Fréttablaðið - 01.04.2004, Page 45

Fréttablaðið - 01.04.2004, Page 45
Pharrell Williams og ChadHugo, sem semja tónlist og út- setja undir nafninu The Neptunes, eru duglegir menn. Það vantar ekki. Það er ekki nóg að þeir semji marga af bestu slögurum megin- straumspopparanna í dag, heldur finna þeir einnig tíma fyrir eigin lagasmíðar. Fyrsta N.E.R.D. platan (sem er í rauninni The Neptunes plús huldumaðurinn Shay) var mögn- uð. Ferskur hljómur er lagði grunninn að því sem poppið er í dag. Seint á síðasta ári kom svo út safnplata frá The Neptunes sem var vonbrigði. Á nýju Kelis-plöt- unni sönnuðu Neptunes sig aftur, og þeim var fyrirgefið. Það er því meiri pressa á N.E.R.D. menn að standa sig núna. Hæpið í kringum þá hefur verið gríðarlegt og þeir hafa sjálfir passað að láta sjá sig á öllum mik- ilvægustu vígstöðvunum. Það er eins og þeir félagar selji skotheldustu slagarana til ann- arra, því það er meðalmennsku- yfirbragð yfir lagasmíðum hér. Sæmileg lög hér og þar, og ágætis stuð sveimandi yfir vötnum, en ekkert sem stendur upp úr og öskrar á mann. Kannski miklar kröfur, ég geri mér grein fyrir því, en það ætti að sýna ykkur hversu mikið álit ég hef á þessum nördum poppsins. Þó þessi tónlist sé úr sömu belju og skilaði okkur lögum á borð við Senorita og Like I Love You er ekki jafn mikið um rjóma. Mjólkin er líka þyngri í maga og ekki jafn fersk og hún hefur ver- ið. En samt efast ég ekki um hæfi- leikana og mun halda áfram að fylgjast með af áhuga. En þessi plata bætir engu við snilldina og virkar á köflum andlaus, punktur. Birgir Örn Steinarsson FIMMTUDAGUR 1. apríl 2004 N.E.R.D. Fly or Die Frá 39.895 kr. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 www.heimsferdir.is Rimini Glæsileg ströndin á Rimini, sem teygir sig kílómetrum saman eftir fallegri strandlengjunni, á gífurlegum vinsældum a› fagna. fiar er a› finna ótrúlega stemningu yfir sumartímann enda i›ar bærinn af mannlífi, jafnt daga sem nætur. Til Rimini hópast innlendir sem erlendir fer›amenn til a› njóta hins besta sem sumardvöl á Ítalíu hefur a› bjó›a. Frá 39.895 kr. M.v. hjón me› 2 börn, 21.maí, Residence Divina, vikufer›, 24. júní. Sjá ver›skrá Frá 49.990 kr. M.v. 2 í studio, 24. júní, Residence Divina, vikuferð, 24. júní. Sjá verðskrá Topp gististaðir Heimsferðir bjóða góða gististaði í hjarta Rimini, frábærlega staðsetta í göngufæri við ströndina, veitingastaði og verslanir. Vinsælasti áfangastaður Ítalíu N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 1 8 1 / si a. is Fáðu 8.000 kr. afslátt Þeir sem bóka strax, geta tryggt sér 8.000 kr. afslátt í valdar brottfarir. Beint flug alla fimmtudaga í sumar Astoria LEIKRIT „Eitt er að geta brosað voða sætt í myndavélarnar og sungið við tilbúið playback í míkrófón en leiklist krefst svo miklu meira af manni,“ segir Jó- hann Vala Höskuldsdóttir sem margir eflaust minnast frá Idol- keppninni, þar sem hún sýndi leikræna tilburði í söng og túlkaði meðal annars Bubba á eftirminni- legan hátt. Nú hefur hún hellt sér út í leikhúslífið með leikklúbbn- um Sögu á Akureyri enda segir hún að leiklistin hafi alltaf heillað hana og nú sé hún að svara kalli fjölmargra aðdá- enda í leikritinu Hamslaus, sem verður frumsýnt í dag í Ketilhúsinu í listagilinu á Akur- eyri. Þetta er frum- samið verk sem leikfélagið hefur verið að vinna að undir stjórn Laufeyjar Brár Jónsdóttur þar sem átta leik- arar sjá um að túlka alls 15 hlutverk í sýningunni með leik, söng og dansi. Leik- ritið fjallar um alvöru fólk með alvöru tilfinn- ingar sem stjórna lífi þess. Um húmor, sorgir, ástir