Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 38 Sjónvarp 44 FIMMTUDAGUR egypskir litir ● júníform ▲ SÍÐUR 26-27 tíska o.fl. Fann jakkann í Kaupmannahöfn Elva Barkardóttir: ● páskaferðir seljast upp ● langvarandi brúnka ▲ SÍÐUR 28-29 ferðir o.fl. Á göngu suður í Evrópu Steinunn Harðardóttir: ÚRSLITAKEPPNIN BYRJAR Fyrstu leikirnir í úrslitakeppni Intersport deildar karla í körfubolta verða í kvöld klukkan 19.15. Í Keflavík taka heimamenn á móti Tindastóli en í Stykkishólmi mætast Snæfell og Hamar. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ENN OG AFTUR HVASSVIÐRI sunnan og vestan til en hægari vindur á Norðurlandi. Nú má búast við að það fari að sjást til sólar nema þó á Suðausturlandi. Áfram hlýtt og lægir um helgina. Sjá síðu 6. 11. mars 2004 – 70. tölublað – 4. árgangur DEILT UM SUNDABRAUT Enn hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um legu Sundabrautar. Mikill kostnaðarmunur er á þeim tveimur leiðum sem valið stendur um. Sjá síðu 4 KREFJAST FRAMSALS Íslensk stjórn- völd reyna að fá dæmdan íslenskan dreng framseldan frá Bandaríkjunum. Utanríkis- ráðherra er mjög ósáttur við samskiptin við Texas-ríki. Sjá síðu 4 FLESTIR OFFITUSJÚKLINGAR UNGIR Fjölmennasti hópur offitusjúk- linga sem kemur á Reykjalund er á þrítugs- aldri. Forsvarsmenn Reykjalundar biðja um auknar fjárveitingar. Sjá síðu 6 MÁL GEGN FASTEIGNASALA Teiknari kveðst hafa tapað 9,5 milljónum króna í viðskiptum sínum við fyrrverandi fasteignasala. Hann höfðaði mál sem verður dómtekið í næstu viku. Sjá síðu 10 SHARON Í ÞINGINU Ísraelar hafa ekki sótt um aðild að ESB og fulltrúi ESB telur fulla aðild óhugsandi. Ísraelar og ESB: Vilja aðild TEL AVIV, AP Um það bil þrír af hverjum fjórum Ísraelum telja að Evrópusambandið halli á Ísrael í átökunum við Palestínumenn en þó vilja 60% þeirra að Ísrael verði eitt af aðildarríkjum Evrópusam- bandsins samkvæmt nýrri ísrael- skri skoðanakönnun. Mina Tzemach, yfirmaður Da- haf stofnunarinnar sem gerði könnunina, sagði Ísraela sjá efna- hagslega kosti nánari tengsla við Evrópu en fara í vörn gagnvart gagnrýni forystumanna í álfunni. Könnunin var gerð að beiðni Evrópusambandsins. ■ VIÐSKIPTI Miklar breytingar verða gerðar á stjórn Eimskipafélags- ins á næsta aðalfundi. Fyrir fund- inum liggur tillaga um að breyta nafni félagsins í Burðarás. Eim- skipa- félagið verður skipafélag í eigu Burðaráss sem mun verða fjárfestingarfélag. Markmið Burðaráss verður að taka þátt í fjárfestingarverkefnum innan- lands og utan. Miklar breytingar verða því á starfsemi félagsins. Verkefni þeirrar stjórnar sem nú situr var að undirbúa félagið und- ir þessar breytingar. Mat manna er að því verki sé lokið. Því sé leitað annarra kosta fyrir kom- andi verkefni. Ekki er búið að ganga frá því hverjir setjast í stjórn félagsins, en því verki þarf að ljúka um helgina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa stærstu eigendur Eimskipafélagsins borið víurnar í nokkra einstaklinga um stjórnarsetu. Meðal þeirra sem áhugi er á að fá inn í stjórn Burða- ráss er Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og einn stjórnenda AOL Time Warner. Ólafur Jóhann hefur unnið með Björgólfi Guð- mundssyni í Eddu miðlun. Þá eru inni í myndinni Friðrik Sophus- son, forstjóri Landsvirkjunar og Friðrik Pálsson, fyrrum stjórnar- formaður Símans. Friðrik gjör- þekkir rekstur sölusamtakanna SH og SÍF sem mun verða eitt af stærri verkefnum Landsbankans og Burðaráss í náinni framtíð. Friðrik Sophusson situr í stjórn Pharmaco og Björgólfsfeðgar þekkja vel til starfa hans. Auk þess að vera ánægðir með sam- starfið er talið að Björgólfsfeðgar sjái mikla kosti í því ef ráðist verður í verkefni í Austur-Evrópu að hafa fyrrverandi fjármálaráð- herra í stjórninni. Þar um slóðir er slíkt mikils metið. Flugleiðir eiga 10 prósenta hlut í Eimskipafélaginu. Áhugi er á því að Sigurður Helgason setjist í stjórn. Hann hefur víðtæka reynslu af alþjóðlegum við- skiptum. Áhersla er á slíka þekk- ingu og hefur samkvæmt heimild- um einnig verið leitað til banka- manns í Bretlandi um að taka sæti í stjórninni. Þór Kristjáns- son, aðstoðarforstjóri Pharmaco, mun líklega sitja áfram í stjórn. Þá er talið líklegt að Andri Sveinsson, bankaráðs- maður í Landsbankanum og starfsmaður Samsonar, muni taka sæti í nýrri stjórn. haflidi@frettabladid.is Skipt verður um stjórn í Eimskipi Stefnt er að því að skipta um stjórn í Eimskipafélaginu á næsta aðal- fundi. Nafni félagsins verður breytt í Burðarás. Skipafélagið Eimskip verður ein af eignum Burðaráss sem mun leggja áherslu á fjárfestingar. SIGIÐ UM BORÐ Í BALDVIN ÞORSTEINSSON EA Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti nokkra af skipverjum Baldvins Þorsteinssonar um borð í skipið í gær. Skipverjarnir voru að meta ástand skipsins og undirbúa það undir að vera dregið á flot, en það strandaði í Skarðsfjöru aðfaranótt þriðjudags. Óvíst er hvort reynt verður draga skipið af strandstað í dag en ef það verður ekki gert mun norskt dráttarskip, sem er á leið á strandstað, reyna að bjarga skipinu á morgun. Sjá nánar bls. 2 M YN D /A P ● 58 ára í dag Kristín Steinsdóttir: ▲ SÍÐA 22 Hittir barnabarnið í fyrsta sinn ● rekur kærleikslínu Júlíus Júlíusson: ▲ SÍÐA 46 Stórhugi á Dalvík VERKEFNI LOKIÐ Stjórn Eimskipafélagsins sem tók við eftir hluthafafund í október, var falið að selja sjávarútvegshluta fyrirtækisins og undirbúa félagið undir ný verkefni. Eigendur telja verki stjórnarinnar lokið og stefna að því að endurnýja stjórnina að mestu leyti í samræmi við breytt eðli félagsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.