Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 2
2 9. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Nei, þetta voru bara fyrstu samn- ingarnir. Fjörið er rétt að byrja.“ Ari Edwald er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem á sunnudag skrifaði undir kjarasaminga við Starfsgreinasambandið og Flóa- bandalagið. Spurningdagsins Ari, ertu þá á leiðinni í frí? ■ Evrópa Kristján sendi Lands- bankanum tóninn Kristján Ragnarsson kvaddi í gær formannsstól bankaráðs Íslandsbanka eftir tólf ára samfellda setu. Bankinn skilaði metuppgjöri í fyrra. Kristján gagnrýndi Landsbankann, Seðlabankann, Alþingi og Fjármálaeftirlitið. VIÐSKIPTI „Athygli vakti ásælni Landsbankans í hlutabréf Íslands- banka nýlega og síðan ráðstöfun þeirra,“ sagði Kristján Ragnars- son, fráfarandi formaður banka- ráðs Íslandsbanka, í kveðjuræðu sinni á aðalfundi bankans í gær. Hann bætti því við að með kaup- unum hefði verið látið að því ligg- ja að Landsbankinn kysi samstarf við Íslandsbanka á einhverjum óljósum sviðum. „Af þeirri reynslu sem við höfum af sam- starfi við for- s v a r s m e n n Landsbankans, tel ég heppileg- ast að við vinn- um að okkar markmiðum án tengsla við þá.“ Átök voru á milli bankanna um yfirráð yfir fjárfestingar- s j ó ð n u m Straumi á haust- mánuðum. Kaup Landsbanka í Ís- landsbanka í byrjun árs voru í óþökk for- manns banka- ráðsins. Kristján þakkaði í ræðu sinni samstarf við stjórnendur og bankaráð bankans. Hann kveður bankaráðið eftir fjórtán ára setu í því, þar af sem formaður banka- ráðs í tólf ár. Hann þakkaði traust hluthafa þennan tíma. Bankinn hefur dafnað á þessum tíma. Fjár- hagur hans er traustur og bankinn skilaði methagnaði í fyrra. Kristján beindi gagnrýni í fleiri áttir. Seðlabankinn varaði ís- lensk fjármálafyrirtæki við of miklum erlendum lánum. Krist- ján sagði óeðlilegt að setja slíkar viðvaranir almennt fram. Nær væri að beina þeim til þeirra fjár- málastofnanna sem Seðlabankinn teldi að væru í þörf fyrir þær. Sömu gagnrýni beindi hann til Fjármálaeftirlitsins og taldi að í virku fjármálaeftirliti þyrfti að- gerðir í stað orða. Kristján minnt- ist einnig á löggjöf Alþingis um sparisjóði í kjölfar tilraunar KB banka til að kaupa SPRON. „Við- brögð Alþingis voru óvenjuleg hvað þetta mál varðar og ástæða til að efast um að löggjöf sem þessi verði sparisjóðunum eða viðskiptavinum þeirra til fram- dráttar þegar til lengri tíma er lit- ið.“ Við formennsku í bankaráðinu tekur Einar Sveinsson, forstjóri dótturfélags Íslandsbanka, Sjóvá Almennra. Hann mun láta af for- stjórastarfinu. Einar segir engar hallarbyltingar á döfinni, enda bankinn í góðum rekstri. „Við munum hyggja að stefnu- mótun og eðlilegri endurskoðun.“ Jón Snorrason var kjörinn varaformaður bankaráðsins. Aðr- ir bankaráðsmenn eru Karl Wern- ersson, Helgi Magnússon, Orri Vigfússon, Guðmundur B. Ólafs- son og Víglundur Þorsteinsson. haflidi@frettabladid.is Framkvæmdaráðið undirritar bráðabirgðastjórnarskrá: Söguleg stund fyrir írösku þjóðina ÍRAK Framkvæmdaráðið í Írak undirritaði í gær nýja bráða- birgðastjórnarskrá við hátíðlega athöfn í Bagdad. Stjórnarskráin gengur í gildi í júlí, þegar völdin í landinu verða færð í hendur heimamanna. Mohammed Bahr al-Ulloum, forseti framkvæmdaráðsins, sagði að þetta væri söguleg stund sem hefði mikla þýðingu fyrir írösku þjóðina. L. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, var viðstaddur athöfnina. Áformað hafði verið að undir- rita stjórnarskrána í síðustu viku en því var frestað vegna óvæntra deilna við fulltrúa sjía-múslima í framkvæmdaráðinu. Ágreiningur var um ákvæði sem gefur Kúrd- um í Norður-Írak neitunarvald þegar efnt verður til þjóðar- atkvæðagreiðslu um varanlega stjórnarskrá í lok ársins 2005. Deilurnar leystust um helgina en leiðtogar sjía-múslimar hafa gefið í skyn að þeir muni taka málið upp að nýju síðar. Samkvæmt stjórnarskránni verður Írak ríkjabandalag 18 ríkja. Íslam verður opinber trú í landinu og leggur grunninn að löggjöfinni. ■ Breytingar hjá Eimskip: Magnús hættir VIÐSKIPTI Fullvíst er talið að Magnús Gunnarsson, stjórnar- formaður Eimskipafélagsins, hætti á aðalfundi félagsins sem haldinn verður síðar í mánuðin- um. