Fréttablaðið - 01.04.2004, Síða 24

Fréttablaðið - 01.04.2004, Síða 24
1. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Tillögur um málefni innflytjenda: Landsmiðstöð verði stofnuð INNFLYTJENDUR Starfshópur sem félagsmálaráðherra skipaði til að fjalla um skipulag og þjónustu við innflytjendur á Íslandi hefur nú skilað tillögum sínum, en í honum sátu meðal annars fulltrúar Flóttamannaráðs, Fjölmenningar- seturs og Alþjóðahússins. Megin- tillaga hópsins er að sett verði á laggirnar sérstök sjálfseignar- stofnun sem starfi á landsvísu og byggi á stoðum Alþjóðahúss og Fjölmenningarseturs og hafi heildaryfirsýn yfir þjónustu við innflytjendur á Íslandi. Sérstök áhersla yrði á að auka þjónustuna úti á landsbyggðinni, til dæmis á Austfjörðum, og er markmiðið að mið- stöðin geti þjónað öll- um innflytjendum á Íslandi, í samstarfi við sveitarfélögin og aðila vinnumarkaðarins. Mikil aukning hefur orðið á fjölda út- lendinga á Íslandi, en á síðustu tíu árum hef- ur fjöldi erlendra rík- isborgara hér á landi tvöfaldast, eða úr fimm þúsund manns í rúmlega tíu þúsund árið 2003. Í sumum sveitarfélögum er fjöldi útlendinga allt að 20% af heildar- íbúafjölda. ■ Tölur Hagstofunnar um aflaverðmæti árið 2003: Tíu milljarða króna samdráttur SJÁVARÚTVEGUR Heildaraflaverð- mæti íslenskra skipa á síðasta ári nam alls 67.1 milljarði króna, sem er tæplega tíu milljarða króna samdráttur frá árinu 2002. Munar þar mestu um verðmæti botnfisks sem náði tæplega 50,1 milljarði króna árið 2002 en að- eins 45 milljörðum á síðasta ári. Verðmæti þorsks var 26 millj- arðar sem er lækkun um 2,5 milljarða milli ára. Verðmæti ýsuaflans dróst saman um 1,3 milljarða. Um samdrátt er að ræða í öll- um flokkum sjávaraflans miðað við fyrra ár nema í flatfiski en verðmæti útflutnings hans jókst lítillega úr 5,9 milljörðum í sex milljarða. Vestfirðir urðu hlut- fallslega verst úti en alls nam samdrátturinn þar 20,5% frá fyrra ári en í hreinum aflaverð- mætum varð höfuðborgarsvæðið af mestum tekjum eða rúmlega tveimur milljörðum. ■ TRYGGINGAR „Ég hvet fólk til að sækja lækkanir til sinna trygg- ingafélaga“ segir Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasam- takanna. Samkeppni á trygginga- markaði hefur harðnað á undan- förnum misserum með tilkomu Ís- landstryggingar og Varðar. „Ég vona að hreyfingin verði enn meiri því það er til bóta fyrir neytendur sem hafa í mörg ár þurft að borga alltof há iðgjöld.“ Jóhannes segir að grónu trygg- ingafélögin séu eftir sem áður með óbreytta gjaldskrá og því verði neytendur að bera sig eftir því að fá betri kjör. „Tryggingafélögin eru strax tilbúin að lækka sig þegar viðskiptavinir þeirra hafa fengið betra tilboð annars staðar. Mér fyndist mun eðliðlegra að fé- lögin lækkuðu verðskrána þannig að allir nytu góðs af.“ Jóhannes bendir á að það sé undir neytendum komið að við- halda samkeppninni. „Þegar ný fyrirtæki koma inn á staðnaða markaði verða hræringar en ef neytendur láta sér duga að fá til- boð og snúa sér svo aftur til gamla fyrirtækisins þá dregur það úr framtíðarmöguleikum nýja aðil- ans.“ Vátryggingafélagið Vörður hóf að bjóða upp á alhliða vátrygg- ingaþjónustu í byrjun mars. „Við- brögðin undanfarnar vikur hafa farið fram úr okkar björtustu von- um“ segir Sigurður Sveinsson hjá Verði. Hann segir að félaginu hafi borist fjöldi fyrirspurna og send hafi verið út nokkur hundruð til- boð. Sigurður viðurkennir þó að oft fari mikill tími í að vinna til- boð sem fólk fari svo með í sitt gamla félag til að knýja fram betri kjör. Talsmenn gömlu trygginga- félaganna, Sjóvár-Almennra, VÍS og Tryggingamiðstöðvarinnar, kannast ekki við að verulegar breytingar hafi orðið á markaðin- um með tilkomu Varðar en viður- kenna að samkeppnin hafi harðn- að á undanförnum misserum. „Við lækkum ekki iðgjöldin bara af því að einhver annar býð- ur betur,“ segir Ómar Svavarson, hjá Sjóvá-Almennum. „Aðilar á markaði eru ekki að bjóða sömu vöru og við og það þýðir ekkert fyrir fólk að koma og segja að það geti fengið ódýrari tryggingar annars staðar.“ Ásgeir Baldurs hjá VÍS segir að að undanförnu hafi verið teknir upp auknir afslættir, fyrst og fremst vegna hagstæðrar tjóna- reynslu. „Við berjumst fyrir hverj- um einasta viðskiptavini en förum auðvitað eftir okkar gjaldskrám.“ bb@frettabladid.is ALÞJÓÐAHÚSIÐ Starfshópur leggur til að stofnuð verði sér- stök sjálfseignarstofnun sem starfi á lands- vísu og hafi heildaryfirsýn yfir þjónustu við innflytjendur á Íslandi. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT HARÐNANDI SAMKEPPNI Fimm tryggingafélög bjóða upp á alhliða vátryggingaþjónustu hér á landi. FISKVEIÐAR Mikill samdráttur varð í aflaverðmætum Íslendinga milli áranna 2002 og 2003. BREYTINGAR Á AFLAVERÐMÆTI MILLI ÁRA: Höfuðborgarsvæðið -17.2% Suðurnes -12.5% Vesturland -10.9% Vestfirðir -20.5% Norðurland vestra -12.6% Norðurland eystra -13.6% Austurland -12.6% Suðurland -16.1% Þögult verðstríð á tryggingamarkaði Samkeppni á tryggingamarkaði hefur aukist á undanförnum misserum. Engu að síður verða neytendur að bera sig eftir betri kjörum því litlar breytingar hafa orðið á gjaldskrám grónu tryggingafélaganna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.