Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 20
20 31. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR Danska skjaldarmerkið Jóhann Hjalti Þorsteinsson legg-ur orð í belg um skjaldarmerk- ið á Alþingishúsinu með grein í Fréttablaðinu 25. mars sl. Á hún að heita andsvar við grein minni frá 23. þ.m. í sama blaði, þar sem ég skoraði á alþingismenn að skipta um skjaldarmerki á því virðulega húsi til samræmis við breytt stjórnarfar í landinu. Jóhann Hjalti lítur á málið frá öðru sjónarhorni en undirritaður og kemur því ekki auga á hina brýnu þörf fyrir aðgerðir í þessu efni. Hann tengir merkið við per- sónu Kristjáns konungs IX og að það sé minnismerki um „hver lét reisa bygginguna“. Þó að fleiri kunni að hugsa þannig er það eigi að síður röng ályktun því að merk- ið er fyrst og fremst tákn, – það er tákn um stjórnskipulag og vald Danakonunga sem ríktu yfir Ís- landi um aldir, uns þeirri stjórn- skipan lauk árið 1944 þegar Íslend- ingar slitu tengslin við Danmörku og stofnuðu lýðveldi. Það var einn af stóratburðum Íslandssögunnar og af engum degi hennar leggur meiri ljóma en 17. júní 1944. Íslensk peningaútgáfa Ýmsar breytingar fylgdu að sjálfsögðu í kjölfar lýðveldis- stofnunarinnar. Komu þær m.a. fram í nýrri peningaútgáfu þar sem Danakonungar voru látnir víkja af öllum útgefnum seðlum fyrir Jóni Sigurðssyni og fleiri sjálfstæðishetjum þjóðarinnar og á nýrri mynt sem slegin var gat að líta íslenska skjaldarmerkið í stað dönsku kórónunnar. Ég hef fyrir alllöngu skrifað um skjaldarmerki Íslands og sett fram tilgátu um hvers vegna merkja- skiptunum á Alþingishúsinu var slegið á frest og rek það því ekki að þessu sinni. En hér hefur sannast eins og oft áður máltækið að lengi býr að fyrstu gerð. Ekki danska fánann Komið hefur fram hugmynd um að hafa tvö skjaldarmerki á húsinu, bæði það danska og ís- lenska. Sú tillaga er fráleit. Í þess- um skrifuðum orðum er komin fram ágæt hugmynd um að setja upp íslenskan fána við ræðustól Alþingis. En þó svo að Alþingi eigi gamlan og góðan danskan fána niðri í skúffu er varla nokkur svo skyni skroppinn að hann fari þess á leit við ráðamenn að Dannebrog verði stillt upp við hliðina á ís- lenska fánanum. Þá smekkleysu sjá allir og ætti það að vera mönn- um leiðarljós í skjaldarmerkja- málinu. Það er sama hvort menn ræða þetta mál lengur eða skemur. Danska skjaldarmerkið á ekki heima á Alþingishúsinu meðan það er lifandi stofnun, en allt öðru máli gegnir ef menn sjá þetta virðulega hús einungis fyrir sér sem forngripasafn. ■ Er D-álman í gíslingu nýrra stjórnenda? Hvers vegna er verið að flytjaaldrað sjúkt fólk sem þarf að vera á hjúkrunardeild til annarra sveitarfélaga, fjarri sínum nán- ustu, þegar pláss er til staðar í þeirra heimabæ? Þetta er spurn- ing sem íbúar í Reykjanesbæ spyrja sig þessa dagana. Hvað er um að vera á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja? Hvers vegna gera nánast allir sér grein fyrir því að þörf er á rými fyrir aldraða sjúka, nema þeir sem þar stjórna? Eru stjórnendur stofnunarinnar gjör- samlega slitnir úr tengslum við íbúa svæðisins og þeirra þarfir? Umræða í tvo áratugi Umræðan um D-álmu við Sjúkrahús Keflavíkur er orðin löng. Strax upp úr 1984 gerðu menn sér grein fyrir því að þörf væri á auknu hjúkrunarrými fyrir aldraða. Áhugi heimamanna var mikill, stofnuð voru samtök til að þrýsta á um byggingu öldrun- ardeildar og stóðu þau m.a. fyrir fjársöfnun. Framkvæmdir dróg- ust von úr viti. Árið 1990 var gert samkomulag sem fól í sér upp- byggingu á hjúkrunarrými í Grindavík. Það var talin fljótleg- asta leiðin til að mæta þeirri þörf sem þá hafði safnast upp. Í því samkomulagi sagði jafnframt: „Stefnt er að því að framkvæmdir samkvæmt samkomulagi þessu fullnægi áætlaðri þörf fyrir hjúkrunarrými á Suðurnesjum, þ.e. 28 rými í Grindavík, 35 rými á Garðvangi ásamt nauðsynlegu rými í nýju hjúkrunarheimili (D- álmu) við Sjúkrahúsið í Keflavík. Framkvæmdahraði er háður framlögum á fjárlögum hverju sinni.