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Lands- bankans, fékk Magnús til liðs við félagið til þess að stýra breytingum á félaginu. Meðal verkefnanna voru sala sjávar- útvegshlutans Brims. Umbreyt- ingarverkefnum Eimskipa- félagsins er að ljúka og meta að- ilar stöðuna svo að Magnúsi hafi tekist að ljúka þeim verkum sem honum voru falin. ■ Ríkisfyrirtæki: Einkafyrir- tæki endur- skoði STJÓRNMÁL Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks, undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, leggja til að endurskoðun ríkis- fyrirtækja verði boðin út en Ríkisendurskoðun hafi umsjón með því útboði. Í greinargerð með frumvarpi þessa efnis segir að eðlilegt sé í því viðskiptaumhverfi sem nú ríki á íslenskum markaði að félög í eigu ríkisins, sem rekin eru sem sjálstæðar einingar og standi jafnvel í samkeppni á markaði, fari fram með sama hætti og almennt gerist á mark- aði. ■ Flóð í Hvítá: Óttast landbrot VATNAVEXTIR Steinar Halldórsson, bóndi í Auðsholti í Hrunamanna- hreppi, óttast að vatnavextir í Hvíta geti valdið töluverðu land- broti og öðrum skemmdum. Hann segir hættuna á landbroti mikla þar sem ekki sé frost í jörðu. Hann segir að bú sitt sé um- kringt vatni og það sé eins og hann búi á eyju. „Þetta er heil- mikið vatnasvæði hérna. Ég giska á að það séu svona átta hundruð hektarar undir vatni,“ segir hann. Að sögn Steinars þurfti að fara á bátum til að sækja hross í gærmorgun og þurftu þau að grípa til sunds á leið sinni í ör- ugga höfn. Steinar telur að flóðið hafi náð hámarki í gærkvöldi og að það væri með þeim stærri hin síðari árin. ■ Frumvarp um vörugjald af ökutækjum: Stutt við umhverfis- væn ökutæki ALÞINGI Geir H. Haarde fjármála- ráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í gær um breytingu á lög- um um vörugjald af ökutækjum sem búin eru vélum sem nýta metangas eða rafmagn að veru- legu leyti í stað bensíns eða dísilolíu. Lögð er til tímabundin heimild til að lækka vörugjaldið til að styðja áfram við öra þróun í hönnun og framleiðslu slíkra öku- tækja, enda skaðleg áhrif metan- gass og rafmagns á umhverfið mun minni en eldsneytis úr olíum. Bent er á að aukin notkun tvíorku- bifreiða sé í samræmi við skuld- bindingar Íslands gagnvart rammasamningi Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar og þá stefnu stjórnvalda að auka hlut innlendra orkugjafa. ■ Tillaga í borgarráði í dag: Hafnir við Faxaflóa sameinaðar HAFNASAMLAG Hafnir sveitarfélaga á Faxaflóanum verða sameinaðar undir eina yfirstjórn. Rekstrar- form þess verður svokallað hafn- arsamlag. Málið verður rætt í borgarráði í dag og búist er við að endanlega verið gengið frá því á næstu dögum. Að sögn Páls S. Brynjarssonar, bæjarstjóra í Borgarbyggð, verða hafnirnar í Borgarnesi, Akranesi, Grundartanga og í Reykjavík aðil- ar að hafnarsamlaginu. Páll segir að unnið verði að kynningu á mál- inu á næstu dögum í bæjarstjórn- um en gert sé ráð fyrir að niður- stöður liggi fyrir mjög fljótlega. Hann segir að í þessu felist að lit- ið verði á hafnir á Faxaflóasvæð- inu sem eitt svæði. Samkvæmt heimildum felst í áætlunum að byggð verði upp stórskipahöfn í Grundartanga en að ekki verði höfn í Geldinganesi eins og áformað hefur verið. Gert er ráð fyrir að Grundartangi verði framatíðarhafnarsvæði Reykja- víkurborgar í þeim tillögum sem lagðar verða fyrir á morgun. Miklar deilur hafa verið um framtíð Geldinganess í borgar- stjórn Reykjavíkur. Minnihluti sjálfstæðismanna hefur lagt áherslu á það fyrir síðustu tvenn- ar kosningar að þar verði ekki byggð höfn heldur íbúabyggð. ■ MEIRIHLUTI FANGA ÚTLEND- INGAR Meirihluti vistmanna í fangelsum í Hollandi er af er- lendu bergi brotinn. Um 13.000 manns voru í fangelsum lands- ins í september 2003 en 55 prósent þeirra voru fæddir í öðru landi. Um níu prósent fanganna eru frá Súrínam sem er fyrrum hollensk nýlenda, sjö prósent eru frá Marokkó og fimm prósent frá Tyrklandi. EITURLYFJAHRINGUR UPPRÆTT- UR Ítalska lögreglan segist hafa upprætt eiturlyfjahring sem smyglaði kókaíni og maríjúana frá Hollandi og Þýskalandi til Ítalíu. 25 manns voru handtekn- ir í kjölfar rannsóknar sem staðið hafði yfir í tvö ár, í sam- vinnu við lögregluna í Þýska- landi. Eiturlyfjunum var smyglað í rútum og bílum til Napólí. STJÓRNARSKRÁIN UNDIRRITUÐ Mohammed Bahr al-Ulloum, forseti fram- kvæmdaráðsins í Írak, undirritar nýju bráðabirgðastjórnarskrána. STÓRSKIPAHÖFN VIÐ GRUNDARTANGA Gert er ráð fyrir að stórskipahöfn fyrir höfuðborgarsvæðið verði við Grundartanga en ekki í Reykjavík. SÍÐASTA RÆÐAN Kristján Ragnarsson hefur stýrt bankaráði Íslandsbanka í gegnum mikinn vöxt og miklar breytingar síðustu ára. Efnahagur bankans er sterkur og afkoman í fyrra sú besta í sögu bankans. „Af þeirri reynslu sem við höfum af samstarfi við forsvarsmenn Landsbank- ans, tel ég heppilegast að við vinn- um að okkar markmiðum án tengsla við þá.” FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.