Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 31
31FIMMTUDAGUR 11. mars 2004 20% afsláttur fyrir korthafa VISAÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA FRÍTT INN MILLI KL. 11 OG 12 SOULH EIMAR KYNNA :MISSIÐ EKK I AF EINSTÖ KU TÆKIFÆ RI! • AÐEINS ÖR FÁ SKIPTI! MAGNAÐIRSOU LDANSLEIK IRÁ HRYNFÖST OG SEIÐAN DI TÓNLIST VIÐ FLESTR A HÆFI Á NAMAGRUTÆN ÐIDLÖVKSGADUTSÖF RAÚRBEF .02 ÐIDLÖVKSGADUTSÖF RAÚRBEF .72 ÐIDLÖVKSGADRAGUAL RAÚRBEF .82 ÐIDLÖVKSGADUTSÖF SRAM .5 ÐIDLÖVKSGADRAGUAL 31 SRAM . .ÐISÓJL Í MARF RUGÍTS ANNAMLUOS ARKSAV RUKKOLF Í EIGIN PE RSÓNU Í H JARTA REY KJAVÍKUR : NÁFETS "PIH KCIUQ" SRAMLIH ANÍGER "NEEUQ YDAL" KSÓ NÓJ GO "TSAEB YXES" NOSSFALÓ STRAUMU M TIL FUL LTINGIS V ERÐA: REGÍNA "L ADY QUEE N" ÓSK SÖNGKONA ÓSKAR "B LINDI" GU ÐJÓNSSO N SAXÓFÓN LEIKARI OG SNORR I "HOT LIP S" SIGURÐ SSON TROMPET LEIKARI Á EFNISSK RÁNNI: ÓDAUÐLE GIR SMELL IR ÚR RAN NI JAMES BROWN, S AM & DAV E, STEVIE W ONDER, A RETHU FR ANKLIN, J ACKSON F IVE, MARVIN G AYE, FOUR TOPS, TH E TEMPTA TIONS, SM OKEY ROB INSON OG MARGRA ANNARRA . EINNIG VE L VALIN ÍS LENSK ALL E TIDERS D ÆGURLÖG , SEM DUB BUÐ VERÐ A UPP Í SO UL- OG SK AUTBÚNIN G SÉRSTAKIR HEIÐURS- OG AUFÚ SUGESTIR ÖLL KVÖL DIN: HELG I P., LINDA P., STEFÁ N P., MAG GI P., KALL I P., P. DID DY., OG REYND AR ÖLL "P " FJÖLSKY LDAN STRAUMA R OG STEF ÁN ERU: STEFÁN “Q UICK HIP” HILMARS SON SÖNGVAR I JÓN "SEXY BEAST" Ó LAFSSON HLJÓMSVEITAR STJÓRI OG ORGANIS TI FRIÐRIK "G ROOVE DO G" STURLU SON BASSALEI KA I GUÐMUN DUR "FING ERS" PÉTU RSSON GÍTARLEIK ARI JÓHANN " HRYNUR" HJÖRLEIF SSON" TRUMBUL IKARI 20% afsláttu r fyrir kortha fa ATTÁ ANNAM TIEVS ! 12.-13. 03.’04 LAUGARDAG FÖSTUDAG OG STRAUMAR & STEFÁN School of Rock „School of Rock er ein af þessum sjaldgæfu grínmyndum þar sem góð hugmynd er nýtt á réttan hátt og sneitt er framhjá öllum fyrirsjáanlegum klisjum. Fyrst þegar ég sá Jack fyrir framan hóp af krökkum óttaðist ég að myndin yrði vatnsþynnt og væmin, það er hún ekki um of. School of Rock er ekki bara góð, hún er stórkostleg. Ein fyndnasta mynd sem ég hef séð í bíó lengi. Að lokum vil ég, af einlægni, mæla með því að rokkkennsla sem slík verði tekin upp í skól- um. Þetta er einfaldlega frábær hugmynd! BÖS American Splendor „Rétt eins og lífið sjálft getur gert, tekur myndin skyndilega u-beygju. Þar sem ég er með spítalafóbíu dauðans átti ég einstak- lega erfitt með mig. Þannig að þegar ég segi, ótrúlega áhrifarík mynd og sterk um kaldhæðni örlaganna, þá vitið þið hvað ég á við. Frumleg, fyndin og elskuleg mynd, sett upp eins og myndasaga, um fársjúkt fólk.“ BÖS Cold Mountain „Ef litið er framhjá hvað aðalhetjurnar eru fáránlega fagrar og hvað illmennin eru óskaplega ill (eitt dusilmennið er albinói) þá er hér á ferðinni virkilega vönduð og heillandi stórmynd sem allir sem hafa elsk- að ættu að sjá.