDAGUR 6. mars 2004 Landsvirkjun hefur sett á stofn sjó› til styrktar nemendum á fram- haldsstigi háskólanáms (meistara- og doktorsnám) sem eru a› vinna a› lokaverkefnum sínum og ver›a styrkir veittir úr sjó›num árlega. Ákve›i› hefur veri› a› verja samtals 3 milljónum króna í námsstyrki á flessu ári og ver›ur fyrstu styrkjunum úthluta› í maí næstkomandi. Hver styrkur ver›ur a› lágmarki 400 flúsund krónur. Markmi› me› námsstyrkjunum er a› efla menntun og hvetja til rannsókna á hinum margvíslegu svi›um sem tengjast starfsemi Landsvirkjunar. Umsækjendur eru sérstaklega hvattir til a› kynna sér hina fjölbreyttu starfsemi Landsvirkjunar á vefsí›u fyrirtækisins. Styrkjunum er ætla› a› standa undir hluta af kostna›i vi› lokaverkefni sem hafi› er e›a mun hefjast á flessu ári. Umsækjendur flurfa a› leggja fram l‡singu á verkefninu, me›mæli lei›beinanda og rökstu›ning fyrir flví a› verkefni› tengist starfsemi Landsvirkjunar. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, merktum: „NÁMSSTYRKIR LANDSVIRKJUNAR 2004“. Umsóknarey›ublö› og nánari uppl‡singar um styrkveitinguna og starf- semi Landsvirkjunar er a› finna á vefsí›u Landsvirkjunar, www.lv.is. Einnig veitir Ólöf Nordal upplýsingar í síma 515 9000 og olof@lv.is. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2004. Öllum umsóknum ver›ur svara› og fari› me› flær sem trúna›armál. Styrkir til nema á framhaldsstigi háskólanáms Landsvirkjun er í hópi stærstu fyrir- tækja landsins. Tilgangur fyrirtækisins er a› stunda starfsemi á orkusvi›i ásamt annarri vi›skipta- og fjármála- starfsemi. Hjá Landsvirkjun starfa um 330 starfsmenn me› mjög fjölbreytta menntun. Forgangsverkefni fyrirtækisins eru m.a. a› taka flátt í fyrirhugu›um breyt- ingum á skipulagi orkumála til a› tryggja stö›u Landsvirkjunar á orku- marka›i og efla gæ›a- og umhverfis- stjórnun. Mikil áhersla er lög› á nú- tíma mannau›sstjórnun me› áherslu á flekkingarstjórnun, fjölskylduvænt starfsumhverfi, jafnrétti og tækifæri til starfsflróunar. L a n d s v i r k j u n a u g l ‡ s i r e f t i r u m s ó k n u m u m s t y r k i v e g n a m e i s t a r a - e › a d o k t o r s v e r k e f n a RAFMAGN Á ÍSLANDI 1904–2004 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 0 1 4 1 4 • s ia .i s Öxulveldi gegn RÚV Með öxulveldum á ég við Frétta-blaðið, DV og Norðurljós sem ekki bara hafa sameinast undir merkjum nýrra eigenda, heldur einnig í því sameiginlega markmiði að knésetja RÚV á einn eða annan hátt. Þessi afstaða birtist lands- mönnum í ýmsum myndum á þess- um miðlum. RÚV og málefni þess eru tekin til gagngerrar umfjöllunar nánast á degi hverjum á einhverjum þessara miðla. Þessa dagana hefur Stöð 2 mikið fjallað um hlutverk RÚV og gjarnan kallað til einhverja til að tala með eða móti. Oftast verður Mörður Árnason fyrir valinu til að halda fram málstað RÚV sem er æði skondið. Flestir sem til þessara mála þekkja vita að Mörður hefur verið andstæðingur núverandi rekstrar- fyrirkomulags RÚV árum saman. Vill til dæmis að RÚV hverfi eða hafi takmarkaðan aðgang að auglýsinga- og kostunartekjum! Fyrir hverja er RÚV? Annað sem ber hátt í umræðunni þessa dagana er gagnrýni á kaup RÚV á innlendu dagskrárefni. Virð- ist sem ákveðinn hópur telji að RÚV beri að sýna svo til eingöngu inn- lenda dagskrárgerð. Ég spyr, fyrir hverja er RÚV? Er það ekki fyrir fólkið í landinu? Ber þá ekki að vera með fjölbreytta dagskrá sem höfðar til flestra í landinu, sambland af fréttum, menningar-, fræðslu-, íþrót- ta- og afþreyingarefni. Ég óttast mjög stöðuna þegar upp er kominn fjölmiðlarisi sem er búinn að festa sig í sessi á íslenskum markaði með öllum þeim hættum sem því fylgja. Mig langar til að benda á nokkra at- hyglisverða punkta í því samhengi sem birtust í grein í Morgunblaðinu fyrir nokkru. Þar skrifar ungur mað- ur í fjölmiðlanámi í Ástralíu um stöðu einkarekinna fjölmiðlarisa. „Fjölmiðlakóngurinn Robert Murdoch hefur orðið uppvís að því að styðja stjórnmálamenn, einkum ef þeir hafa reynst tilbúnir að rýmka starfsskilyrði fyrirtækja hans. Menningarlega hafa Murdoch og James Packer, sem er ráðandi á sjón- varpsmarkaði, mikil áhrif með því að hampa afþreyingarefni sem þeir framleiða, á kostnað annars efnis. Þá hefur alríkisþingmaðurinn Peter Andren, fyrrum sjónvarpsfrétta- maður í Sydney, sagt að Packer hafi áhrif á fréttaflutning fréttastofa sinna. Þá eru fjölmiðlar Murdochs og Packers þekktir fyrir allt annað en menningarlegan metnað og vand- aða rannsóknarblaðamennsku sem mikið til hvílir á herðum ríkisreknu sjónvarpsstöðvanna ABC og SBS.“ Lýkur þessi ungi maður síðan grein sinni á þann veg að með til- komu fjölmiðlarisa á Íslandi hafi skapast skilyrði fyrir sams konar misnotkun á fjölmiðlum og vart hef- ur orðið í Ástralíu. Hann telur jafn- framt að í krafti stöðu sinnar geti slíkur risi auðveldlega haft mikil áhrif á neyslumynstur og tísku, svo eitthvað sé nefnt. Þrýstingur á ráðamenn Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að áróður öxulveldanna sé ekki tilkom- inn af umhyggju fyrir þjóðinni held- ur eingöngu til þess að eiga auð- veldara með að ná til sín tekjum Ríkisútvarpsins. Með umfjöllun sinni reyna þessir fjölmiðlar jafn- framt með ýmsum hætti að setja þrýsting á ráðamenn, og jafnframt að búa til andstöðu við RÚV í sam- félaginu. Ég vona að menn láti ekki áróður þeirra slá ryki í augu sín um raunverulegan tilgang þessarar áróðursherferðar. ■ Hvernig hefur EES- samningurinn veikst? farið væri úr öskunni í eldinn. T.a.m. fjallar EES-samningurinn aðeins um mjög afmarkað svið þjóðfélagsins ólíkt Evrópusambandsaðild sem myndi þýða meira eða minna yfirráð sambandsins yfir öllum sviðum ís- lenzks þjóðlífs. Enn fremur er hægt að segja EES-samningnum upp ef ástæða þykir til, en eins og staðan er í dag er ekki einu sinni gert ráð fyr- ir því að ríki geti sagt sig úr Evrópu- sambandinu. ■ Umræðan LÁRUS GUÐMUNDSSON ■ auglýsingastjóri RÚV skrifar um áróður fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.