Fréttablaðið - 01.04.2004, Page 25

Fréttablaðið - 01.04.2004, Page 25
■ Evrópa 25FIMMTUDAGUR 1. apríl 2004 www.hekla.is Fyrir ástina á bílnum. Meiri heiður fyrir Touran HEKLA, Laugavegi 170-174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 fia› flekkir enginn hugtaki› „skynsamlegt val“ betur en fijó›verjar. fia› var flví sérstakur hei›ur fyrir VW Touran a› hljóta útnefninguna „skynsamlegasta vali›“ hjá fl‡ska neytendatímaritinu „Guten Rat“. Sérfræ›ingar tímaritsins hafa örugglega haft í huga a› Touran er m.a. me› ESP stö›ugleikast‡ringu og fékk fullt hús e›a fimm stjörnur hjá NCAP, Gullna st‡ri› og Auto ver›launin 2003. Er hægt a› bi›ja um meira? Komdu og finndu af hverju Touran er meira en 7 sæta fjölskyldubíll. Touran 1.6 Basicline 6 gíra beinskiptur 37.418 kr. á mánu›i*. Touran 1.6 Basicline 6 flrepa Tiptronic sjálfskipting 40.188 kr. á mánu›i*. Touran 1.9 TDI** Basicline 6 flrepa sjálfskipting 42.497 kr. á mánu›i*. Touran er líka „skynsamlegasta valið“ *M.v. einkaleigu í 36 mán. flar sem innifali› er: 20.000 km akstur á ári, olíuskipti og ábyrg›ar- og fljónustusko›anir. Einkaleiga er há› gengi gjaldmi›la og getur flví breyst án fyrirvara. **TDI er skrásett vörumerki Volkswagen. G O T T F Ó LK M cC A N N · 2 6 0 5 3 ALÞINGI Mörður Árnason, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur, ásamt öðrum þingmönnum Sam- fylkingarinnar, lagt fram frum- varp um rjúpnaveiðar, en verði það að lögum er talið að hægt verði að leyfa hóflegar rjúpna- veiðar strax nú í haust. Með frum- varpinu er vonast til að sátt geti skapast í rjúpnamálinu. „Frumvarpinu er ætlað að leysa rjúpnamálið úr sjálfheldu í ráðuneytinu og á þingi undan- farna mánuði. Varúðarreglunnar er gætt til hins ýtrasta og er þar tiltekin tala um 30 þúsund fugla hámarksveiði sem miða skal við haustin 2004 og 2005. Sú tala er í samræmi við mat Náttúrufræði- stofnunar,“ segir Mörður. Mörður segir að í umræðum síðastliðið haust um þriggja ára veiðibann hafi umhverfisráðherra kvartað yfir því að ekki væri laga- heimild fyrir tveimur af þeim leiðum sem bent hefði verið á til að tryggja viðgang rjúpnastofns- ins án veiðibanns. „Með frumvarpinu eru þessar leiðir færar. Annars vegar er lagt til að sett verði sölu- og innflutnings- bann á rjúpu þau tvö ár sem eftir eru af tímabilinu og hins vegar er heimild fyrir umhverfisráðherra til kvótasetningar á rjúpuna með há- marksveiði á hvern veiðimann. ■ Frumvarp um rjúpnaveiðar lagt fram: Skapar vonandi sátt RJÚPNAFRUMVARP Mörður Árnason , Samfylkingunni, hefur lagt fram frumvarp sem hann segir að geti leitt til þess að hægt yrði að leyfa hóflegar rjúpnaveiðar strax næsta haust. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÓPÍUMBÁL Afganskur hermaður stendur vörð á með- an hass og ópíum að verðmæti hátt í eitt hundrað milljónir íslenskra króna brennur upp í útjaðri Kabúl. MEINTIR STRÍÐSGLÆPAMENN ÁKÆRÐIR Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út ákærur á hendur fjórum Króötum sem grunaðir eru um grimmdarverk gegn múslimum í Bosníu árið 1993. Mennirnir voru allir háttsettir embættismenn. Farið hefur verið fram á það við króatísk yfirvöld að mennirnir verði handteknir. SAUTJÁN ÁRA FANGELSI FYRIR FJÖLDAMORÐ Stríðsglæpadóm- stóllinn í Haag hefur dæmt fyrr- um lögreglumann í sautján ára fangelsi fyrir að taka þátt í því að drepa á þriðja hundrað karlmenn í fangabúðum í Bosníu-Hersegó- viníu árið 1992. Darko Mrdja, sem er Bosníu-Serbi, játaði sök. Fórnarlömbin voru múslimar og Króatar. FIMM ALÞJÓÐLEGAR HANDTÖKU- SKIPANIR Spænskur dómari hef- ur gefið út alþjóðlegar hand- tökuskipanir á hendur fimm mönnum sem grunaðir eru um aðild að sprengjuárásunum í Madríd 20. mars síðastliðinn. Handtökuskipanirnar voru send- ar yfirvöldum í Bretlandi, Frakklandi og Marokkó. Alls eru tuttugu manns í haldi spænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn málsins. HUGSANLEGIR IRA-MENN TEKNIR Lögreglan í Londonderry á Norður- Írlandi handtók í gær þrjá menn sem grunaðir eru um að tilheyra Írska lýðveldishernum, IRA. Íbúða- hverfi í borginni var lokað af í nokkrar klukkustundir á meðan lögreglan gerði húsleit á fjölda heimila. Að sögn yfirvalda var talið hugsanlegt að mennirnir hefðu falið sprengiefni í hverfinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.