Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 54
Ég veit ekki betur en ég verðifengin til að passa nokkur ömmubörn á laugardagskvöldið þar sem foreldrarnir þurfa að bregða sér frá,“ segir Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrr- verandi alþingismaður. Guðrún á níu barnabörn og það tíunda er á leiðinni. Hún segir ömmubörnin hafa fjölfaldast með miklum hraða þar sem tvennir tvíburar séu í hópnum. Guðrúnu fellur sjaldan verk úr hendi. Um þessar mundir er hún að leggja lokahönd á barnabók sem er framhald af sögu sem kom út árið 2002 og heitir Öðruvísi dagar. „Ég er stundum spurð hvort mér þyki gaman að skrifa bækur. Fyrir mér hefst gamanið þegar þær eru tilbúnar. Þetta er óttalegt púl.“ Hún segir engin áhrif hafa á sig að vorið sé á næsta leiti. „Satt best að segja hef ég skrifað allar mínar bækur á sumrin. Það réðist aðallega af því að ég sat á Alþingi og enginn tími gafst fyrir annað.“ Sem gamall þingmaður hefur Guðrún óþrjótandi áhuga á þjóð- málum og kveikir gjarnan á bein- um útsendingum frá Alþingi. „Ég hlusta með öðru eyranu þegar ég er að vinna og stend gjarnan upp til að sjá betur ef eitthvað fangar áhuga minn. En því miður gerist það ekki oft.“ Þegar hér er komið gerist Guð- rún ómyrk í máli og segist undr- ast hugmyndarheim ungra þing- manna. Hún telur að flestir hafi lítið þurft að hafa fyrir lífinu og skoðanir séu einsleitar. Útkoman sé rofin tengsl milli þeirra og lífs hins almenna borgara. „Lúxus- vandamál eru efst á baugi frekar en hin raunverulegu vandamál. Mér ofbýður hversu margir verða að lifa við léleg kjör í þessu ríka þjóðfélagi. Það er sorglegt til þess að hugsa að það sem eitt sinn var best í þessu þjóðfélagi er það fyrsta sem verður fyrir skurðar- hnífnum, svo sem heilbrigðis- og velferðarmál, jafnvel mennta- mál.“ Guðrún hefur sem fyrr segir ákveðnar skoðanir á þjóðfélags- málum. Í gamni var hún spurð hvort hún gæti hugsað sér að sitja aftur þing fengi hún tækifæri til. „Ég segi nú ekki að ég sé mikið að berjast fyrir þessum möguleika en líf mitt hefur verið þannig að ég útiloka aldrei neitt. Í dag reyni ég að lifa lífinu lifandi meðan ég hef það og er sá lukkunnar pam- fíll að vera við hestaheilsu. Það er dásamlegt að vera til.“ kolbrun@frettabladid.is 6. mars 2004 LAUGARDAGUR Vikan er búin að vera alvegbrjáluð,“ segir Nína Magnús- dóttir, einn listamannanna sem eru í forsvari fyrir Klink og Bank, sem er nýr vinnustaður listamanna í Brautarholti. „Það hlýtur að vera fullt tungl. Ég á tvö börn sem ég er svo heppin að mamma mín og tengdamóðir hafa hjálpað mér við að sinna þessa vikuna, því ég hef varla séð þau. Opnunin hefur svolítið tekið yfir. Listahúsið er ferðalag og þar sem við höfum samning til níu mánaða langar okkur til að nota tímann vel og gera eitthvað spennandi.“ Í dag verður Klink og Bank opnað gestum og gangandi til að sýna hvað er þar að gerast. „Við vitum ekkert hve margir koma eða hvernig viðbrögðin verða. Hjá okkur er fólk úr öllum listáttum og allt í gangi. Tilkoma þessa húss er innspýting í íslenskt listalíf. Þegar 126 skapandi einstaklingar koma saman gerist eitthvað.