“ Enn var skipuð nefnd til að fjalla um þörfina og í bréfi heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins 19. maí 1994 til bæjar- stjórnar Keflavíkur segir m.a.: „Niðurstaða nefndarinnar er að nauðsyn beri til þess að auka hús- rými Sjúkrahúss Suðurnesja er lýtur að umönnun aldraðra, auk stækkunar á húsrými heilsu- gæslustöðvar, m.ö.o. byggingu svokallaðrar D-álmu við Sjúkra- hús Suðurnesja í samræmi við nú- verandi fyrirliggjandi frumhönn- un.“ Síðar segir í sama bréfi: „Síð- ari ár hafa sveitarfélög kosið að fjármagna slíkar framkvæmdir umfram lögboðið framlag til að flýta verklokum með fyrirvara um endurgreiðslu eftir að fram- kvæmdum er lokið. Ráðuneytið leitar eftir viðræðum um þann möguleika.“ Niðurstaða var sú, vegna þess hve þörfin var brýn, að sveitarfé- lögin stóðu að flýtifjármögnun verksins. Búið að byggja Búið er að byggja þessa álmu en stjórnendur Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja leita nú leiða til að rökstyðja aðra notkun á þess- ari langþráðu öldrunardeild. Nú- verandi forstjóri stofnunarinnar kynnti drög að niðurstöðum enn eins starfshópsins á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum sl. haust. Þar segir að í september 2003 hafi 19 einstak- lingar verið í þörf fyrir hjúkrun- arrými á Suðurnesjum, þar af 11 í mjög brýnni þörf og af þeim að- eins 2 á biðlista eftir vistun á D- álmu. Þessum fullyrðingum mót- mælti ég á fundinum, en m.a. á þessum röngu forsendum byggðu nefndarmenn þá niðurstöðu sína að ekki væri þörf á að nýta alla D- álmuna fyrir sjúka aldraða, nóg pláss væri fyrir aðra starfsemi. Reynslan segir annað Reynsla síðustu vikna er í hróplegu ósamræmi við niður- stöðu starfshópsins. Aldraðir íbú- ar Reykjanesbæjar eru fluttir í önnur sveitarfélög jafnvel gegn vilja þessa gamla fólks og að- standenda þeirra. Aldraður ein- staklingur sem oft situr eftir á í miklum erfiðleikum með að heim- sækja maka sinn og skilur ekkert í því að D-álman sem hann tók þátt í að safna fyrir er ekki notuð til að mæta þeirri þörf sem henni var ætlað, nú loksins þegar búið er að byggja hana. Þörfin hefur ekki minnkað Í nýlegri samantekt sem gerð hefur verið fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar er að finna sam- anburð á vistunarrými eftir lands- hlutum árið 2001. Þar kemur fram að hlutfallslega færri rými séu í boði og lengri biðlistar á Suður- nesjum en annarsstaðar á landinu. Það kemur jafnframt fram að 70 eru á biðlista (26 eftir þjónustu- rými á dvalarheimilum og 44 eftir hjúkrunarrými á hjúkrunarheim- ilum). Enn kemur fram að heilsu- far þess gamla fólks sem er á dvalarheimilum og í heimahúsum er í fleiri tilvikum lakara, það skildi þó ekki vera vegna þess að það kemst ekki á hjúkrunarheim- ili og situr því fast við óásættan- legar aðstæður heima. Það ætti því að vera krafa okk- ar að D-álman verði öll nýtt undir öldrunarþjónustu eins og miðað var við þegar ráðist var í bygg- ingu hennar. Þörfin hefur ekki minnkað, það virðast flestir gera sér grein fyrir nema þá helst þeir sem nú stjórna Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja og eru að reyna að þröngva í gegn breytingar í óþökk íbúa á svæðinu. ■ Alþingi samþykkti hinn 23.mars s.l. merka nýja löggjöf um erfðafjárskatt sem gildir frá 1. apríl 2004. Hefur þingheimur allur og sérstaklega ráðherra fjármála og efnahags- og við- skiptanefnd af löggjöf þessari mikinn sóma. Byggist gott verk og niðurstaða á því að breyta í veigamiklum efnum eldri lögum frá árinu 1984 nr. 83 og sníða af þeim vankanta og færa úrelt lög til þeirra aðstæðna og raunveru- leika sem fólk býr við í dag. Undirritaður sat á Alþingi haustið 2001 og flutti þá breyting- artillögu við þágildandi lög um erfðafjárskatt og það ákvæði lag- anna að gjaldstofn fasteigna væri fasteignamat. Breytingartillagan var efnislega sú að væri markaðs- verð fasteignar talið lægra en fasteignarmatsverð eignarinnar, væri erfingjum heimilt að óska eftir mati skv.lögum nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Yrði þá heimilt að leggja erfðafjár- skatt á matsverð þannig fengið, enda fylgi slík matsgjörð, sem ekki er eldri en fjögurra vikna gömul erfðafjárskýrslunni. Óeðlileg skattheimta Ástæða þess að ég flutti þetta lagafrumvarp var að víða á landsbyggðinni voru eignir