Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 12
12 11. mars 2004 FIMMTUDAGUR KÍNVERJUM Í TÍBET MÓTMÆLT Mánaðarlangri frelsisgöngu fyrir Tíbet lauk í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, í gær, þar sem fjöldi manns mótmælti mannrétt- indabrotum Kínverja í Tíbet og krafðist aðgerða alþjóðasamfélagsins. M YN D /A P LAGOS, AP Þúsundir bláfátækra Ní- geríumanna misstu heimili sín þegar eldsvoði eyðilagði hundruð heimila í Okobaba, fátækrahverfi í höfuðborg Nígeríu, í fyrrinótt. Íbúar segja að eldurinn hafi kviknað út frá kerti sem valt um koll og kveikti eld sem ekkert varð við ráðið. Híbýlin í hverfinu eru afar fátækleg, búin til úr þeim efnum sem íbúarnir komast yfir, aðallega timbri. Fáeinum mínútum eftir að eld- urinn braust út hafði hann breiðst út um stóran hluta hverfisins. Eld- tungurnar stigu til himins, þær hæstu um tuttugu metra og náðu hærra en háspennulínurnar sem strengdar voru yfir hverfið. „Ég tapaði öllu, á ekkert eftir,“ sagði Mojirayo Ojugbele, sem flýði ásamt tveimur börnum sín- um og bjargaði ekki öðru úr eldin- um en einum kjúklingi. „Eftir að við borðum þetta sveltum við kannski,“ sagði hún. Í gær var ekki vitað til þess að nokkur hefði látið lífið í eldsvoð- anum. Einhverjir höfðu þó leitað sér hjálpar á sjúkrahúsum, þeirra á meðal nokkur börn. Fjölmargir reyndu að bera eig- ur sínar á braut, dýnur, sjónvörp og viftur. Aðrir mynduðu sveitir sem reyndu að berjast gegn eldin- um með því að bera vatn úr ná- lægu fljóti. Nokkrir voru reknir á brott sakaðir um að stela úr híbýl- um fólks sem hafði flúið eldinn. Í gærmorgun var Okobaba- hverfið í Lagos rústir einar. Íbú- ar leituðu í rústum heimila sinna og kenndu raforkuskorti um eld- inn. Vegna þess hversu stopul rafveitan er á þessum slóðum hafa íbúar neyðst til að nota kerti og olíulampa til að lýsa upp heim- ili sín og umhverfi þannig að hætta á eldsvoðum var mun meiri en ella. Þá gagnrýndu þeir að ekkert slökkvilið hefði komið á vettvang utan einn bíll sem hefði verið vatnslaus. Embættis- menn segja að slökkvilið hafi ekki komist nægilega nálægt eld- inum til að gera neitt gagn vegna þrengsla. ■ LEITAÐ Í RÚSTUNUM Um leið og eldurinn kulnaði hófu íbúar fátækrahverfisins leit að efnum sem nota mætti til heimilisgerðar. Fátækrahverfi í ljósum logum Eldsvoði lagði fátækrahverfi í höfuðborg Nígeríu í rúst í fyrrinótt. Þúsundir bláfátækra íbúa hverfisins misstu heimili sín. Danskir ráðamenn hafa áhyggjur af brottkasti: Þriðjungi aflans kastað í sjóinn DANMÖRK Danskir ráðamenn hafa þungar áhyggjur af gífurlegu brottkasti á fiski sem virðist vera óhjákvæmilegur fylgifiskur kvótakerfis Evrópusambandsins. Talið er að danskir sjómenn kasti um 36.000 tonnum af fiski í hafið á ári hverju en það svarar um þriðjungi þess afla sem veiddur er. Langmest er kastað af þorski frá borði sem skýrist af minnk- andi þorskveiðikvóta Evrópu- sambandsins, að því er fram kemur í dagblaðinu Jyllandspost- en. Brottkast er ekki ólöglegt í Danmörku og benda danskir sjávarlíffræðingar á að það sé nauðsynlegt til að koma í veg fyr- ir að útgerðirnar fari fram úr aflaheimildum. Sumir leggja til að reynt verði að draga úr brott- kasti með því að banna það með lögum líkt og gert hefur verið í Noregi og á Íslandi. Marianne Fishcer Boel, mat- vælaráðherra Danmerkur, vill beita nútímatækni til að loka haf- svæðum þar sem mikið er af smáfiski. Boel segist jafnframt ætla að skoða þann möguleika að taka upp sóknardagakerfi að fyr- irmynd Færeyinga. Kvótakerfið og brottkast verð- ur í brennidepli á næsta fundi sjávarútvegsráðherra Evrópu- sambandsins á Írlandi. ■ Á MIÐUNUM Brottkast er bannað með lögum á