Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 38
MÆTTUR TIL GLASGOW Brasilíumaðurinn Ronaldinho fékk fínar móttökur þegar hann kom til Glasgow í gær en Barcelona leikur gegn Celtiuc í kvöld í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti 38 11. mars 2004 FIMMTUDAGUR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur: Mjög góð úrslitakeppni í vændum KÖRFUBOLTI Friðriki Inga Rúnars- syni, þjálfara íslenska landsliðs- ins og Grindavíkur, líst mjög vel á komandi úrslitakeppni. „Ég held að þetta verði hörku úrslitakeppni og að boltinn verði mjög góður,“ sagði Friðrik. „Gæð- in verða mikil, það er engin spurn- ing. Liðin eru skipuð mjög góðum leikmönnum. Kanarnir í liðunum eru góðir þannig að í vændum er mjög góð úrslitakeppni.“ Hann bætti því við að það sem upp úr standi frá liðnu körfubolta- tímabili sé frammistaða Keflvík- inga í Evrópukeppninni. „Þátttaka þeirra stendur upp úr í vetur,“ sagði Friðrik. „Þeir spiluðu góðan körfubolta og voru íslenskum körfubolta til sóma. Ég er alveg tilbúinn til að viðurkenna það þótt ég sé kannski þeirra harðasti and- stæðingur.“ ■ FRIÐRIK INGI RÚNARSSON Hann telur að liðin í úrslitakeppninni séu skipuð mjög góðum leikmönnum sem eigi eftir að láta ljós sitt skína. GUNNAR EINARSSON Lykilmaður í liði Keflavíkur. Góðar fréttir fyrir Keflavík: Gunnar líklega með í kvöld KÖRFUBOLTI Gunnar Einarsson, fyr- irliði Keflvíkinga, spilar að öllum líkindum með gegn Tindastóli í úrslitakeppninni á morgun. Gunn- ar meiddist á dögunum á hné og aftur skömmu síðar þegar stigið var ofan á vinstri hendi hans. Voru sex spor saumuð í löngu töng. Að sögn Fals Harðarsonar, þjálfara bikarmeistaranna, verð- ur Gunnar væntanlega klár í slag- inn í kvöld. ■ FÓTBOLTI „Það er sannarlega enn meiri ögrun fyrir mig að leika gegn frönsku félagi,“ sagði Ger- ard Houllier, framkvæmdastjóri Liverpool, um leikinn gegn Marseille í UEFA-bikarkeppninni í kvöld. „Lið þeirra býr yfir mik- illi reynslu en þeir léku í meist- aradeildinni í vetur. Þeir koma til með að leggja mikla áherslu á varnarleik,“ sagði Houllier. „Kannski er það vegna virðingar við okkur og vegna þess að þeir töpuðu nýlega illa í deildarleik.“ Marseille er í sjötta sæti frönsku deildarinnar, átta stigum frá sæti sem gæti gefið þátttöku- rétt í meistaradeildinni. Félagið rak þjálfarann Alain Perrin í byrjun árs og var José Anigo ráð- inn í hans stað. „Marseille hefur mikla reynslu af Evrópukeppn- um,“ sagði Houllier. „Félagið hef- ur góða leikmenn en stundum voru úrslitin í leikjum þeirra von- brigði. Þess vegna létu þeir þjálf- arann fara en ég held að það bæti ekki neitt.“ Í liði Marseille eru Fabien Barthez, fyrrum markvörður Manchester United, og Steve Marlet, áður sóknarmaður hjá Fulham, en leikmenn Liverpool óttast mest Didier Drogba sem hefur skorað fimmtán mörk í 26 deildarleikjum í Frakklandi. ■ KÖRFUBOLTI Falur Harðarson, þjálf- ari bikarmeistara Keflvíkinga, á von á hörkurimmu gegn Tinda- stóli í kvöld. „Við stefnum á að fara alla leið. Við höfum spilað best þegar mest á reynir og erum hvergi bangnir,“ sagði Falur. „Við töpuðum reyndar síðasta leik okk- ar gegn þeim í arfaslökum leik af okkar hálfu. En við erum bjart- sýnir, það þýðir ekkert annað.“ Falur segir enga hættu á van- mati hjá sínum mönnum í kvöld, enda úrslitakeppnin byrjuð þar sem menn eru vanalega með hug- arfarið í lagi. „Það hefur samt verið ástæðan fyrir mörgum tap- leikjum okkar í vetur. Við unnum heimaleikina en töpuðum mörg- um útileikjum vegna þess að menn voru ekki nógu vel stemmd- ir.