Fréttablaðið - 01.04.2004, Síða 41

Fréttablaðið - 01.04.2004, Síða 41
41FIMMTUDAGUR 1. apríl 2004 ANDREA GYLFADÓTTIR Lætur gömlu fisksalana að mestu í friði. Hvunndagsmaturinn: Brýtur upp hvers- daginn með soðningu Andrea Gylfadóttir söngkonasegir íslenska menningu við lýði á sínu eldhúsborði. „Mér og mínu fólki finnst afskaplega gott að brjóta upp hversdaginn með soðningu og þar skipar þorskur- inn fyrsta sæti. Maður var náttúr- lega alinn upp við þetta. En auð- vitað finnst mér ýsan góð líka. Með þessu fæ ég mér svo kartöfl- ur og smjör, bragðbætt með gras- lauki.“ Andrea, sem ólst upp við góða íslenska eldhússiði, segir þó erfitt hafa verið að koma höndum yfir ferskmeti á Skaganum, en hún er ættuð frá Akranesi. „Einhvern veginn var allur fiskur frosinn í den,“ bætir hún við, örlítið hugsi. „Í minni fjölskyldu var enginn til sjós en fiskinn vantaði þó aldrei á borðið. Þetta var alltaf í boði í búðinni okkar og við fengum okk- ur í soðið tvisvar í viku.“ Það var til siðs að versla við gömlu fisk- salana hér áður fyrr, en Andrea segist láta þá að mestu í friði. „Ég versla yfirleitt í Nóatúni, minni hverfisverslun. Það er eitthvað svo hentugt að fara í fiskborðið þar, enda er þar bestu bitana að finna.“ Þegar heim er komið ratar fiskurinn rakleiðis í pottinn, en Andrea segist snöggsjóða flökin og bera fram á borð. En skyldi Andrea rækta kartöflurnar sjálf? „Þó ég vildi gjarna geta sagt hið gagnstæða, vex ekki stingandi grasstrá í mínum garði. Þar af leiðandi á ég erfitt að koma kart- öflum niður. En hver veit hvað verður.“ ■ Tilboð í Dressmann: Í hverri viku allan ársins hring Við erum með tilboð í hverriviku allan ársins hring,“ segir Áróra Gústafsdóttir, svæðisstjóri Dressmann á Íslandi. Tilboðin standa frá mánudegi til sunnu- dagsins tæpum tveimur vikum síðar og strax daginn eftir hefst næsta tilboð. „Þar fyrir utan erum við með útsölur svona tvisvar á ári fyrir utan venjulegan útsölu- tíma, jafnvel bara í einn dag. Fólk er mjög opið fyrir svona tilboðum. Það er svo gaman.“ Þegar útsölur standa í Dress- mann er búðin skreytt. Hverri út- söluherferð fylgir stuðningsher- ferð að utan enda eru íslensku verslanirnar yfirleitt með sömu tilboð á sama tíma og Dressmann- verslanirnar á Norðurlöndunum. Fram á sunnudag má fá þrjár skyrtur á verði tveggja í Dress- mann. Tilboðið gildir um allar skyrtur. Á mánudaginn hefst svo tilboð á bómullarbuxum. ■ Já, auðvitað. Mér finnst það borga sig ogreyni að fylgjast með því hvað er á tilboði.“ Ólafur Arnbjörnsson Verslarðu á tilboðum?Hennes og Mauritz: Blandaðir litir af bolum í pökkum Með hækkandi sól fersumarfatnaðurinn að freista. Í Hennes og Mauritz Rowell í Kringl- unni fæst mikið úrval af bómullarbolum á góðu verði bæði á dömur og herra. Dömubolirnir eru meðal annars seldir tveir og þrír saman í pakkningum og litirnir eru blandaðir. Má þar nefna kakigræna, dökk- bleika, gula, ljósbláa og tur- kis. Svo gefin séu verð- dæmi fást hlírabolir þrír sam- an, rauður, svartur og hvítur á kr. 995. Tveir í pakka, teknir saman milli brjóstanna fást á kr. 1.998. í ýmsum litum og öllum stærðum. Þrír ermalausir bolir saman í mismunandi lit- um fást á 1.563. Herrabolir fást með hlírum í tveggja stykkja pökkum, auk hvítra eru þeir dökkbrúnir, dökkblá- ir, svartir og dökkrauðir. Þeir kosta 1.998. ■ Tilbod.net: Öll tilboðin á einum stað Ávefnum tilbod.net er safnaðsaman mörgum tilboðum héðan og þaðan og vefurinn þan- nig mjög áhugaverður fyrir þá sem áhuga hafa á að fylgjast með tilboðum - og stökkva til ef eitthvað spennandi kemur upp á. Mögulegt er að búa sér til sitt eigið flokkakerfi og fá send til sín í pósti tilboð á sínu áhuga- sviði. Hægt er að breyta þeirri skráningu hvenær sem er - ef maður finnur það sem leitað er að og hefur leit að einhverju nýju. Þegar komið er inn á vefinn eru tilboðin sem maður sparar mest á í krónutölum vinstra megin - þau sem eru að renna út í hægri dálki. ■ Í KRINGLUNNI Dressmann-verslanirnar á Íslandi eru fjórar, í Kringlunni, Smáralind, Laugavegi og á Akureyri. DÖMUBOLIR, Seldir tveir saman á 1.998 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.