Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 30
30 31. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR Kirkjulundi 13 - Garðabæ - s: 565 6900 - verkhonnun@simnet.is Frá Four Seasons Sunrooms Það besta sem býðst! ÚR ÁLI, með eða án lóðréttra pósta FÓTBOLTI Í kvöld fara fram 50 landsleikir í fótbolta víðs vegar um heiminn, 29 vináttu- leikir og 21 leikur í und- ankeppni HM í Asíu, Suður Ameríku og Mið- og Norður Ameríku. Allar þjóðirnar sem leika í Portúgal í sumar verða í sviðsljósinu í kvöld. Portúgalir leika við Ítali á nýja borgar- vellinum í Braga sem var vígður í lok síðasta árs. Nokk- uð er um forföll vegna meiðsla í flestum liðanna sem leika í kvöld og í nokkrum þeirra fá leikmenn frí vegna leikjaálags. Oliver Kahn fær frí í kvöld þegar Þjóðverjar mæta Belgum í Köln. Zinedine Zidane, Robert Pires og Patrick Vieira eru meiddir og leika ekki með Frökkum sem mæta Hollendingum í Rotter- dam. Heimamenn leika án Jaaps Stam og Franks de Boer sem eru meiddir. Thomas Helveg missir af leik Dana og Spánverja í Gijon en Søren Colding var valinn í hans stað en hann lék síðast með Dönum fyrir rúmum þremur árum. ■ Ljóst að við leikum við mjög sterka þjóð Íslendingar leika við Albani í Tírana í kvöld. Albanir eru ósigraðir á heimavelli síðan 2001. FÓTBOLTI „Albanir eru taplausir á heimavelli síðan 2001 þegar þeir töpuðu fyrir Finnum,“ sagði Ás- geir Sigurvinsson, landsliðsþjálf- ari. „Albanir hafa síðan unnið Rússa og Svía og gert jafntefli við Svisslendinga og Íra. Það er því ljóst að við erum að fara að leika við mjög sterka þjóð.“ Íslendingar leika í kvöld vin- áttuleik við Albani í Tírana. Alban- ir töpuðu síðast á heimavelli í sept- ember árið 2001 og hafa sigrað í sex af síðustu níu leikjum sínum á heimavelli og gert jafntefli í hin- um þremur. Landsliðsþjálfararnir Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson sáu myndband með leik Albana og Svía sem fram fór í Tírana í síð- asta mánuði. „Albanir sigruðu Sví- ana 2-1 og klúðruðu vítaspyrnu í lokin,“ sagði Ásgeir. „Svíar voru kannski ekki með sitt sterkasta lið en leikurinn sýndi að Albanir eru með mjög sterkt lið. Þetta hefur breyst mikið frá sem áður var. Núna eru Albanir með menn í hverri stöðu sem leika í Þýska- landi, Frakklandi, Belgíu eða á Ítalíu. Þeir eiga marga góða leik- menn.“ Þjóðverjinn Hans-Peter Briegel tók við þjálfun albanska liðsins í desember 2002 og segir Ásgeir að Briegel hafi sett sinn stimpil á lið- ið. „Albanir hafa alltaf átt fram- bærilega leikmenn, mjög tekníska en þá hefur vantað skipulagið. Briegel hefur náð að koma skipu- lagi á liðið.“ Íslendingar leika í kvöld án sinna sterkustu leikmanna, Her- manns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. „Við verðum að taka því að leikmenn séu meidd- ir. Við hefðum viljað hafa besta lið- ið en það koma aðrir í staðinn.“ Ásgeir telur vináttulandsleik- ina hafa mikið gildi í undirbúningi fyrir leikina í alþjóðlegum keppn- um. „Það væri slæmt ef við fengj- um ekki æfingaleikina. Við teljum þetta mikilvæga leiki því við fáum ekki eins mikinn tíma með leikmönnunum fyrir leiki og félagsliðin. Þarna gefst tími til að slípa liðið til.“ Leikur liðsins í kvöld byggir á því sem þjálfararnir hafa verið að þróa þetta ár sem þeir hafa stjórn- að liðinu. „Grunnurinn verður sá sami en það eru ákveðin atriði sem við ætlum að þróa áfram. Það er gott að fá svona leiki til að prófa nýja leikmenn. Við þurfum að stækka hópinn fyrir næstu verkefni því við getum alltaf lent í því að tveir til þrír leikmenn meiðist og þá er gott að hafa skólað til fleiri leikmenn,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson landsliðs- þjálfari. ■ LUIS FIGO Á skotæfingu fyrir leik Portúgala og Ítala í kvöld. ÁSGEIR SIGURVINSSON Gott að fá vináttulandsleiki til að prófa nýja leikmenn. Við þurfum að stækka hópinn fyrir næstu verkefni, segir landsliðsþjálfarinn. ÍSLENSKI HÓPURINN Markverðir Árni Gautur Arason (Manchester City) Kristján Finnbogason (KR) Aðrir leikmenn Arnar Þór Viðarsson (Lokeren) Bjarni Guðjónsson (Coventry) Brynjar Björn Gunnarsson (Stoke) Gylfi Einarsson (Lilleström) Heiðar Helguson (Watford) Hjálmar Jónsson (IFK Göteborg) Indriði Sigurðsson (Genk) Ívar Ingimarsson (Reading) Jóhannes Karl Guðjónsson (Wolves) Kristján Örn Sigurðsson (KR) Marel Baldvinsson (Lokeren) Ólafur Örn Bjarnason (Brann) Pétur Hafliði Marteinsson (Hammarby) Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk) Þórður Guðjónsson (Bochum) Alþjóðlegur landsleikjadagur: Fimmtíu landsleikir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.