Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 16
Georgi Malenkov hét maðurinnsem tók við af Jósef Stalín sem hæstráðandi í Sovétríkjunum. Aðeins degi eftir lát Stalíns árið 1953 var Malenkov útnefndur bæði forsætis- ráðherra Sovétríkjanna og aðalritari sovéska Kommúnistaflokksins. Valdatími Malenkovs var þó ekki langur. Fáeinum vikum síðar var hon- um ýtt til hliðar af Nikita Krústsjev. Nafn Malenkovs þekkja nú fáir aðrir en helstu sérfræðingar í sögu Sovét- ríkjanna. Malenkov var einn fárra bolsévika frá byltingunni 1917 sem lifðu af hinar alræmdu hreinsanir Stalíns á fjórða áratugnum. Hann þótti hlédrægur og kunni betur við sig baksviðs í pólitík- inni. Margir félaga hans tóku lítið mark á honum og töldu hann vart til stórræða líklegan. Smátt og smátt vann hann sig þó upp metorðastigann og á endanum þótti hann nánast sjálf- sagður kostur sem eftirmaður Stalíns. Malenkov kynnti fljótlega ýmis áform um umbætur í Sovétríkjunum. Þessi áform hafa hugsanlega orðið honum að falli, því innan fárra vikna hafði Krústsjev komið sínum manni, Nikolai Búlganín, í embætti forsætis- ráðherra. Sjálfur hrinti Krústsjev síðan í framkvæmd sumum þeirra umbótahugmynda sem Malenkov var með. ■ Það eru fyrst og fremst forrétt-indi að fá að eldast. Blessunar- lega græði ég eitthvað á hverju ári,“ segir afmælisbarn dagsins, Sigmundur Ernir Rúnarsson, blaðamaður, sjónvarpsmaður og rithöfundur. Sigmundur er um þessar mundir staddur í heimabæ sínum Akureyri að sinna erindum fyrir iðnaðarráðu- neytið sem snúa að byggðarverk- efni í Eyjafirði. Afmælisdeginum ætlar hann að verja á skíðum í Hlíð- arfjalli og í kvöld er stefnan tekin á leikhúsið þar sem Leikfélag Akur- eyrar frumsýnir verkið Drauma- landið. „Það vill svo vel til að ég er formaður leikhúsráðs og misnotaði aðstöðu mína svo að frumsýningin yrði á afmælisdeginum,“ segir hann og hlær. Það er í nógu að snúast hjá Sig- mundi Erni. Hann er um þessar mundir að klára skáldsögu sem gef- in verður út hjá JPV útgáfu í haust. Ritun bókarinnar krafðist mikils af honum enda viðfangsefnið við- kvæmt. „Fyrirmyndin að sögunni er sótt í ævi dóttur minnar, sem hefur átt við æði margslungin veikindi að stríða. Líf hennar hefur verið sam- felld ráðgáta í nítján ár. Hún er haldin miklum og erfiðum hrörnun- arsjúkdómi og með sögunni er ég að birta almenningi lífssýn þroska- heftrar og fatlaðrar stúlku.“ Eftir að Sigmundur Ernir hætti sem ritstjóri DV leið ekki langur tími þar til hann kom aftur fyrir al- menningssjónir á ný og nú sem stjórnandi þáttarins Maður á mann á Skjá einum. Tuttugasti og fimmti þátturinn fer senn í loftið og segir Sigmundur að sér líki þessi vinna afskaplega vel. En hefur hann hrist af sér fréttamanninn? „Ég er frétta- maður að upplagi og sakna þess reglulega að vera ekki í hringiðu fréttanna. Ég held að það sé eðli þeirra sem haldnir eru fréttabakt- eríunni á annað borð.“ Þegar rætt er við Sigmund fer ekki hjá því að orðið ofvirkur komi upp í hugann. Sigmundur hlær og viðurkennir að svo geti vel verið. Hann skýrir frá því að önnur bók sé í burðarliðnum sem innihalda eigi smásögur auk þess sem hann safni efni í sjöundu ljóðabókina sína. „Höfuðvandamál mitt í gegnum tíðina er að ég kann ekki að segja nei. Þetta er ákveðin fötlun. Megin- markmið mitt í framtíðinni er að læra að segja nei. Ætli ég endi þá ekki sem þvermóðskufullur karl.“ kolbrun@frettabladid.is 16 6. mars 2004 LAUGARDAGUR ■ Andlát Þetta er ekkert grín. Þetta er gert ífullri alvöru,“ segir Örn Árnason spaugari um sýninguna „Þetta vil ég sjá“, sem opnuð verður í menningar- miðstöðinni Gerðubergi í dag. Þar verða sýnd verk eftir listamenn sem eru í uppáhaldi hjá Spaugstofumönn- um, auk þess sem þeir Sigurður Sig- urjónsson og Örn Árnason sýna eigin verk. „Við vorum beðnir um þetta á sín- um tíma af forráðamönnum Gerðu- bergs og völdum þarna nokkur mynd- verk hver og einn okkar,“ segir Örn, og tekur fram að þeir geri það ekki í nafni Spaugstofunnar. „Við gerum þetta sem fimm ein- staklingar, ekki sem hópur.“ Sýningaröðin „Þetta vil ég sjá!“ hófst árið 1999 með sýningu sem Kári Stefánsson valdi verk á. Síðan komu þau hvert á fætur öðru, Friðrik Þór Friðriksson, Diddú, Sjón, Eva María Jónsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Ingibjörg Sólrún, og völdu sína uppá- haldslistamenn til sýningar í Gerðu- bergi. Nú er sem sagt röðin komin að Spaugstofumönnum, sem til þessa hafa ekki verið þekktir neitt sérstak- lega fyrir myndlistaráhuga sinn. Örn segir að allir hafi þeir samt töluvert pælt í myndlist í gegnum tíðina. „Já, já, við erum alltaf eitthvað að skoða. Við höfum safnað myndum svolítið og förum stundum á uppboð, svona til að ná okkur í myndir á vegg- ina heima. Ég held að við eigum okk- ur nú allir einhverja uppáhaldslista- menn. Það sem við völdum er kannski einhver þverskurður af því.