Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2004 fórst þú með? ferðir fyrir Vildarpunkta icelandair.is/vildarklubbur Portkona eða jafningi? Ég las bókina fyrir jólin ogfannst þetta skemmtileg lesn- ing,“ segir Ævar Kjartansson, guðfræðinemi og útvarpsmaður um Da Vinci lykilinn. Í tilefni af því að spennusagan er nú komin út í kilju efnir bókaforlagið Bjart- ur til bókmenntakvölds á Súfist- anum klukkan 20.30 þar sem Ævar mun ræða um þær um- deildu hugmyndir um Maríu Magdalenu sem fram koma í bók- inni og viðbrögð kennimanna við þeim. „Ég hef verið að skoða guð- spjallarbrot sem hafa fundist á 20. öldinni, þar á meðal eitt sem er kennt við Maríu. Í því guðspjalli og Pétursguðspjalli kemur greini- lega fram að það er litið á Maríu Magdalenu sem postula, þó svo það hafi ekki fallið inn í kramið hjá þeim sem settu saman kanón guðspjallanna seinna. Þá voru þetta skrif sem ekki voru tekin með. Í þessum skrifum er María Magdalena gerð að virðulegri konu með býsna góða félagsstöðu og ekki sem hóru. Þessi breyting skiptir miklu máli varðandi femíniska sýn á Biblíuna. Þó svo að það hafi verið þessi tilhneiging til að ýta konum út er ýmislegt sem bendir til þess að í samfélag- inu í kring um Jesú frá Nasaret hafi konur notið virðingar og haft status. Þetta er hrein skáldsaga hjá höfundi Da Vinci lykilsins, Dan Brown, en hann er að leika sér með fund handritanna í Egyptalandi 1945 og tengir þetta við gamla sögn um hinn heilaga kaleik. Þar vísar hann til þess að samband Jesú frá Nasaret og Maríu Magdalenu hafi hugsan- lega ekki verið þetta samband guðssonar og portkonu, heldur miklu meira jafningjasamband en er látið vera í Biblíunni.“ Da Vinci lykillinn hefur vakið mikla athygli og endurnýjað áhuga manna víða um heim á sögu kaþólsku kirkjunnar og kristinna kenninga og lét bandaríska sjón- varpsstöðin ABC gera sérstakan þátt um þann sögulega veruleika sem Dan Brown vísar til í bók sinni sem sýndur var á Stöð 2 á mánudagskvöld. ■ www.os tu r. i s Sælker amatur Sannir sælkerar nota hvítlaukssmjör me› steinselju á brau›, me› pasta, í ofnrétti, til steikingar e›a á grillmat. Hvítlaukssmjör me› steinselju Franskara gæti það ekki verið Franskara gæti það ekki verið,“segir Felix Bergsson leikari um sýninguna Paris at Night, sem var frumsýnd á litla sviði Borgarleik- hússins á sunnudagskvöld. Sýningin er kabarett byggður á ljóðum eftir franska skáldið Jacques Prévert, sem Sigurður Pálsson hefur þýtt. „Við erum að flytja við þessi ljóð músík sem menn eins og Yves Mont- and og Edith Piaf hafa verið að syng- ja. Þetta er ofboðslega lágstemmt og ofboðslega fallegt,“ segir Felix, sem sjálfur stendur á sviðinu ásamt Jó- hönnu Vigdísi Arnardóttur, leikkonu og söngkonu. Þeim til fulltingis verð- ur þriggja manna hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. „Jacques Prévert er eiginlega vin- sælasta ljóðskáld Frakka. Hann er mikið að yrkja um dýrð hversdagsins. Sigurður Pálsson þýddi frægustu ljóðabók hans árið 1987, og það var fyrir mörgum árum sem við Kolbrún fengum þá hugmynd að gera ein- hverja sýningu upp úr þessu. Svo þegar við fórum að skoða það nánar kom upp úr kafinu að til eru ógrynnin öll af tónlist við þessi ljóð.“ Tónlistin í sýningunni er eftir ung- verska tónskáldið Joseph Kosma, sem var vinur og félagi Préverts um langt skeið. „Það er líka svo skrýtið að þegar við fórum að vinna í þessu þá röðuð- ust þessi ljóð eiginlega af sjálfu sér upp í ákveðna sögu, fallega litla ást- arsögu með tragískum undirtón.“ ■ Leiklist PARIS AT NIGHT ■ Kabarettinn var frumsýndur á sunnu- daginn. Felix Bergsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir bera sýninguna uppi. Fyrirlestur ÆVAR KJARTANSSON ■ fjallar um túlkun Dan Brown á Maríu Magdalenu. FELIX BERGSSON OG JÓHANNA VIG- DÍS ARNARDÓTTIR Þau sýna kabarettinn Paris at Night á litla sviði Borgarleikhússins í kvöld. Verkið var frumsýnt á sunnudaginn. ÆVAR KJARTANSSON Ýmislegt bendir til að staða Maríu Magdalenu hafi verið allt önnur en við könnumst við í dag og að hún hafi verið lærisveinn fremur en portkona.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.