Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 6. mars 2004 Vinátta og síðar fjandskapurrithöfundanna og heimspek- inganna Jean-Paul Sartre og Al- bert Camus er viðfangsefni Ron- alds Aronson í bókinni Camus and Sartre. Höfundi hefur verið hrós- að fyrir yfirvegaða og samúðar- fulla frásögn af erfiðu máli. Árið 1943 voru Jean-Paul Sartre og ást- kona hans, Simone de Beauvoir, menningarpáfar hinnar hernumdu Parísar. Camus, Frakki sem var fæddur í Alsír, var nýkominn til borgarinnar. Hann var höfundur Útlendingsins og heimspekiritsins Le Mythe de Sisyphe og hafði skrifað lofsamlega um Sartre. Camus og Sartre náðu samstundis góðu sambandi. Aronson rekur þróun sambandsins, sem kólnaði mjög eftir lok stríðsins. Stjórn- málaskoðanir vinanna fóru ekki lengur saman. Camus var hófsam- ur vinstri maður og andstæðingur kommúnismans. Sartre var sann- ur vinur Sovétríkjanna. Í skáldsögunni L'Homme Revolte þóttust einhverjir sjá dul- búna árás Camus á marxisma Sartre. Einn af lærisveinum Sartres, Francis Jeanson, skrifaði sláturdóm um bókina en dómur- inn var persónulegur og svívirði- legur. Camus var gagnrýndur persónulega og vegið að fyrri verkum hans og því nýja. Camus svaraði með löngu bréfi til rit- stjórans. Þá tók Sartre upp penn- ann og gagnrýndi Camus. Allir menn sem vildu vera marktækir tóku afstöðu í deilunni og Sartre átti fleiri fylgismenn en Camus þótt réttlætið þyki hafa verið Camus megin. Camus dró sig í hlé en sneri aftur fjórum árum síðar með skáldsöguna Fallið og vann Nóbelsverðlaunin næsta ár, átta árum á undan Sartre. Camus lést árið 1960 í bílslysi. Sartre lifði 20 árum lengur. Þessa dramatísku og áhugaverðu sögu rekur Aronsons vandlega og þykir ná góðum tök- um á viðfangsefnum sínu en þar birtist Camus sem mun samúðar- fyllri persóna en Sartre. ■ ENDURREIST TMM Tímarit Máls og menningar erkomið út, í ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur, í gamla góða forminu sem svo margir hafa sakn- að. Í þessu fyrsta hefti hins endur- reista tímarits kennir margra grasa. Birt er kvikmyndahandrit Halldórs Laxness um lífið í íslensku sjávarþorpi, eins konar vísir að Sölku Völku. Halldór Guðmundsson skrifar inngangsgrein og lýsir handritinu, sem skrifað er fyrir þögla kvikmynd, sem viðburðaríku, djarflegu og dramatísku. Af öðru áhugaverðu efni skal nefnt að Þorsteinn Þorsteinsson skrifar grein um bjartsýnisljóð Sig- fúsar Daðasonar, sem hann segir einstök í íslenskri skáldskapar- sögu. Ljóð eru í tímaritinu eftir Vil- borgu Dagbjartsdsóttur, Matthías Johannessen, Steinar Braga og Kristínu Eiríksdóttur. Birt er smá- saga eftir Ævar Örn Jósepsson. Viðtal er við Stefán Jónsson leik- stjóra undir yfirskriftinni Ekki skrifstofumaður í listinni, og Halla Sverrisdóttir skrifar um leikgerð Hafnarfjarðarleikhússins á Meist- aranum og Margarítu. Í tímaritinu eru yfirlitsgreinar eru um hinar ýmsu listgreinar og merkustu menningaratburði síð- asta árs á sviði tónlistar, leiklistar og myndlistar. Jón Yngvi Jó- hannsson skrifar skemmtilega um skáld- sögur síðasta árs og kvartar undan því hversu fáar þær hafi verið og sára- fáar eftir kon- ur. Jón Yngvi er mishrifinn af þeim bókum sem hann fjallar um, hreifst til dæmis ekki af skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, Öx- inni og jörðinni, en telur Skugga-Baldur eftir Sjón standa upp úr jólabókavertíðinni. Hannes Hólmsteinn Gissurarson fær slæma útreið í ritdómi Kristjáns Jóhanns Jóns- sonar um fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness. Kristján segir að þetta fyrsta bindi sé þjakað af því hversu bágt höfundurinn eigi með að skera niður og sleppa: „Öllu er ausið, mokað og staflað inn í bókina og víða má finna upplýsingar sem tengjast megin- textanum lítið og illa. Eina skýringin á þessu sem mér kemur í hug er að Hannes Hólm- steinn líti svo upp til Halldórs Lax- ness að hann telji allt sem honum við kemur stór- merkilegt...