Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 28
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Helgarslaufur fyrir hópa, klúbba og félög af öllum stærðum. Hafðu samband við Bergþóru eða Kristjönu í síma 570 30 75 hopadeild@flugfelag.is Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Til þess að ná góðum tökum á tungumáli er nauðsynlegt að dveljast í því landi þar sem tungumálið er talað. Stúdentaferðir eru í samstarfi við málaskóla um allan heim og bjóða þeir nám jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Málaskólar eru fyrir fólk á öllum aldri. Sérstök námskeið í boði fyrir 13 - 16 ára. Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Glasgow 14.490 kr. London 16.900 kr. Kaupmhöfn 16.900 kr. Hamborg 16.900 kr. Berlín 16.900 kr. Nýr netsmellur Senn líður að páskafríi en þá há-tíðardaga nota margir til ferða- laga á suðlægari slóðir. Til að koma ekki heim bæði skjöldóttur og skrælnaður af misheppnaðri sólbrúnku, sólbruna og flagnandi húðþurrki, er mikilvægt að undir- búa húðina vel áður en lagst er í sólbað og tryggja þannig langvar- andi og fallega sólbrúnku. „Góður undirbúningur skilar sér alltaf og enginn ætti að leggja land undir fót til sólarlanda nema hugsa fyrir þessari umhirðu áður því þannig uppsker fólk bæði jafna og gullna sólbrúnku sem helst á líkamanum miklu lengur en ella,“ segir snyrti- fræðingurinn Anna María Jóns- dóttir í Laugum Spa. „Til að byrja með þarf að skrúbba húðina reglu- lega, annað hvort heima eða á snyrtistofu. Það er hægt að gera á þrenns konar máta; með skrúbbkremum, efnafræðilegri skrúbbmeðferð á stofu og svo í sérstökum tækjum sem snyrti- stofur búa yfir. Þannig verður húðin ný, fersk og miklu betur undirbúin fyrir sólböð,“ segir Anna María og leggur áherslu á háa sólarvörn áður en lagst er undir sterka geisla sólarinnar. „Sólarvörn kemur ekki í veg fyrir að við tökum lit, eins og kannski margir halda. Þvert á móti hjálpar hún húðinni að ná dýpri og fallegri sólbrúnku sem einnig dugar leng- ur en annars. Svo mæli ég með að sólarlandafarar taki með sér skrúbbkrem til að nota einu sinni í viku meðan dvalið er ytra. Það kemur í veg fyrir flögnun og leið- inlegan þurrk.“ Að sögn Önnu Maríu þarf að bera sólarvörn á líkamann hálftíma áður en farið er út í sólbað og bera aftur á húðina á tveggja tíma fresti. „Svo þarf að sjálfsögðu að næra húðina allan ársins hring með góðum kremum, bæði líkama og andlit, en slíkt er hluti af daglegri umhirðu. Þannig er hörundið alltaf silkimjúkt, ferskt og tilbúið í breytt loftslag, veður og vinda.“ ■ AFSLÁTTUR TIL KANARÍ Plúsferð- ir bjóða tilboð til Kanaríeyja. Veittur er 20.000 kr. af- sláttur í ferð 20. mars og er verðið þá 59.130 kr. á mann í 14 nætur í íbúð á Aloe. Inni- falið er flug, flugvallar- skattar, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk far- arstjórn. BARCELONA UM AÐRA HELGI Netklúbbur Úrvals-Útsýnar býð- ur ferð til Barcelona 18. til 21. mars. Verðið er 39.930 kr. á mann í tvíbýli með sköttum. Innifalið er flug, gisting með morgunverð- arhlaðborði og íslensk farar- stjórn. Heimsókn til Barcelona árið 2004 er sérstök, því í ár minnast borgarbúar þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Salvador Dali. Glæsilegar sýningar til minningar um listamanninn eru í Barcelona nú í vor. TILBOÐ TIL PRAG Heimsferðir bjóða síðustu sætin til Prag 15. og 22. mars. Greitt er fyrir eitt sæti ef tvö eru bókuð og er verðið þá kr. 19.950 á mann miðað við að tveir ferðist sam- an og bókað sé á Netinu. Bókunar- gjald er kr. 2.000. Úrval hótela í hjarta Prag er í boði. Á ESJUNA Í KVÖLD Íslenskir fjallaleiðsögumenn ganga á Esj- una í kvöld. Hist verður á bíla- stæðinu við göngustíginn kl. 20.15. ■ Um landið ■ Út í heim ANNA MARÍA JÓNSDÓTTIR „Góður undirbúningur húðarinnar skilar sér alltaf í fallegri og dýpri sólbrúnku.“ Mikilvægt að undirbúa húðina fyrir sólböð: Gullin, jöfn og langvarandi sólbrúnka FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Sumarfríið KATRÍN BJÖRK SKAFTADÓTTIR „Maðurinn minn er að byrja í nýrri vinnu þannig að ég verð líklega bara heima. Það sem ég ætla þó að gera í sumarfríinu er að setja tún í garðinn minn.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.