Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 12
12 31. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Evrópa DROTTNING BORIN TIL GRAFAR Fjöldi erlendra þjóðhöfðingja og aðals- manna fylgdi Júlíönu, fyrrum Hollands- drottningu, til grafar í Delft í gær. Drottningin lést 20. mars, 94 ára að aldri. Íbúar Vesturlands fá póstinn síðar en aðrir landsmenn: Öllum pósti dreift með áætlunarbílum PÓSTFLUTNINGAR Gagnrýni hefur komið fram varðandi póstflutn- inga Íslandspósts á Vesturlandi en þar er öllum pósti dreift með áætlunarbíl á vegum Sæmundar Sigmundssonar. Hefur það í för með sér að póstur berst íbúum oft á tíðum ekki fyrr en eftir há- degið og er því ekki borinn út fyrir en seinnipart dags eða dag- inn eftir. Þykir sumum íbúum nóg um enda eru samgöngur óvíða jafn góðar og á Snæfells- nesinu. „Þetta var tilkomið þegar ég kom hér til starfa og hefur haldist síðan enda er þjónustan góð,“ seg- ir Einar Þorsteinsson, forstjóri Ís- landspósts. „Við höfum oftar en einu sinni látið fara fram könnun meðal almennings á svæðinu og það hefur sýnt sig að fólk er þessu vant og vill ógjarna breytingar. Þess vegna höfum við látið vera að breyta þessu fyrirkomulagi en við fylgjumst vel með og ef fólk er óánægt þá er þeim í lófa lagið að hafa samband og við reynum að greiða úr því.“ Friðrik Pétursson hjá Póst- og fjarskiptastofnun, segir engar kvartanir hafa borist inn á borð stofnunarinnar vegna þessa en það er forsenda þess að stofnunin geri ráðstafanir vegna mála af þessu tagi. ■ Úrelt lög sem aldrei hefur reynt á Þingmenn Samfylkingarinnar vilja að lög um landsdóm og ráðherra- ábyrgð verði endurskoðuð. Núgildandi lög virka ekki sem skyldi og veikja þingræðið segir Jóhanna Sigurðardóttir. ALÞINGI „Lögin um landsdóm eru orðin úrelt og hafa ekki fylgt þeirri þróun sem orðið hefur á dóms- og réttarkerfinu. Við leggjum til að dómurinn verði felldur niður og að ábyrgð á hendur ráðherrum verði komið fyrir almenna dómstóla. Málshöfðunarrétturinn gæti þó áfram verið hjá Alþingi,“ segir Jó- hanna Sigurðardóttir, Samfylking- unni. Jóhanna hefur ásamt félögum sínum í Samfylkingunni lagt fram þingsályktunartillögu sem kveður á um að Alþingi álykti að fram skuli fara heildarendurskoðun á lögum um landsdóm og ráðherraá- byrgð, en markmiðið er að styrkja eftirlit og aðhald löggjafarþingsins með framkvæmdarvaldinu. Lagt er til að höfð verði hliðsjón af lögum um ráðherraábyrgð í öðr- um löndum. Lög um landsdóm voru fyrst sett árið 1905, en sam- kvæmt þeim fer dómurinn með og dæmir þau mál sem Alþingi ákveð- ur að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra. Dómurinn hefur hins vegar aldrei verið kall- aður saman til að höfða slík mál. „Það þarf að tryggja rétt minnihlutans á Alþingi og styrkja lýðræðið á sama tíma. Samkvæmt núgildandi lögum þarf meirihluti Alþingis að samþykkja tillögur um skipan rannsóknarnefndar, en þau mál sem upp koma í tengslum við rannsóknarnefndina varða yf- irleitt meirihlutann. Stjórnarskrá- in setur skipan þessara mála þröngar skorður og hafa allar til- lögur, utan einnar, um 60 talsins, verið felldar um skipan rannsókn- arnefndar,“ segir Jóhanna. Þingmenn Samfylkingarinnar segja lög um ráðherraábyrgð mjög óljós og vilja að þeim verði breytt þannig að þau tryggi að ráðherra sæti ábyrgð ef hann gef- ur Alþingi villandi upplýsingar eða leynir upplýsingum. „Ráðherra hefur aldrei sætt ábyrgð samkvæmt lögunum. Þetta er óvirk löggjöf sem þarf að laga að nútímanum. Við heyrum iðulega fréttir af því þegar ráðherrar út í heimi segja af sér, enda eru þessi lög víða mun skýrari en hér. Sið- ferðileg ábyrgð ráðherra er miklu sterkari í öðrum löndum, enda er þá bæði litið á skráðar og óskráðar siðareglur þegar verið er að meta stöðu ráðherra og það hvort hann eigi að segja af sér. Það er algengt hjá nágrannaþjóðum okkar að ráð- herra sem ekki nýtur lengur trausts til að gegna þeim trúnaðar- störfum sem honum er treyst fyrir segi af