Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 49
hvað?hvar?hvenær? 3 4 5 6 7 8 9 MARS Laugardagur 49LAUGARDAGUR 6. mars 2004 Robert Pires: Vill framlengja FÓTBOLTI Robert Pires, Frakkinn knái í liði Arsenal, vonast til að fram- lengja samning sinn við félagið og leika á nýjum heimavelli þess við Ashburton Grove. Núverandi samn- ingur kappans renn- ur út sumarið 2006, einmitt þegar völlur- inn verður tekinn í notkun. „Ég væri alveg til í að spila á nýja vellinum. Að fá tækifæri til að spila fyrir framan 60.000 áhorfendur væri frá- bært. Boltinn er hjá Arsenal. Ég er opinn fyrir öllum tilboðum,“ sagði Pires, sem nýlega skoraði sitt 50. mark fyrir Arsenal. ■ FÓTBOLTI Bikarmeistarar ÍA unnu Ís- landsmeistara KR 3-0 í meistara- keppni KSÍ í gærkvöldi. Skagamenn höfðu algjöra yfirburði í fyrri hálf- leik og skoruðu þrisvar. KR-ingar komu meira inn í leikinn í seinni hálfleik en náðu aldrei að ógna Skagamönnum að neinu ráði. Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, var ánægður eftir leikinn. „Við vor- um betra liðið frá byrjun,“ sagði Ólafur. „Það er langt síðan Skagalið- ið hefur leikið jafn vel á þessum árstíma.“ Ólafur vildi ekki gera mikið úr vísbendingum sem þessi leikur kann að gefa fyrir sumarið. „Það er vissulega gott að liðið spili svona vel svona snemma þó það vanti enn nokkra leikmenn,“ sagði Ólafur. Guðjón Heiðar Sveinsson skor- aði fyrsta mark Skagamanna á 15. mínútu eftir sendingu frá Hjálmi Dór Hjálmssyni. Julian Johnsson bætti öðru markinu við eftir hálf- tíma leik þegar hann skallaði bolt- ann í mark KR-inga eftir horn- spyrnu Ellerts Jóns Björnssonar. Fjórum mínútum fyrir leikhlé skor- aði Stefán Þór Þórðarson þriðja mark Skagamanna með skalla eftir sendingu frá Haraldi Ingólfssyni. Veigar Páll Gunnarsson var í byrjunarliði KR-inga en hann náði í vikunni samkomulagi um að leika með norska félaginu Stabæk. Veig- ar Páll fékk besta færi KR-inga en skaut í slá. ■ Meistarakeppni KSÍ: Yfirburðir Akurnesinga HANDBOLTI Valsmenn juku forskot sitt á toppi úrvalsdeildar Remax- deildarinnar í gærkvöldi. Vals- menn unnu bikarmeistara KA 33- 36 að Hlíðarenda. Valsmenn gengu hart fram gegn sterkustu mönnum KA og tókst þannig að byggja upp sex marka forskot þegar langt var liðið á fyrri hálf- leik. Valsmenn voru hungraðri en KA-menn og juku foskotið jafnt og þétt síðustu tuttugu mínútur leiksins. Baldvin Þorsteinsson skoraði þrettán mörk fyrir Val, þar af fimm úr vítakasti, Markús Máni Maute skoraði sex mörk og Sigurður Eggertsson fimm. Pálm- ar Pétursson varði 21 skot í marki Vals. Arnór Atlason skoraði níu mörk fyrir KA, þar af þrjú úr vít- um, Einar Logi Friðjónsson skor- aði sex mörk og Andreus Stelmokas fjögur. Hans Hreins- son varði þrettán skot, mest í fyrri hálfleik. Á sama tíma gerðu Haukar og ÍR-ingar jafntefli, 34-34, að Ás- völlum. Haukar voru yfir lengst af í fyrri hálfleik og leiddu 16-13 í leikhléi en ÍR-ingar náðu að jafna og komast yfir um tíma í seinni hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson skor- aði níu