Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 10. mars 2004 Götusmiðjan fékk átta tölvur aðgjöf frá Frétt ehf. í gær. Guð- mundur Týr, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, segir að hann hafi fengið skemmtilegt sím- tal frá Frétt þar sem hann var spurður út í stöðu tölvumála hjá krökkunum og hvort hann vildi ekki fá fleiri tölvur. „Við vorum með einn til tvo tölvugarma handa 15 krökkum sem er ekki nóg. Það er oft dýrt fyrir okkur að ráða við að kaupa tölvur út úr búð.“ Mummi segir krakkana á Árvöll- um hafa mismunandi þekkingu og reynslu af tölvum. „Margir hafa varla kveikt á tölvum þar sem það féll ekki að lífsmynstri þeirra á meðan þau voru í neyslu. Aðrir eru eins og tölvusérfræðingar.“ ■ LILJA GUNNARSDÓTTIR OG GUÐMUNDUR TÝR ÞÓRARINSSON Frétt ehf. afhendir Götusmiðjunni átta tölvur til afnota. Tölvur í Götusmiðjuna Skáldsagan Líflæknirinn eftirPer Olov Enquist í þýðingu Höllu Kjartansdóttur er komin út í kilju hjá Máli og menningu. Líf- læknirinn fjallar um eitt merki- legasta skeið norrænnar sögu, tímabil sem stundum er kall- að Struenseetím- inn. Þýski lækn- irinn og hug- sjónamaðurinn Struensee vann fljótlega fullan trúnað hins geð- sjúka konungs en jafnframt hjarta Karólínu Matthildar, drottningar- innar ungu. Á valdatíma sínum innleiddi Struensee ýmsar róttæk- ar breytingar á stjórn danska rík- isins í anda frönsku byltingarinnar, en tuttugu árum fyrr. Líflæknirinn er margverðlaunuð á Norðurlönd- um og hefur farið sigurför um heiminn og var meðal annars valin besta erlenda skáldsaga ársins 2001 í Frakklandi og er metsölubók í Þýskalandi. Per Olov Enquist er einn virtasti rithöfundur Svíþjóðar og hlaut Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs árið 1969. Þá hefur Mál og menning einniggefið út í kilju bókina Vetrar- drottningin eftir Boris Akúnin en hann hefur skipað sér í hóp mest lesnu rithöfunda Rússlands sem sögum sínum um Fandorin ríkis- ráð, snjallasta lögreglumann Rúss- lands undir lok 19. aldar. Bækur hans eru nú ein- nig meðal vinsæl- ustu glæpasagna í Evrópu. Mál og menning hefur áður gefið út tvær bækur um Fandorin í þýð- ingu Árna Berg- mann, Ríkisráðið og Krýningar- hátíðina, en Vetrardrottningin fjallar um fyrsta mál Fandorins sem er tvítugur nýliði á rannsókn- ardeild lögreglustjóraembættisins í Moskvu og hefur fátt spennandi fyrir stafni. ■ Nýjar bækur “Í kringum blæðingarnar mátti ég alltaf búast við hræðilegu kasti sem stóð í 1 til 2 daga og köstin komu óreglulega þess á milli. Því miður gátu læknarnir lítið fyrir mig gert annað en að gefa mér sterk mígrenilyf en þau unnu ekki á rót vandans. Ég hef stundað líkamsrækt reglulega svo árum skiptir og vissulega hefur það hjálpað en það var ekki fyrr en ég tók málin í mínar hendur og leitaði mér upplýsinga. Eftir það breytti ég mataræðinu og fór að taka inn ákveðin bætiefni og síðan hef ég verið laus við mígreni. Þetta gjörbreytti lífi mínu.” Jóhanna Benediktsdóttir hefur þjáðst af mígreni í áraraðir Jóhanna verður í Heilsuhúsinu á eftirfarandi tímum til að segja frá því hvernig hún heldur sér lausri við mígrenið: Smáratorgi í dag kl. 14:00 - 18:00 Skólavör›ustíg á morgun kl. 14:00 - 18:00 Kringlunni n.k. föstudag kl. 14:00 - 18:00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.