Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 38
■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir japönsku kvikmyndina Seppuku eftir Masaki Kobayashi frá árinu 1962 í Bæj- arbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði.  16.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Pabbi og pápi.  18.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Yfir í Eden.  20.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Alice + Selma og Soffía.  22.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Þú kemst yfir þetta. ■ ■ TÓNLEIKAR  14.00 Sigríður Kristjánsdóttir fagottleikari kemur fram í Salnum, Kópavogi, á útskriftartónleikum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.  15.15 CAPUT flytur fimm verk eftir Alfred Schnittke og frumflytur nýtt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á Nýja sviði Borgarleikhússins. Einsöngvari í verki Hildigunnar er Hallveig Rúnars- dóttir og stjórnandi er Daníel Bjarna- son.  15.30 Söngvararnir Kristinn Sig- mundsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Eivör Pálsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurð- arson og Snorri Wiium koma fram ásamt upprennandi söngvurum við óp- erudeild Söngskólans í Reykjavík á tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í Háskólabíói. Einnig kemur fram kór núverandi nemenda Söngskólans og Óperukórinn í Reykjavík. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af 30 ára afmæli Söngskólans í Reykjavík.  16.00 Karlakórinn Fóstbræður heldur vortónleika í Langholtskirkju. Á efnisskrá eru íslensk, norræn og rúss- nesk lög.  19.00 Íslenska óperan sýnir Brúð- kaup Fígarós eftir Mozart með Berg- þóri Pálssyni, Auði Gunnarsdóttur, Huldu Björk Garðarsdóttur, Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, Sesselju Krist- jánsdóttur og Davíð Ólafssyni í helstu hlutverkum.  22.30 Kvartett trompetleikarans Snorra Sigurðarsonar leikur djass á Kaffi List. Auk Snorra skipa kvartettinn þeir Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Pétur Sigurðsson á kontrabassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommur. Aðgangs- eyrir er kr. 500.  23.30 Hljómsveitin Maus spilar á Prófastinum í Vestmannaeyjum. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Leikfélag Akureyrar frum- sýnir leikritið Draumalandið eftir Ingi- björgu Hjartardóttur í nýuppgerðu Sam- komuhúsinu á Akureyri.  20.00 Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams í Borgarleikhúsinu.  20.00 Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason í leikgerð Baltasars Kormáks á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Verslingar sýna Sólsting í Loftkastalanum.  20.00 Frumsýning: Þrjár Maríur eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur í Borgar- leikhúsinu.  20.00 Chicago eftir Kander, Ebb og Fosse á stóra sviði Borgarleikhússins.  21.00 5stelpur.com í Austurbæ.  Le’Sing í Broadway. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Sýningarhald og tónleikar í tilefni opnunar Klink og Bank, Brautar- holti 1.  14.00 Í Safni, Laugavegi 37, verður opnuð sýning á nýju myndbandsverki eftir Finn Arnar.  15.00 Opnun á sýningunni Þetta vil ég sjá! þar sem spaugstofumenn velja verkin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.  16.00 Opnun á myndlistarsýningu Eirúnar Sigurðardóttur, Sundur/saman í Gallerí Kling og Bang Laugarvegi 23.  16.00 Afhjúpun þriggja listaverka í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. Einnig verður opnuð samsýning lista- manna hússins í sýningarsalnum 100˚ á fyrstu hæð.  16.00 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Jón L. Halldórsson opna skúlptúr- sýningu í Gallerí+ í Brekkugötu 35 á Ak- ureyri.  17.00 Opnun á sýningu á verkum Soffíu Guðrúnu Gísladóttur á Sólon. ■ ■ SKEMMTANIR  22.30 Eyjólfur Kristjánsson og Ís- lands eina von skemmta á Græna Hatt- inum, Akureyri.  23.00 Vínill og gestir spila á Grand Rokk.  23.00 Hljómsveitin Westmenn frá Færeyjum leikur fyrir dansi á færeyskum dögum á Fjörukránni.  Á móti sól leikur á stórdansleik á Breiðinni, Akranesi.  Gullfoss & Geysir verða með nám- skeið í samskiptum kynjanna í Leikhús- kjallaranum.  Dj Tommi White spilar á Vegamót- um.  Hússnúðarnir DJ Áki Pain á efri hæðinni og DJ’s Bling & Ghetto á neðri hæðinni á Pravda.  Hreimur ásamt hljómsveitinni Eins & hinir sem er Land & synir í sinni upp- runalegu mynd spila á Players í Kópa- vogi.  Sixties spila í Klúbbnum við Gullin- brú.  Dúettinn Dralon skemmtir í Ara í Ögra.  