sér. bryndis@frettabladid.is M arg fald a›u punktana flína Punkta›u fla› hjá flér! 5x20W x 1x40W hátalarar Spilar: DVD, CD, CD-R, CD-RW, MP3, JPEG og HDCD Dolby digital Útvarp me› 50 stö›va minni FRÁ ACE ELECTRONICS HEIMABÍÓ Ver› mi›a› vi› 1000 punkta: 14.990 kr. Smásöluver›: 29.900 kr. Ver›gildi punkta: x15 H ám ark 1000 punktar á hvert tilbo› F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 7 2 R Ú N A www.kodakexpress.is Sími 570 7500 www.hanspetersen • 3.2 milljón pixla • 3x Optical aðdráttur (35-105mm) • 3,4x Digital aðdráttur (106-357mm) • Tekur allt að 16 myndir í röð á 2 sek. sem þú getur síðan valið úr, t.d. íþrótta-, hesta- eða golfmyndir. • Tekur video • Allt niður í 1 cm nærmynd (macro) • AA eða Li-ion hleðslurafhlöðumöguleikar G 4 G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D TVEIR NÝIR VINDMYLLUGARÐAR Danska ríkisstjórnin ætlar að verja sem svarar tæpum 53 millj- örðum íslenskra króna á næstu fimm árum til að reisa tvo vind- myllugarða úti fyrir ströndum Danmerkur. Vindmyllugarðarnir verða hvor um sig 200 megavött að stærð. Hátt í 6000 vindmyllur eru í Danmörku og framleiða þær um tíu prósent af því raf- magni sem notað er í landinu. Stefnt er að því að þetta hlutfall verði komið upp í 50 prósent árið 2030. DÆMDIR TIL DAUÐA FYRIR LAND- RÁÐ Dómstólar í Mjanmar hafa dæmt þrjá menn til dauða fyrir að hafa samband við Alþjóða- vinnumálastofnunina, ILO. Þre- menningarnir voru fundnir sekir um landráð. Talsmenn ILO segja að mennirnir hafi ekkert unnið sér til saka og krefjast þess að þeir verði látnir lausir. RÚTA FÉLL OFAN Í GLJÚFUR 23 létu lífið og fjöldi slasaðist þegar rúta fór út af fjallvegi og lenti ofan í gljúfri í indverska hluta Kasmír. 41 farþegi var um borð í rútunni þegar óhappið átti sér stað. Talið er að bílstjórinn hafi misst stjórn á rútunni í beygju. LITHÁEN, AP Dómstólar í Litháen hafa dæmt franska rokksöngvarann Bertrand Cantat í átta ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða unn- ustu sinnar, frönsku leikkonunnar Marie Trintignant. „Það leikur eng- inn vafi á sekt hins ákærða,“ sagði dómarinn Vilmantas Gaidelis þegar hann kvað upp dóminn. Marie Trintignant, sem var við tökur á kvikmynd í Litháen, fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi í Vilníus í júlí á síðasta ári. Hún var flutt á sjúkrahús í Frakklandi þar sem hún lést fjórum dögum síðar af völdum áverka á höfði. Cantat, sem var með henni í Vilníus, var hand- tekinn í kjölfarið og ákærður fyrir manndráp. Fyrir dómi viðurkenndi Cantat að hafa lent í rifrildi við leikkonuna og slegið til hennar fjór- um sinnum í ölæði en fullyrti jafn- framt að dauði hennar hefði verið slys. Saksóknarar héldu því aftur á móti fram að Cantat hefði slegið unnustu sína að minnsta kosti nítján sinnum í afbrýðisemiskasti. Cantat, sem er fertugur, er söngvari frönsku rokkhljómsveitar- innar Noir Desir. Verjandi hans hef- ur þegar lýst því yfir að dómnum verði áfrýjað. ■ SPRENGJUR VIÐ LÖGREGLUSTÖÐ Tvær sprengjur sprungu með tuttugu mínútna millibili skammt frá höfuðstöðvum lögreglunnar í Genúa á Ítalíu aðfaranótt mánu- dags. Engin meiðsl urðu á fólki en skemmdir urðu á mannvirkj- um og bifreiðum. Lögregluyfir- völd fullyrða að seinni sprengjan hafi verið ætluð lögreglumönnum sem kæmu á vettvang eftir að sú fyrri hefði sprungið. Talið er að samtök anarkista hafi komið sprengjunum fyrir. ■ Asía Rokksöngvari varð valdur að dauða unnustu sinnar: Átta ára fangelsi fyrir manndráp BERTRAND CANTAT Franski rokksöngvarinn sýndi engin svip- brigði þegar dómurinn var kveðinn upp. LÖG UM RÁÐHERRAÁBYRGÐ Samfylkingin vill að lögunum verði breytt þannig að þau tryggi meðal annars að ráðherra sæti ábyrgð ef hann gefur Alþingi villandi upplýsingar eða leynir upplýsingum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BORGARNES Öllum pósti á Vesturlandi er dreift með venjubundnum áætlunarferðum rútubíla um héraðið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.