“ segir Krist- ján á einum stað. Átök risanna Um þessar mundir er ég að lesastarfs míns vegna ýmsar af útgáfum fornritafélagsins, Land- námu, Íslendingasögur og Bisk- upa sögur,“ segir Óskar Guð- mundsson rithöfundur. „Það var ekki mikill hávaði er nýjustu út- gáfunni var hleypt af stokkum, Biskupa sögum I í tveimur bind- um sem komu út í fyrra. Þetta eru afar vandaðar og skemmtilegar sögur, með Kristni sögu þáttun- um (Þorvaldi víðförla, Þiðranda og dísunum, Stefni og Þang- brandi og þeim köppum) Jóns sögu helga með Sæmundar þætti og Gísla þætti Illugason- ar. Þeir útgefendur sem búa út sögurnar til prentunar eru Sigur- geir Steingrímsson, Ólafur Hall- dórsson og Peter Foote undir rit- stjórn Jónasar Kristjánssonar. Auk hans og útgefenda skrifa fyr- irtaks ritgerðir um efnið Ásdís Egilsdóttir og Guðrún Ása Gríms- dóttir en fyrra bindið er einungis með formálum og áðurnefndum ritgerðum en seinna bindið með sjálfum sögunum. Eftir því sem maður kynnist fornritafélags- útgáfunni betur, þeim mun meira þykir manni til hennar koma og ís- lensku vísindamennirnir á Árna- stofnun og nærsveitum hafa unn- ið afrek, með alúð sinni og vand- virkni. Utan þessa var ég að ljúka við að lesa Jón forseta hans Guðjóns Friðrikssonar. Alltaf er hann góð- ur, Guðjón. Jón Sigurðsson var pólitískt helgur maður í lifanda lífi. Það var landráðum líkast að efast um Jón og gagnrýna. Samt er það svo að bókarlokum að ég furða mig á því hversu mikið varð úr pólitískum andstæðingum hans í Íslandssögunni. Þeir hafa allir verið endurreistir, Arnljótur Ólafsson og Gísli Brynjólfsson, Grímur Thomsen og fleiri þver- girðingar og andskotar Jóns. Og flögra nú um sem englar í himna- ríki. Það er stutt á milli heima í pólitíkinni....“ ■ Gömul pólitík og fornrit ■ Sagt og skrifað Allur hagna›ur af sölu plastpoka merktum Pokasjó›i rennur til uppbyggjandi málefna, en Pokasjó›ur, sem á›ur hét Umhverfissjó›ur verslunarinnar, veitir styrki til umhverfis- menningar-, íflrótta- og mannú›armála. Bæ›i einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjó›num. A› Pokasjó›i standa allar helstu verslanir á Íslandi. Styrkir úr Pokasjó›i pokasjodur.is M E R K I U M U P P B Y G G I N G U Frestur til a› sækja um styrk úr Pokasjó›i rennur út 12. mars n.k. Umsóknum skal skila› á www.pokasjodur.is en flar eru allar uppl‡singar um sjó›inn, fyrirkomulag og styrki. fieim sem ekki geta n‡tt sér Neti› er bent á a› umsóknarey›ublö› liggja frammi á skrifstofu sjó›sins í Húsi verslunarinnar, 6. hæ›. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 12. MARS TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Fyrsta hefti hins endurreista tímarits er komið út og þar kennir margra grasa. JEAN-PAUL SARTRE Snerist gegn vini sínum Albert Camus og deilur þeirrra ollu flokkadráttum í menningarheimi Parísarborgar. ALBERT CAMUS Hann birtist sem samúðarfyllri persóna en Jean-Paul Sartre í nýrri bók um samband þeirra félaga. ÓSKAR GUÐMUNDSSON Undanfarið hefur hann verið að lesa Landnámu, Íslendingasögur og Biskupa sögur. Ný bók um Camus og Sartre er komin út, en þeir voru bæði vinir og óvinir í lifanda lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.