“ KD House of Sand and Fog „Leikarar eru hver öðrum betri og ber sér- staklega að nefna írönsku leikkonuna Shohreh Aghdashloo sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt og er vel að því komin. Myndin er ekki hentug þung- lyndum eða þeim sem stóla á farsælan endi. Hins vegar ættu áhugasamir um dramatískar og grípandi kvikmyndir hiklaust að skella sér. Góða skemmtun?“ KD Gothika „Peningur og bestu fagmenn í bransanum geta ekki bætt upp fyrir gallað handrit. Það eru gloppur og gryfjur í söguþræðinum sem ná að eyðileggja upplifunina. Þegar nær dregur endanum missir myndin algjör- lega flugið sem er synd því að flugtakið var vel heppnað og þjónustan um borð mjög fagmannleg.“ KD Lost in Translation Virkilega hugljúf og manneskjuleg kvik- mynd. Hún hefur dáleiðandi áhrif, þökk sé að hluta til frábærri tónlist, og nær að hrífa áhorfandann með sér í óvenjulegt og mjög svo skemmtilegt ferðalag. Drífið ykkur í bíó! KD Monster Hér er á ferðinni óslípaður demantur. Lítil mynd með risastórt og miskunnarlaust hjarta... Einföld og beinskeytt leikstjórn Patti Jenkins skilar eftirminnilegri mynd þar sem Charlize Theron fer með leiksigur. Óskarinn er hennar. KD Something’s Gotta Give „Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hversu fyndin myndin var. Hafði séð sýnishornið og óttaðist að búið væri að spila út öllum bröndurunum þar, en svo er ekki. Fínasta skemmtun.“ BÖS SMS um myndirnar í bíó JACK BLACK Er hress náungi sem heillaði kvikmynda- gagnrýnanda Fréttablaðsins upp úr skón- um enda fer hann létt með að bera School of Rock uppi. FRUMSÝNDAR UM HELGINA DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM STUCK ON YOU Internet Movie Database 6.2 /10 Rottentomatoes.com 61% = Fersk TWISTED Internet Movie Database 4.4 /10 Rottentomatoes.com 2% = Rotin WHALE RIDER Internet Movie Database 8.1 /10 Rottentomatoes.com 90% = Fersk Eyjaálfudagar í Háskólabíói BÍÓ Á föstudaginn hefjast Eyja- álfudagar í Háskólabíói og verður myndin Whale Rider frumsýnd en hin unga Keisha Castle-Hughes var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Hér segir frá stúlkunni Pai, sem elst upp hjá ömmu sinni og afa í litlu sjávarþorpi á Nýja-Sjá- landi en harmi lostinn faðir henn- ar yfirgaf þorpið eftir að móðir hennar og tvíburabróðir létust í fæðingu. Afi hennar er höfðinginn í þorpinu og vill sem minnst af Pai vita þar sem hann telur hana ekki geta tekið við arfleið sinni enda er þúsund ára hefð fyrir því að sonur taki við höfðingjatign af föður sín- um. Amma hennar sér þó lengra en karlremba afans nær og lítur fyrst og fremst á Pai sem barn sem þarfnast nauðsynlega ástúð- ar. Afinn telur ógæfu ættbálsks- ins hins vegar hafa byrjað með fæðingu Pai og ætlar að leita að höfðingjaefni meðal 12 ára drengja í þorpinu en þá taka dul- arfullir atburðir að gerast. Auk Whale Rider verða mynd- irnar The Dish og Better Than Sex sýndar á Eyjaálfudögunum. ■ KEISHA CASTLE-HUGHES Var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Whale Rider.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.