“ Það þarf ekki bara að huga að listrænni stjórnun þegar svona listhús er opnað og segir Nína að mikið hafi verið að gera hjá lista- mönnunum við að þrífa húsið, auk þess að undirbúa sýningu á verk- um listamanna hvort sem þau eru sjónræn eða hljóðræn. Þá hafa listamenn hússins hannað vegg- spjald sem sýnir hvar allir lista- mennirnir eru staðsettir í húsinu. „Við höfum unnið þetta saman. Rýmið sem við höfum kallar á að það sé samvinna á milli lista- mannanna.“ ■ Vikan sem var NÍNA MAGNÚSDÓTTIR ■ Kemur að skipulagningu fyrstu opnunar Klink og Bank. Laugardagskvöld GUÐRÚN HELGADÓTTIR ■ rithöfundur ætlar að gæta nokkurra ömmubarna í kvöld. Þjóðmál eru alltaf ofarlega í huga þessa fyrrverandi al- þingismanns. Imbakassinn Hlýtur að vera fullt tungl ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. 70 milljónir króna. Barnsley. Helgi Hjörvar. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Íslenskur drengur í fangelsi í Texas Ofbeldið nánast klámÍslenskur prestur gagnrýnir Mel Gibson Bls. 30 Kaþólska kirkjan hjálpaði séra Helgu Soffíu í gegnum erfiðan skilnað Bls. 24-25 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 55. TBL. – 94. ÁRG. – [ LAUGARDAGUR 6. MARS 2004 ] VERÐ KR. 250 Aron Pálmi Ágústsson er tvítugur Íslendingur. Hann er nýlaus úr víggirtu fangelsi í Texas, sannkölluðu helvíti á jörð. Krafist var 30 ára fangelsis yfir honum fyrir barnalegan læknisleik er hann var 11 ára. Hann fékk 10 ár, var laminn og beittur ótrúlegu harðræði hönnuðu af sjálfum George Bush, þá ríkisstjóra Texas. Í dag býr hann einn í útjaðri Houston, fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi. Við ökkla hans er áfast GPS-tæki. Hann má ekki vinna. Má ekki hitta syst- kini sín. Aron Pálmi biður um grið. Biður um það eitt að hann fái að flytja til Íslands. 10 ÁRA FANGELSI FYRIR LÆKNISLEIK Lárétt: 1 fálma, 5 snák, 6 kvað, 7 tveir eins, 8 fraus, 9 hæð, 10 samtenging, 12 bleytu, 13 guð, 15 tvíhljóði, 16 makar, 18 selsunga. Lóðrétt: 1 fyrirmenn, 2 reiðihljóð, 3 tveir eins, 4 kartöflutegund, 6 skýjaþykkni, 8 fyrirtæki, 11 hef ánægju af, 14 kveikur, 17 kyrrð. Lausn: Lárétt: 1fuma,5orm,6ku,7rr, 8kól,9 fell,10en,12aga,13týr, 15au,16atar, 18kópa. Lóðrétt: 1forsetar, 2urr, 3mm,4gullau- ga,6kólga,8kea,11nýt,14rak,17ró. Mmmm! Einmitt! Eðalrúðupiss með keim af greni og smá ælueftir- bragði! Fylltu glösin, takk! NÍNA MAGNÚSDÓTTIR Klukkan 14 í dag verður efnt til sýningar- halds og tónleika í Klink og Bank, sem er nýr vinnustaður 126 listamanna í 4.915 fermetra húsakynnum gömlu Hampiðj- unnar að Brautarholti 1. Þetta er dásamlegt líf GUÐRÚN HELGADÓTTIR Guðrún er um það bil að ljúka barnabók sem er framhald af sögu sem kom út árið 2002 og heitir Öðruvísi dagar. Í kollinum geymir hún aðra sögu sem bíður eftir að komast að. Sú bók á að höfða til þeirra sem eru eldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.