í raun að seljast langt undir fast- eignarmati. Þannig var löggjaf- inn að skattleggja syrgjandi eft- irlifendur, á þeim döpru tímum sem fjölskyldur voru að ganga í gegnum við andlát skyldmenna, af skattstofni sem átti sér enga stoð í þeim raunveruleika sem fólkið bjó við. Á þessum sorgar- tímum var það slæmt eftirlif- endum að finna þau ósann- gjörnu viðbrögð hins opinbera að skattlagning ríkisins tók ekk- ert tillit til þess raunveruleika sem um gat verið að ræða í ein- stökum tilvikum um raunveru- leg verðmæti sem komu í hlut eftirlifenda. Ofangreind breytingartillaga hefur nú fengið lagastoð í b. lið 4. gr. nýrra laga um erfðafjárskatt og er það vel og fagnaðarefni. Þá eru nýmæli laganna eins og jöfnun skatthlutfallsins í 5% fyrir alla erfingja utan maka til einföldunar og réttlætismál gagnvart erfingjum. Á sama hátt og áður hefur verið rakið er það réttlætismál að breyta nú skattlagningu hlutafjár í það að vera af mark- aðsvirði, en ekki af nafnverði eins og var í eldri lögum. Með þessum tímamótalögum er lög- gjafinn að auka réttlæti gagn- vart þegnunum, með því að lækka og samræma skattpró- sentu og byggja á skattstofni sem miðast við raunveruleg verðmæti. ■ Umræðan TORFI GUÐBRANDSSON áréttar skoðun sína á skjaldarmerki Dana- konungs á Alþingishúsinu. Umræðan JÓHANN GEIRDAL ■ bæjarfulltrúi spyr hvort stjórnendur Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja séu slitnir úr tengslum við íbúana. ■ Af netinu HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Flutningur aldraðs sjúks fólks sætir gagnrýni íbúa á Suðurnesjum. Engar séríslenskar aðstæður Því er stundum haldið fram að vegna séríslenskra aðstæðna sé það óhugsandi að fara þá leið sem nú hefur verið farin á Ír- landi [varðandi bann við tó- baksreykingum á almannafæri]. Hér á landi sé við slíkan óhemjugang náttúruaflanna að etja að það sé iðulega ekki ver- andi utandyra á vetrarkvöldum til að svala tóbaksfíkninni. Hvort slíkar fullyrðingar stafa af hugsunarleysi eða hlægilegri samsömun með ímyndinni um Ísland sem undraveröld elds og íss á mörkum hins byggilega heims, skal ósagt látið. Hitt er jafnvíst að slíkar afsak- anir eru hlægilegar í ljósi þess að nákvæmlega sömu reglur hafa verið teknar upp á miklu kaldari svæðum jarðarkringl- unnar en Ísland getur talist. Nægir í því sambandi að benda á Manitoba-fylki í Kanada þar sem algengt er að frost fari nið- ur undir -40˚C um hávetur en getur farið neðar eins og gerðist í endaðan janúar á þessum vetri. Þar hefur reykingabannið ekki dregið úr aðsókn á skemmtistaði og kaffihús. Þvert á móti hefur gestum þeirra fjölgað og þeir sem reykja stunda þá iðju sína utandyra án þess að mögla. Hvað er Íslend- ingum þá að vanbúnaði? SH Á MURINN.IS Skapar ekki verðmæti Það er eins og sumir haldi að hið opinbera skapi verðmæti – eða kannski öllu heldur, það er eins og sumir haldi að það fé sem hið op- inbera eyðir, það sé ekki tekið frá neinum nema kannski vindinum. Að minnsta kosti reynist mönnum misauðvelt að ímynda sér að starf- semi, sem í dag er rekin fyrir opin- bert fé, megi á morgun reka án þess. Það er eins og sumir geri ekkert með þá staðreynd, að ef hið opinbera lækkar framlög sín til þessa eða hins svo og svo mikið, þá þarf það að taka sem því nem- ur minna fé af skattgreiðendum. Það fé sem hið opinbera veitir til eins málefnis, hefur það áður tekið frá skattgreiðendum sem hafa þar með jafn miklu minna fé til að verja til þess málefnis sem þeir hefðu hug á. Aðeins annað sýnilegt Munurinn á þessum tvennum mál- efnum er hins vegar sá að einung- is annað þeirra sést. Verkefnið sem hið opinbera borgar; brú, leik- hús, tónleikasalur, skautahöll, jarðgöng, fæðingarorlofssjóður og svo framvegis, það blasir við öll- um, á sína notendur, sína stuðn- ingsmenn, fólk sem er stolt af því sem þar fer fram. Hitt málefnið, það sem skattgreiðendur hefðu notað peningana sína í, það sér það aldrei neinn því það fær ekki að verða til. PISTLAHÖFUNDUR Á ANDRIKI.IS Umræðan ÖRLYGUR HNEFILL JÓNSSON ■ fagnar nýjum lögum um erfðafjárskatt. Ný og betri lög um erfðafjárskatt UMRÆÐAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.