mörk fyrir Hauka, Jón Karl Björnsson sjö, fimm þeirra úr vítum, og Þórir Ólafsson sex. Birkir Ívar Guðmundsson varði sautján skot. Einar Hólmgeirsson skoraði ellefu mörk fyrir ÍR og Ingimundur Ingimundarson sjö en Ólafur Gíslason varði sautján skot. Fram vann Stjörnuna 31-26 í Ásgarði. Heimamenn byrjuðu bet- ur og komust í 5-3 en þá hrundi leikur þeirra og Framarar breyttu stöðunni í 13-6. Stjarnan minnkaði muninn í 16-11 fyrir hlé en Fram- arar hertu róðurinn að nýju í seinni hálfleik náðu mest ellefu marka forskoti, 27-16, en Stjarnan lagaði stöðuna undir lokin. Gunnar Ingi Jóhannsson og Bjarni Gunnarsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Stjörnuna og David Kekelia og Arnar Agnars- son þrjú hvor. Jacek Kowal varði ellefu skot. Jón Björgvin Pétursson skor- aði átta mörk fyrir Fram, þar af fjögur úr vítakasti, og Valdimar Þórsson sjö, tvö þeirra úr vítum. Arnar Sæþórsson skoraði fjögur og Héðinn Gilsson þrjú. Egidijus Petkevicius varði sjö skot og Sölvi Thorarensen þrjú. HK sigraði Gróttu/KR 29-26 á Setjarnarnesi. HK náði fljótlega undirtökunum í leiknum og leiddi mest með fimm mörkum í fyrri hálfleik. Grótta/KR náði góðum kafla í seinni hálfleik og komst yfir, 21-20, en HK var sterkari á lokasprettinum og vann sann- færandi sigur. Andrius Rackauskas skoraði ellefu mörk fyrir HK og Alexand- er Arnarson og Augustas Strazdas fimm hvor. Hörður Flóki Ólafsson átti mjög góðan leik í marki HK og varði þrettán skot, þar af tvö vítaköst. Þorleifur Björnsson skoraði sjö mörk fyrir Gróttu/KR og Páll Þórólfsson sex en Hlynur Morthens varði níu skot. ■ Valsmenn juku forskotið Unnu bikarmeistara KA en Haukar og ÍR gerðu jafntefli í Hafnarfirði. Þórey Edda Elísdóttir: Komst ekki í úrslit FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Þórey Edda Elís- dóttir komst ekki í úrslit í stangar- stökki á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. Þórey Edda stökk yfir 4,20 metra, sleppti 4,30 en felldi 4,35 metra í þrígang. Rússneski heimsmethafinn Svetlana Feofanova var sú eina sem stökk yfir lágmarkshæðina 4,45 metra en 4,30 metrar dugðu Nastja Ryshich í áttunda sætið og um leið sæti í úrslitunum í dag. Pólverjarnir Anna Rogowska og Monika Pyrek, Yelena Isinbayeva frá Rússlandi, Vanessa Boslak frá Frakklandi og Jillian Schwartz frá Bandaríkjunum stukku 4,40 en bandaríski Ólympíumeistarinn Stacy Dragila stökk 4,35. ■ FÓTBOLTI Sex leikmenn enska úr- valsdeildarliðsins Leicester komu fyrir rétt á Spáni í gær vegna ásakana þriggja kvenna um kyn- ferðislegt ofbeldi á hótelherbergi. Um er að ræða þá Matt Elliott, Keith Gillespie, Lilian Nalis, Paul Dickov, Frank Sinclair og James Scowcroft. Komu þeir fyrir rétt eftir að hafa gist fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Danny Coyne og Nikos Dabizas var sleppt gegn tryggingu og Steffen Freund var sleppt án kæru. Paul Mace, yfirmaður hjá Leicester, sagði að leikmennirnir hefðu neitað ásökunum harðlega fyrir réttinum. Hann bætti því við að félagið tæki málið grafalvar- lega og myndi hefja eigin rann- sókn á því sem átti sér stað. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fótbolta- heimurinn lendir í slæmri um- fjöllun sem bregður ekki réttu ljósi á þjóðaríþrótt okkar. Þetta er ekki gott fyrir Leicester City og þetta er ekki gott fyrir fótboltann,“ sagði hann. Leicester var í æfingaferð á Spáni þegar atvikið átti sér stað. Allur hópurinn er farinn heim til Englands fyrir utan þá ákærðu. ■ ■ ■ LEIKIR  13.00 Eyjastúlkur mæta KA/Þór í Vestmannaeyjum í Remax-deild kvenna í handbolta.  14.00 Afturelding tekur á móti Eyjamönnum í Remax 1. deild karla í handbolta.  15.30 Fram tekur á móti Stjörn- unni í Framhúsinu í Remax-deild kvenna í handbolta.  16.00 Valur og FH eigast við í Vals- heimilinu í Remax-deild kvenna í handbolta.  16,30 Kvennalandslið Íslands í körfubolta mætir B-landsliðinu í Seljaskóla. ■ ■ SJÓNVARP  11.50 Formúlan í Sjónvarpinu. Upptaka frá tímatöku sem fram fór í nótt fyrir kappaksturinn í Ástralíu.  12.15 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá viðureign Man. Utd. og Fulham í 6. umferð bikar- keppninnar.  13.30 HM í frjálsum innanhúss í Sjónvarpinu. Samantekt frá kepp- ni í sjöþraut í morgun og bein út- sending frá klukkan 15.15.  14.20 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn. Bandaríska PGA- mótaröðin í golfi.  14.50 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim.  15.50 Motorworld á Sýn. Kraft- mikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  16.20 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  16.50 Supercross á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  17.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Portsmouth og Arsenal í 6. umferð bikarkeppn- innar.  18.10 HM í frjálsum innanhúss í Sjónvarpinu. Bein útsending frá Búdapest.  20.20 Spænski boltinn á Sýn. Beint frá leik Valencia og Deportivo.  22.30 Hnefaleikar á Sýn. Útsending frá bardaga Jesus Chavez og Erik Morales.  00.40 Hnefaleikar á Sýn. Viðureign Margarito og Kyvelos.  02.00 Formúla 1 í Sjónvarpinu. Hitað verður upp fyrir keppnis- tímabilið í Formúlu 1 kappakstri.  02.30 Formúla 1 í Sjónvarpinu. Bein útsending frá kappakstrinum í Ástralíu PIRES Skoraði nýlega sitt 50. mark fyrir Arsenal. SKAGAMENN MEISTARAR MEISTARANNA Gunnlaugur Jónsson fyrirliði hampar bikarnum. LEIKMAÐUR Einn af leikmönnum Leicester yfirgefur dómshúsið í gær. Sex leikmenn Leicester leiddir fyrir rétt: Neituðu ásökunum harðlega AP /M YN D MARKÚS MÁNI MAUTE Skoraði 6 mörk fyrir Val. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Stjarnan - Fram 26-31 Haukar - ÍR 34-34 Grótta/KR - HK 26-29 Valur - KA 33-26 Valur 6 4 1 1 168:154 17 (8) Haukar 6 4 2 0 193:162 15 (5) KA 6 3 0 3 182:176 13 (7) ÍR 6 2 1 3 174:173 13 (8) Fram 6 2 0 4 171:174 10 (6) Stjarnan 6 2 0 4 152:180 10 (6) Grótta/KR 6 3 0 3 158:161 9 (3) HK 6 2 0 4 160:178 9 (5) Á morgun leika ÍR og Stjarnan í Austur- bergi, HK og Valur í Digranesi, Fram og Grótta/KR í Framhúsinu og KA og Haukar í KA-heimilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.