Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2004, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 01.04.2004, Qupperneq 40
neytendur o.fl. Vikulegur blaðauki um al l t sem viðkemur neytendamálum, innkaupum og hagsýni Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: neytendur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Kristín Einarsdóttir hjá Neytendasamtökunum: Níu hlutir til en samt auglýstir á tilboði Fólk spekúlerar mikið í tilboð-um og leggur á sig langa bíl- túra ef verulegur afsláttur er í boði. Stundum telur það sig gera góð kaup en við fáum líka tals- vert af kvörtunum vegna þess að þegar til kemur er varan kannski útrunnin eða á einhvern hátt svikin,“ segir Kristín Ein- arsdóttir, starfsmaður hjá Neyt- endasamtökunum. Reiðast segir hún fólk þó vera þegar það hef- ur verið gabbað á staðinn með gylliboði um gott verð á ein- hverju sem hefur verið til í mjög takmörkuðu upplagi og er strax uppselt. „Dæmi eru um að bara hafi verið níu hlutir til og samt er auglýst tilboð,“ útskýrir Kristín. Hún segir slíkar auglýs- ingar hafa fælingarmátt. Neyt- endur hugsi svo neikvætt um fyrirtækið að þeir sniðgangi það í framtíðinni ef kostur sé. Verst telur hún að svona auglýsinga- hættir komi niður á sérvöru- verslunum en matvörukaup- menn séu „settir í frysti“ í tak- markaðri tíma. Kristín segir mikið um kaup á heimilistækjum, gólfefnum og málningu á þessum árstíma. Fólk standi gjarnan í framkvæmdum á vorin á heimilum sínum, þegar jólaútgjöldin séu afgreidd en vorverkin í garðinum ekki byrj- uð, hvað þá sumarfrí og sældar- líf. Margir leiti til Neytendasam- takanna til að spyrja um kosti og galla vissra vörumerkja í tækja- deildunum. Um bilanatíðni, þjón- ustu hjá umboðum og fleira slíkt. „Þarfirnar eru vissulega ólíkar eftir aðstæðum,“ segir Kristín og útskýrir það nánar. „Fólk sem hefur haldið heimili í 20 ár og vill auka þægindin gerir aðrar kröfur en ungt fólk sem er að byrja bú- skap og hefur lítið fé handa á milli.“ ■ Bestu kaupin: Laumar náttúruljósum í litlar krúsir Rósa Guðmundsdóttir tónlistar-kona segir kerti vera með sín- um bestu kaupum fyrr og síðar. „Ég legg oft lykkju á leið mína til þess eins að kaupa kerti í Tiger. Reyndar keypti ég síðast kerti í dag og er núna að dunda mér við að setja nátt- úruljósin mín ofan í hin og þessi kertaglös. Í þessari stórskemmti- legu búð er hægt að kaupa fjögur kerti á einar tvö hundruð krónur og ég þar af leiðandi, get ekki látið svona kostakaup fara framhjá mér. Auðvitað eru kertin alveg rosalega praktísk, því þau hafa svo langan líftíma.“ Aðspurð segist Rósa brenna bjarmann jafnt kvölds og morgna og ekki hika við að kveikja á kertum þegar hún rís úr rekkju á morgnana. „Ég elska þennan nátt- úrulega loga, sem í mínum huga myndar skemmtilegt mótvægi við tilbúna birtu rafljósanna. Ég nota kertin til fleiri hluta en að lýsa upp myrkrið. Ég brenni þau allan dag- inn og ég trúi því að það sé ávallt til- efni til kerta. Ég bý einfaldlega til stemningu sem hæfir kertum hverju sinni. Mildi kertanna segir svo margt um sannleikann sem býr í því afli sem er mér æðra, vinveitt og ávallt elskandi.“ ■ PÁSKATILBOÐ Frír aukatími og páskaegg frá Nóa Síríus með öllum ljósakortum vikuna 1. - 7. apríl FRÁBÆRT TILBOÐ Á RÓSUM! Rósabúnt á 690 kr. eða 10 fyrsta flokks rósir á 1.490 kr. Gegn framvísun þessa miða færð þú: ✃ ✃ AÐEINS FAGFÓLK AÐ STÖRFUM PÁSKALILJUR Téte á Téte 295 kr RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR Hikar ekki við að kveikja á kertum þegar hún rís úr rekkju. KRISTÍN EINARSDÓTTIR Segir fólk leggja á sig langa bíltúra ef góður afsláttur sé í boði. Bækur á tilboðsverði: Fimm til fimmtán titl- ar í hverjum mánuði Langar þig að eignast stórt oggott bókasafn? Þá er skyn- samlegt að fylgjast vel með til- boðum bókabúðanna, en í stærstu bókabúðum landsins; Máli og menningu, Eymunds- syni og Pennanum, fara nýir titl- ar á tilboðsverð í hverjum mán- uði. Alls lækka fimm til fimmt- án bókatitlar í verði og er lægst gefinn 20 prósenta afsláttur. Bækur í öllum bókaflokkum fara á tilboð; allt frá barnabók- um til skáldsagna, og lífsstíls- bókum til fræðibóka. Bæði er um að ræða íslenskar og erlend- ar bækur, sem og höfunda. Í apríl verða til að mynda sér- stök tilboð á orða- og tölvuorða- bókum, skálsögunni Alkemist- anum eftir Paolo Cuelho, barna- bókinni Hvar er Valli? og báðum bindum Sjálfstæðs fólks eftir Halldór Laxness. ■ Í BÓKABÚÐ Þar eru tilboð í hverjum mánuði. Í STRÆTÓ 220 kostar í strætó, ein ferð og án alls afsláttar. Níu miðar kosta 1.500 krón- ur - sem þýðir að fargjaldið er um 170 krónur. Sem sagt mikill sparnaður að kaupa miða. Ef farnar eru fleiri en 14 ferðir á hálfum mánuði borgar sig að kaupa gula kortið. Það kostar 2.500 og gildir í hálfan mánuð. Græna kortið gildir hins vegar í mánuð, kostar 4.500 og ef farnar eru tvær ferðir á dag virka daga í mánuði er fargjaldið rétt rúmlega 100 krónur. Rauða kortið kostar 10.500 og gildir í 3 mánuði. Langhagstæðast ef ferðast er mikið í strætó, en eins gott að týna því ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.