“ Sjálfur valdi Örn á sýninguna verk eftir þá Braga Ásgeirsson, Tolla og Daða Guðbjörnsson. „Þetta er mínir myndlistarmenn, og svo Guðmundur Másson, sem er hættur að mála fyrir allmörgum árum, en ég geymi eitthvað af mynd- verkum eftir hann og ákvað að hleypa þeim út í dagsljósið.“ ■ ALAN GREENSPAN Seðlabankastjóri Bandaríkjanna er 78 ára í dag. 6. mars ■ Þetta gerðist GEORGI MALENKOV ■ tók við af hinum alræmda Jósef Stalín í Sovétríkjunum. 6. mars 1953 1475 Ítalski listamaðurinn Michelangelo fæðist. 1853 Óperan La Traviata eftir Verdi er frumsýnd í Feneyjum. 1857 Hæstiréttur Bandaríkjanna kemst að þeirri niðurstöðu að þrællinn Dred Scott geti ekki leitað til dómstóla til að fá ánauð sinni aflétt. 1928 Rithöfundurinn Gabriel Garcia Marques fæðist í Kólumbíu. 1944 Bandaríkjamenn gera loftárás á Berlín í fyrsta sinn. 1951 Réttarhöld hefjast í Bandaríkjun- um yfir Rosenberg-hjónunum, sem sökuð voru um njósnir og síðar tekin af lífi. 1983 Helmut Kohl er kosinn kanslari Þýskalands. 1997 Elísabet Bretadrottning opnar fyrstu opinberu vefsíðu bresku konungsfjölskyldunnar. Grín SPAUGSTOFUMENN ■ hafa valið verk sem eru þeim að skapi til sýningar í Gerðubergi. Auk þess nota tveir þeirra tækifærið og sýna eigin verk. Listrænt mat Spaugstofunnar ■ Afmæli SAMKVÆMT FYRIRMÆLUM SPAUGSTOFUNNAR Starfsmenn í Gerðubergi hafa undanfarið unnið að uppsetningu sýningarinnar Þetta vil ég sjá! sem opnuð verður í dag. Ragnar Axelsson ljósmyndari er 46 ára. Fótboltatvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru 31 árs í dag. Arinbjörn Árni Kjartansson, Sólvalla- götu 28, Keflavík, lést fimmtudaginn 19. febrúar. Útförin hefur farið fram. Björg Sigurjónsdóttir, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést þriðjudaginn 2. mars. Franzisca Gunnarsdóttir, Laufrima 41, Reykjavík, lést miðvikudaginn 3. mars. Halldór Jónasson, Skúlagötu 4, Stykkis- hólmi, lést miðvikudaginn 3. mars. Jón Stefnir Hilmarsson, hárskeri, lést þriðjudaginn 2. mars. Magga Alda Árnadóttir, frá Núpskoti, lést mánudaginn 1. mars. Ragnheiður Björnsdóttir, Smiðshúsum, Eyrarbakka, lést þriðjudaginn 2. mars. Sigurpáll Aðalgeirsson, Baðsvöllum 19, Grindavík, lést miðvikudaginn 3. mars. Þorgeir Jón Einarsson, Hrafnistu, Reykavík, lést miðvikudaginn 3. mars. 13.00 Svanhvít Ágústa Guðmunds- dóttir, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, verður jarðsungin frá Odda- kirkju. 13.30 Ingibjörg Pálsdóttir, Ólafshúsi, Blönduósi verður jarðsungin frá Blönduóskirkju. 14.00 Jóakim Guðlaugsson frá Bárða- tjörn verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju. 14.00 Jónasína Bjarnadóttir, Þyrli, verð- ur jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Saurbæ. 14.00 Una Kristín Georgsdóttir, Baugs- stöðum, Stokkseyrarhreppi, verð- ur jarðsungin frá Gaulverjabæjar- kirkju. 14.00 Þorlákur Stefánsson, bóndi, Arn- ardrangi, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu. Afmæli SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON ■ er 43 ára gamall í dag. Deginum ver hann á skíðum í Hlíðar- fjalli og í leikhúsi um kvöldið. HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR Kaffihúsið mitt er Kaffitár íBankastræti. Ég fæ mér oft koffínlaust kaffi þar því ég er svo viðkvæm fyrir koffíni. Kaffitár er reyklaust og rétt hjá vinnunni hennar Önnu, bestu vinkonu minnar. Við hittumst alltaf í há- deginu og það er svo mikilvægt. Svo hitti ég marga aðra sem ég þekki. Þarna er rosalega gott kaffi og Kaffitárssalatið er líka frábært. Staðurinn er passlega stór og kósý og algjörlega mið- svæðis,“ segir Helga Braga Jóns- dóttir leikkona. ■ Kaffihúsið mitt Endar sem þvermóðskufullur karl Tekur við af Stalín STALÍN OG MALENKOV Þótt fáir þekki nafn Malenkovs nú orðið þá var hann maðurinn sem tók við sem æðsti valdamaður Sovétríkjanna eftir fráfall Stalíns. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ■ Jarðarfarir SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Höfuðvandamál mitt í gegnum tíðina er að ég kann ekki að segja nei. Þetta er ákveðin fötlun. Meginmarkmið mitt í framtíðinni er að læra að segja nei. Ætli ég endi þá ekki sem þvermóðskufullur karl.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.