“ Bárður Eyþórsson, þjálfari ný- krýndra deildarmeistara Snæ- fells, líst ágætlega á viðureignina gegn Hamarsmönnum og segir að leikmenn sínir mæti einbeittir til leiks. Eitthvað hefur verið um meiðsli hjá Snæfellingum. Lýður Vignisson hefur verið tæpur auk þess sem Dondrell Whitmore hef- ur verið meiddur en mun væntan- lega spila með í kvöld. Bárður segist ekki hafa þurft að ná leikmönnum sínum niður á jörðina eftir að þeir hömpuðu deildarmeistarabikarnum á dög- unum. „Ætli þeir hafi nú ekki séð um það sjálfir með því að tapa fyrir Ísfirðingum í síðasta leik,“ sagði hann. Að sögn Bárðar verð- ur lögð megináhersla á að spila sterkan varnarleik í kvöld og ann- að komi síðan á eftir. Hann vill ekki viðurkenna að stefnan sé sett á Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu Snæfells. „Við ætlum bara að reyna að fara eins langt og við getum og sjá síðan til. Við erum með enga reynslu í úrslita- keppninni og þetta er allt öðruvísi keppni. Það eru öll lið með reynslu af úrslitakeppni nema við.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars, segir að leikmenn sínir séu vel stemmdir fyrir leikinn við Snæfell. „Chris Dade er búinn að vera með lungnabólgu og er ekki alveg búnn að ná sér en ég reikna með að hann verði með. Ætli það séu ekki 80 prósent líkur á því, „sagði Pétur. „Hvort hann geti beitt sér hundrað prósent er aftur á móti annað mál.“ Hann telur að erfitt geti verið að leika án Dade en telur liðið hafa næga breidd til að yfirstíga það. Pétur segist vera hvergi bang- inn fyrir leikinn þrátt fyrir að vera að spila við deildarmeistar- ana. „Þetta er fimmta tímabilið sem við förum í úrslitakeppni og ég held að við höfum alltaf fengið við lið fyrir ofan okkur. Við vitum alveg hvað við erum að fara út í. Við erum að fara að spila á móti hörkuliði og ef við ætlum að spila einhvern dúkkulísubolta þá verð- um við bara teknir og rassskelld- ir,“ sagði hann. Pétur játar að Hamarsmennn hafi meiri reynslu úr úrslitakeppninni heldur en andstæðingar sínir. Þeir hafi aft- ur á móti hæfileikana fram yfir þá. „Það kemur kannski bara í ljós í þessum leikjum hvort það verði reynsla eða getan sem vinni. Annars eru þessir strákar sem ég er með ekki mjög reynslu- miklir. Á þessum fimm árum hafa nú ýmsir menn komið að en þetta verður vonandi hörkurimma. Við komum og seljum okkur dýrt og gerum þetta eins erfitt og hægt er fyrir þá.“ Að sögn Péturs verður aðal- áhersla lögð á að hafa hlutina ein- falda og fara ekki út í að flækja leikinn. Þannig eigi þeir mögu- leika. „Við ætlum að reyna að halda þessu jöfnu þar til það eru tvær til þrjár mínútur eftir og þá getur allt gerst. En ef við förum í einhvern eltingaleik þá eigum við ekki möguleika.“ Önnur viðureign liðanna fjög- urra í úrslitakeppninni verður á laugardaginn. Það lið sem fyrr vinnur tvær viðureignir kemst áfram í undanúrslit. freyr@frettabladid.is GERARD HOULLIER Meiri ögrun að leika gegn frönsku félagi. Liverpool mætir Olympique Marseille: Áhersla á varnarleik Úrslitakeppnin rúllar af stað í kvöld Úrslitakeppni Intersportdeildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Bikarmeistarar Keflvíkinga taka á móti Tindastóli og deildarmeistarar Snæfells mæta Hamarsmönnum. SNÆFELL Hömpuðu deildarmeistarabikarnum í ár eftir frábæra frammistöðu í vetur. FALUR HARÐARSON Segir að Keflvíkingar hafi iðulega spilað best þegar mest hefur á reynt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.