Hljómsveitin Heiðursmenn spilar á Hótel Örk.  Plast spilar á Café Amsterdam, Tryggvagötu.  Spilafíklarnir leika fyrir dansi á Celt- ic Cross.  Bubbi Morthens ásamt hljómsveit með brot af því besta af ferlinum á Kaffi Reykjavík.  Papar spila í Sjallanum, Akureyri.  Frímann og Arnar blása til stórveislu á Kapítal í tilefni af fimm ára afmæli Hugarástandskvöldanna.  Strákarnir í Buttercup að koma sam- an á Gauknum eftir langt hlé.  Hugarástand fagnar 5 ára afmæli á Kapital. Plötusnúðar verða dj Frímann og dj Arnar ásamt gestum. ■ ■ FYRIRLESTRAR  15.00 AFS á Íslandi verður með opið málþing um menningu og mann- líf í Rómönsku Ameríku að Hverfisgötu 21, í sal Félags bókagerðarmanna. Að loknu málþinginu verða í boði léttar veitingar með rómönsk-amerísku ívafi og lifandi suðræn tónlist. ■ ■ FUNDIR  17.00 Opinn fundur verður á al- þjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti í BSRB-salnum, Grettis- götu 89. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 38 6. mars 2004 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 3 4 5 6 7 8 9 MARS Laugardagur Leikfélag Akureyrar frumsýn-ir leikritið Draumalandið, eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, í dag en þetta er jafnframt fyrsta frumsýning leikfélagsins í ný- uppgerðu Samkomuhúsinu sem hefur verið heimili og varnar- þing LA árum saman. „Þetta er nýtt íslenskt sam- tímaverk og fjallar í megindrátt- um um erfðarétt til lands og lífs,“ segir leikstjórinn Þorsteinn Bachmann. „Verkið gerist í afdal norður í landi og fjallar um átök um ólíkar hugmyndir um nýtingu lands og fjár. Þetta er glæpasaga þar sem alvarlegustu glæpirnir eru kannski ekki alltaf þeir aug- ljósustu og verkið er því marg- slungið og endalokin óvænt.“ Þorsteinn segir að vinnan við uppsetninguna hafi verið afskap- lega ánægjuleg og samstarfið við höfundinn hafi verið óvenju gott. „Verkið hefur verið í mótun í eitt og hálft ár þegar Ingibjörg kom fyrst með hugmyndina til mín. Leikhóp- urinn kom svo fljótt inn í þróunar- vinnuna og tók virkan þátt. Það var svo mitt hlutverk að sameina alla þætti og fá fram heildarmyndina og ég er mjög ánægður með útkomuna og hlakka mikið til að fara með verkið fyrir áhorfendur.“ Aðstaða leikara í Samkomuhús- inu var orðin ansi bágborin þegar ráðist var í þær breytingar sem nú er lokið. „Þetta var aðallega að- staðan baksviðs sem var fyrir neð- an allar hellur. Húsið lak og það fraus í pípum þannig að ekki var hægt að nota salerni. Þá þurfti maður helst að fara út til að kom- ast inn á svið þannig að það var alveg kominn tími á lagfæringar. Húsið hefur líka fengið andlitslyft- ingu að utan, verið einangrað upp á nýtt og aðgengi fatlaðra hefur verið stórbætt. Það er stórkostlegt að hafa fengið hita í salinn en nú þarf ekki lengur að æfa í úlpum með rafmagnsofnana úti um allt.“ Þorsteinn hættir sem leikhús- stjóri LA á næstunni en hverfur þó ekki á braut þar sem hann hyggst snúa sér í auknum mæli að leikstjórn. „Ég mun stýra öðru verki hérna á næsta ári og ætla snúa mér að afmarkaðri verkefn- um og láta öðrum leikhússtjórn- ina eftir. Við höfum náð okkar helstu markmiðum á frekar erfiðum tímum og þetta er allt komið á beinu brautina og ég ætla að reyna að skilja við leikfé- lagið eins og ég hefði viljað taka við því sjálfur.“ Þorsteinn leggur áherslu á að hópurinn sem stendur að LA sé samheldinn og traustur. „Þegar ég byrjaði hérna setti ég mér það takmark að setja saman sterkan hóp leikhússlistamanna sem gæti tekist á við hvaða verk sem er og þessi sýning sýnir að það mark- mið hefur náðst. Þetta er ekki að- keypt, heldur eitthvað sem við erum að búa til sjálf.“ ■ Óvænt endalok í betra húsi SAGA JÓNSDÓTTIR Í hlutverki sínu í Draumalandinu sem LA frumsýnir í endurbættu Samkomuhúsi í kvöld. Akureyringar hafa ærin tilefni til að fagna þar sem Amtsbókasafnið opnar einnig í dag að viðstöddum forseta Íslands og ráðherrum kjördæmisins sem láta sig varla vanta á frumsýninguna. Miðasala í í síma 562 9700 www.idno.is Lau. 13. mars kl. 20:00 örfá sæti Sun. 21. mars kl. 20:00 laus sæti Sun. 28. mars kl. 20:00 laus sæti Fáar sýningar eftir. Fim. 11/3 uppselt Fim. 18/3 næstsíðasta sýning Fös. 26/3 síðasta sýning Ekki missa af Sellófon! Miðasala í Iðnó sími: 562 9700 Síðustu sýningar. e. Birgi J. Sigurðsson. Leikfélag Mosfellssveitar sími: 566-7788 miðaverð 1.500 kr Næstu sýningar: Frumsýning fös. 5. mars Lau. 6. mars Fös. 12.mars Lau.13.mars Sýnt kl. 20.30 Matur & miði kr. 3.200 f. hópa =10 eða fleiri. ■ FRUMSÝNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.