Íslandi og í Noregi en ekki í Danmörku. FISKBÚÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 GLÆNÝ ÝSUFLÖK 350 kr/kg M YN D IR /A P George W. Bush fetar í fótspor Bills Clinton: Bush hefur boðið á sjötta hundrað manns gistingu WASHINGTON, AP Í það minnsta níu af helstu fjáröflunarmönnum Ge- orge W. Bush Bandaríkjaforseta voru meðal þeirra sem þáðu gist- ingu í Hvíta húsinu og Camp Dav- id, búgarði forsetaembættisins, á síðasta ári. Fjáröflunarmennirnir dvöldu í Lincoln-herberginu en Bush gagnrýndi Bill Clinton, for- vera sinn, harkalega í síðustu kosningabaráttu fyrir að bjóða fjáröflunarmönnum, og þeim sem lögðu fé til kosningabaráttu hans, í Hvíta húsið. James Langdon, einn fjáröfl- unarmanna Bush, segir ekki hægt að bera þetta saman. Hon- um hafi ekki verið boðið sem fjáröflunarmanni heldur sem vini forsetahjónanna um áratuga- skeið. Í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum tók Bush undir gagnrýni á Clinton fyrir að nota gistingu í Lincoln-herberginu í Hvíta húsinu sem umbun fyrir þá sem öfluðu fjár í kosningabaráttu Clintons. Bush hefur boðið milli 500 og 600 manns að gista í Hvíta húsinu eða Camp David frá því hann varð forseti. Í þeim hópi er að finna erlenda þjóðhöfðingja og vini forsetans. ■ FORSETINN OG FJÁRÖFLUNARMAÐURINN Brad Freeman kynnir heiðursgestinn, George W. Bush, á fjáröflunarsamkomu á síðasta ári. Freeman var gestur í Hvíta húsinu á síðasta ári. John Kerry: Hærri skatta á þá ríkari CHICAGO, AP Verði John Kerry for- seti ætlar hann að fara þess á leit að þeir Bandaríkjamenn sem þéna meira en sem nemur fjórtán millj- ónum króna á ári borgi hærri skatta en þeir greiði nú en að skattar millistéttarinnar haldist óbreyttir eða lækki. Þetta sagði hann eftir að hafa tryggt sér sigur í forkosningum demókrata í fjór- um suðurríkjum Bandaríkjanna. Kerry sagðist vilja að skattar þeirra ríkustu yrðu þeir sömu og þeir voru í stjórnartíð Bills Clint- on, áður en George W. Bush Bandaríkjaforseti lækkaði þá. ■ LEYNIÞJÓNUSTA ÍSRAELSKA HERSINS hefur handtekið Palest- ínumann sem er sagður hafa skipulagt loftárás á ísraelska landnemabyggð. Maðurinn ætlaði að sögn að fljúga fjarstýrðri flug- vél á landnemabyggðirnar og hafði unnið nokkurn tíma að byggingu flugvélarinnar þegar hann var handtekinn. ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR Stjórn Félags slysa- og bráðalækna bendir á að starf lækna í þyrlum Landhelgisgæsl- unnar sé mjög sérhæft og krefjist mikillar þjálfunar. Þyrlur Gæslunnar: Læknar ómissandi HEILBRIGÐISMÁL Stjórn Félags slysa- og bráðalækna hefur þung- ar áhyggjur af þeirri óvissu sem ríkir um starf lækna í þyrlum Landhelgisgæslunnar. Stjórnin mótmælir öllum hugmyndum um að dregið verði úr þjónustu lækna í þyrlunum. Í yfirlýsingu frá stjórninni er bent á að vinnan í þyrlunum sé mjög sérhæfð, hún krefjist mikill- ar þjálfunar og samhæfingar áhafnar. Oft þurfi að taka skjótar læknisfræðilegar ákvarðanir þar sem ástand sjúkra eða slasaðra geti breyst skjótt á meðan á flutn- ingi stendur. Stjórnin bendir jafnframt á að með fækkun lækna á landsbyggð- inni hafi aðstaða til fyrstu mót- töku víða versnað og aukið traust verið lagt á hjálp aðkomuaðila, til dæmis þyrlulækna. ■ ■ Miðausturlönd ■ Miðausturlönd STEFNA AÐ ÞVÍ AÐ HITTAST For- sætisráðherrar Ísraels og Palest- ínu hafa samþykkt að stefna að því að funda á þriðjudag. Það verður fyrsti fundur þeirra frá því Ahmed Qureia tók við starfi forsætisráðherra Palestínu í október ef af verður, en það ræðst endanlega á næstu dögum. KERRY Í CHICAGO Kerry sagði Bush hafa flutt skattbyrðina af þeim ríku á millistéttina. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.