Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 2
2 11. mars 2004 FIMMTUDAGUR Það hafa allir sína kosti og galla Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarmaður í Orku- veitu Reykjavíkur, og Alfreð Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitunnar, hafa deilt harkalega um málefni fyrirtækisins undanfarið. Spurningdagsins Guðlaugur Þór, er Alfreð alveg ómögulegur? Getum ekki verið annað en bjartsýnir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ekki annað hægt að en vera bjartsýnn á björgun Baldvins Þorsteinssonar EA sem strandaði í Skarðsfjöru aðfaranótt mánudags. Stór og öflugur dráttarbátur á leið til landsins. STRAND Ekki hefur verið reynt að draga Baldvin Þorsteinsson EA af strandstað í Skarðsfjöru og óvíst er að það verði gert fyrr en öflugt dráttarskip kemur frá Noregi á föstudag. Til að svo verði þarf veður að batna. Skipið virðist vera lítið eða alveg óskemmt. Seint í gærkvöldi hafði veður versnað og færðist skipið lítillega til á strandstaðnum. Nokkrir skipverjar voru fluttir með þyrlu um borð í skipið í gær þar sem þeir voru í um tvær klukkustundir. Þeir könnuðu skemmdir og komu taug í land. Hún er ekki síst ætluð til örygg- is þar sem ekki er möguleiki á því að þyrla sé ávallt til taks þeg- ar menn eru um borð í Baldvini. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, útgerðar Baldvins, sagði í gær að veður hafi verið óhagstætt en gerði sér vonir um að eitthvað verði hægt að gera í dag í vinnu að björgun skipsins. „Við getum ekki verið annað en bjartsýnir um að við náum skipinu. Við höfum margar áætlanir og koma dráttarskips- ins frá Noregi er ein þeirra. Okkur fannst rétt að fá það hingað og það er mun öflugra en þau skip sem við höfum hér á landi. Baldvin Þorsteinsson virð- ist sitja nokkuð fastur og því væri gott að hafa öflugt dráttar- skip til að þurfa ekki að bíða svona. Við þurfum öflugra varð- skip,“ sagði Þorsteinn Már Bald- vinsson. Kristján Vilhelmsson, einn eigandi Samherja og útgerðar- stjóri, sagði að dráttarskipið sem er væntanlegt sé ámóta langt og Baldvin Þorsteinsson en sex metrum breiðara. „Það skip hefur fjórum til fimm sinnum meira dráttarafl en varðskipin íslensku.“ Um borð í Baldvini eru 1.800 tonn af loðnu og nokkuð af olíu. Það gerir skipið stöðugra í fjör- unni. Tryggingarsmiðstöðin, sem er tryggingarfélag skipsins, og Samherji hafa leigt sér nokkrar þungavinnuvélar sem verða til taks þegar reynt verður að draga Baldvin af strandstað. hrs@frettabladid.is Samherji og Tryggingamiðstöðin leigja öflugt dráttarskip: Á leið á strandstað STRAND Dráttarskipið Normand Mariner er á leið til Íslands til að hjálpa við að koma Baldvini Þor- steinssyni EA af strandstað í Skarðsfjöru. Samherji, eigandi Baldvins og Tryggingamiðstöðin sömdu við fyrirtækið Seabrokers Chartering í Noregi um leigu á skipinu, en það er sérhæft dráttarskip með 23.500 hestafla vél. Til saman- burðar þá eru íslensku varðskipin Ægir og Týr sem nú eru á strand- stað með tæplega 5.000 hestafla vélar. Einnig var samið um leigu á 2.500 metra langri dráttartóg sem þolir 800 tonna átak. Normand Mariner lagði af stað til Íslands frá Bergen í gærmorg- un og er áætlað að það komi til landsins í fyrramálið. Reyna á að nota varðskipin til að koma Bald- vini á flot í dag. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að dráttarskipið hafi verið tekið á leigu því talið hafi verið rétt að vinna að fleiri en einni að- gerðaráætlun. Ef það mistekst að koma Baldvini á flot í dag mun dráttarskipið því reyna það á morgun. ■ Eiturbyrlari: Kennir nú siðfræði LONDON, AP Breskur vísindamaður sem sat sjö ár í fangelsi fyrir að byrla konu sinni eitur er laus úr haldi og farinn að vinna við það að kenna siðfræði í Háskólanum í Manchester. Maðurinn setti eitur í gin- og tónikdrykki konu sinnar og setti nokkrar tónikflöskur með eitrinu í hillur stórmarkaða til að afvega- leiða lögreglu. Átta manneskjur veiktust af þessum sökum, þeirra á meðal kona vísindamannsins. Saksóknari sagði manninn hafa ætlað að myrða konuna til að geta kvænst nemanda sínum. Hann var dæmdur í tólf ára fangelsi. ■ MÁNUÐUR LIÐINN Í dag er mánuður liðinn síðan lík Vaidas Jucevicius fannst í höfninni í Neskaupstað. Neskaupstaðarmálið: Verjendur fá gögn LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur úrskurð- aði í gær að rannsóknargögn varð- andi líkfundinn í Neskaupstað skyldu afhent verjendum. Enn fremur var niðurstaða héraðsdóms varðandi gæsluvarðhald staðfest. Að sögn Sveins Andra Sveins- sonar, lögmanns Jónasar Inga Ragn- arssonar, eins þremenninganna sem sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við líkfundinn í Neskaupstað, hefur þetta þá þýðingu að hann sem verjandi geti nú betur metið stöðu málsins. „Aðgangur að rannsóknargögn- um snýst fyrst og fremst um að geta metið það hvort framburðir og önnur sönnunargögn séu líkleg til sakfellingar eða ekki,“ segir Sveinn Andri. Í dag er liðinn mánuður frá lík- fundinum. ■ VILJA AÐ EGYPTAR TAKI ÞÁTT Palestínumenn vilja að Egyptar eigi hlutdeild í brotthvarfi Ísraela frá Gazasvæðinu, sem Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, hefur mælt fyrir. Egyptar eru hikandi og Hosni Mubarak forseti hefur sagt að ekki komi til greina að senda herinn á vettvang. Gaza var áður hluti Egyptalands. ■ Miðausturlönd NORMAND MARINER Normand Mariner er sérhæft dráttarskip með 23.400 hestafla vél. „Hluti af því að vera í útgerð er að lifa við breytileika í veðri. Ég upp- álegg skipstjórum mínum að fara með varúð og aftur varúð. Það er ljóst að sjómennskan er öðruvísi en önnur vinna og sama á við um að vera útgerðarmaður. Auðvitað hugsa ég um hættuna og er ekki sama þegar veður er vont. En ég treysti á góðar áhafnir og að sjómenn sýni góða sjómennsku. Auðvitað sef ég ekki alltaf,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON ÚTGERÐARMAÐUR Hann fylgist grannt með örlögum flaggskips útgerðarinnar sem er nefnt eftir föður Þorsteins, Baldvini Þorsteinssyni sem var landsþekktur aflaskipstjóri. Sef ekki alltaf VIÐ VINNU Á STRANDSTAÐ Kaðall var dreginn af landi út í Baldvin Þorsteinnson EA. Ef Þyrlan hefði ekki getað komið skipverjunum þangað eða sótt þá átti að nota björgunarstjól til að ferja þá á milli. UM BORÐ Í BALDVINI Skipverjarnir fóru um borð í skipið á strandstað í gær til að meta ástand þess. Það virtist vera í ágætu ásigkomulagi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.