og lostann sem svo oft vefur mannfólkinu um fingur sér. „Þú þarft að vera reiðubúin að leggja hjarta þitt á borð fyrir framan ókunnuga áhorfendur og segja gjörðu svo vel! Það var ólýsanlegt að ganga með p e r s ó n u n a mína, Krist- jönu Njáls- dóttur, í mag- anum í marga m á n u ð i , hjálpa henni að fæðast á s v i ð i n u og lána henni l ík - ama minn og tilfinningar til að hún gæti lifnað við og sagt okkur og áhorfendum sína ótrúlegu sögu. Þó ég segi sjálf frá er ég mjög montin með það hvernig við náðum að setja þessa annars sorg- legu sögu upp á mjög kómískan hátt, svo áhorfandinn ræður í rauninni hvort hann hlær eða grætur eða dáist bara að útsýninu því sýningin er mjög sjónræn. En hverjum ætlar Jóhanna Vala svo að bjóða á frumsýning- una? „Ég ætla að bjóða mömmu og pabba og svo stenst ég ekki mátið að bjóða vini mínum, honum Jónasi Viðari bæjarlistamanni, að koma. Hann hefur hjálpað helling við sýninguna og svo komumst við á forsíðu Séð&heyrt síðast þegar hann bauð mér á frumsýningu, fólk verður að hafa eitthvað til að slúðra um,“ segir hún og hlær. „Ætli næst verði það ekki bara brúðkaupsþátturinn Já.“ TÓNLEIKAR „Þetta er svolítið eins og að klæða sig úr skinninu,“ segir skáldkonan Didda, sem ætlar að bregða sér í hlutverk söngkonu í kvöld. Hún ætlar að syngja lög eft- ir Bessie Smith með tríói sem nefn- ist Minä rakastan sinua Bessie Smith, sem mun vera finnska og þýðir „Ég elska þig Bessie Smith“. „Ég gerði þetta fyrir tveimur árum, var með tónleika sem hétu Takk fyrir Bessie Smith. Þá gerði ég þetta með Þóri Baldurssyni og það var gert óæft og algerlega upp á lukkuna og andann. En það heppnaðist svolítið skemmtilega, líklega vegna þess að það var svo mikið af vinum mínum í salnum.“ Auk Diddu eru í tríóinu þau Riina Tarkiainen á gítar og Ari Eldon á bassa. Þetta verður ein- stakur viðburður, því fullyrt er að þetta verði bæði í fyrsta og síðasta sinn sem tríóið treður upp. Þeir sem vilja halda eitthvað lengur í augnablikið geta þó sætt sig við að á tónleikunum verður seldur fjögurra laga diskur með tríóinu, sem tekinn var upp í gær- kvöldi. „Síðast gerði ég líka hundrað diska og þeir hurfu bara. Ég á ekki einu sinni einn sjálf.“ Didda er ekki aðeins landskunn skáldkona, heldur hlaut hún á dög- unum Edduverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Stormy Weather. Stöku sinnum tekur hún líka upp á því að syngja, og segist stundum hafa gripið til þess þegar hún „nennti ekki að lesa upp“ úr verk- um sínum á upplestrarkvöldum. Og þá er það gjarnan eitthvað blúsað. „Þessi lög voru dægurlög síns tíma, en textarnir sýnist mér að henti alveg núna. Fólk er alltaf sömu beyglurnar, það er voða líkt sjálfu sér þótt hundrað ár líði,“ seg- ir Didda og bætir því við að fólk þurfi ekkert að vera hrætt við þunglyndið. „Bessie Smith hefur alltaf verið kennd við blús og þetta eru allt blúsaðir textar. Það er mikið verið að hylla mæðuna. Á þessum tíma var ekki jafn greiður aðgangur að geðlyfjum og nú er, og þá greip fólk til annarra ráða. Oft held ég að það hafi bara látið gossa og tjáð sig.“ ■ Andlausir nördar Umfjölluntónlist Didda syngur blús Idolstjarna úr söng í leik JÓHANNA VALA HÖSKULDSDÓTTIR Það verða einungis fimm sýningar á Hamslaus í Ket- ilhúsinu á Akureyri, þar sem Jóhanna Vala fer með eitt af aðalhlutverkunum. SÖNGKONAN DIDDA Syngur á Grand Rokk í kvöld með tríóinu Minä rakastan sinua Bessie Smith. Strax á eftir flutningi þeirra tekur hljómsveitin Tenderfoot við, en sú hljómsveit er á fljúgandi siglingu þessa dagana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.